Ný betri stofa Icelandair opnuð | Icelandair
Pingdom Check
03/27/2012 | 12:00 AM

Ný betri stofa Icelandair opnuð

Ný „Saga lounge“, betri stofa Icelandair í Leifsstöð, hefur verið opnuð eftir gagngerar breytingar. Icelandair hefur á síðustu árum lagt aukna áherslu á náttúru og menningu Íslands í þjónustu og ímynd fyrirtækisins og taka breytingarnar á „Saga lounge“ mið af því. Stofan er á sama stað og áður í Leifsstöð, en nú stærri, opnari og bjartari með innréttingum og skreytingum sem vísa til sterkra íslenskra róta Icelandair.

Framboð og umsvif Icelandair hafa aldrei verið jafn mikil og nú á 75 ára afmælisárinu. Flugáætlun félagsins hefur stækkað ört á undanförnum árum og verður framboð á sætum 14% meira á þessu ári en hinu síðasta. Þessi auknu umsvif hafa kallað á breytingar á hinu vinsæla „Saga lounge“.

Auk breytinga á umhverfi í „Saga lounge“ verður boðið upp á ýmsar nýjungar í veitingum og þjónustu. Einnig verður 75 ára sögu Icelandair gert hátt undir höfði með ljósmyndum og skreytingum.

Leikmyndahönnuðirnir Eggert Ketilsson og Stígur Steinþórsson höfðu umsjón með breytingunum.  Í hinni nýju setustofu er m.a. arinn úr stuðlabergi, varða úr grjóti sem Eggert valdi sérstaklega, fossar á veggjum ásamt myndum af Íslendingum eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara.

Eitt af markmiðum Icelandair með setustofunni er að kynna Ísland sem áfangastað fyrir farþega sem eru á leið yfir Norður-Atlantshafið með stuttri viðkomu á Keflavíkurflugvelli.

Mynd: Það voru Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair og Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem klipptu á borða í tilefni opnunarinnar og buðu farþega velkomna.