Metmánuður hjá Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
08/07/2015 | 12:00 AM

Metmánuður hjá Icelandair

Í júlí flutti félagið 415 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 17% fleiri en í júlí á síðasta ári. Farþegafjöldinn er sá mesti í einum mánuði frá stofnun félagsins. Sætanýtingin var 88,9% og jókst um 3,2 prósentustig milli ára og hefur aldrei verið hærri í júlí áður.  Framboðsaukning á milli ára nam 14%.