Metfjöldi farþega hjá Icelandair. | Icelandair
Pingdom Check
01/07/2014 | 12:00 AM

Metfjöldi farþega hjá Icelandair

Í desember flutti félagið 141 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 18% fleiri en í desember á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 15% og sætanýting var 76,2% samanborið við 72,6% á sama tíma í fyrra.

Farþegar í millilandaflugi félagsins hafa aldrei verið fleiri en á árinu 2013. Þeir voru alls 2.257.305 og fjölgaði um 12% frá árinu 2012.  Árleg aukning undanfarin ár hefur numið 12-18% og eru farþegar félagsins nú orðnir einni milljón fleiri en árið 2009.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru tæp 20 þúsund í desember og fækkaði um 10% á milli ára. Framboð félagsins var dregið saman um 10% samanborið við desember 2012. Sætanýting nam 65.0% og lækkaði um 1,5 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 8% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 9% frá því á síðasta ári. Herbergjanýting á hótelum félagsins var 45,7% samanborið við 46,1% í desember í fyrra.   

MILLILANDAFLUG

DES 13

BR. (%)

ÁTÞ 13

BR. (%)

Fjöldi farþega

140.820

18%

2.257.485

12%

Sætanýting

76,2%

3,6 ppt

79,3%

-1,2 ppt

Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)

547,5

15%

8.320,3

16%

 

 

 

 

 

INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG

DES 13

BR. (%)

ÁTÞ 13

BR. (%)

Fjöldi farþega

19.752

-10%

307.309

-11%

Sætanýting

65,0%

-1,5 ppt

71,1%

1,9 ppt

Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)

9,5

-10%

154,5

-13%

 

 

 

 

 

LEIGUFLUG

DES 13

BR. (%)

ÁTÞ 13

BR. (%)

Flugvélanýting

90,9%

11,7 ppt

91,0%

-0,3 ppt

Seldir blokktímar

2.219

-8%

28.089

-10%

 

 

 

 

 

FRAKTFLUTNINGAR

DES 13

BR. (%)

ÁTÞ 13

BR. (%)

Framboðnir tonnkm. (ATK´000)

14.206

10%

201.796

9%

Seldir tonnkm. (FTK´000)

8.107

9%

94.769

6%

 

 

 

 

 

HÓTEL

DES 13

BR. (%)

ÁTÞ 13

BR. (%)

Framboðnar gistinætur

22.940

0%

314.603

7%

Seldar gistinætur

10.481

-1%

222.320

6%

Herbergjanýting

45,7%

-0,4 ppt

70,7%

-0,7 ppt