Nýjar myndir og klassískar í 30.000 feta bíói Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
01/07/2009 | 12:00 AM

Nýjar myndir og klassískar í 30.000 feta bíói Icelandair

Nýjar myndir og klassískar í 30.000 feta bíói Icelandair

Kvikmyndin City of Ember þar sem Bill Murray og Tim Robbins fara meðal annarra með aðalhlutverk hefur verið tekin til sýninga í 30.000 feta bíói Icelandair í janúar og febrúar. Myndin er gerð eftir einni af bókum Jeanne DuPrau úr vinsælum bókaflokki hennar um borgina Ember. City of Ember er skemmtileg ævintýramynd með vísindaskáldskapsívafi.
City of Ember er ekki eina nýja myndin því Keira Knightley fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Duchess sem fjallar um Georgíönu af Devonshire. Stórleikararnir Richard Gere og Diane Lane fara með aðalhlutverkinu í kvikmyndinni Nights in Rodanthe sem fjallar um konu sem flytur í lítið strandþorp til að koma lífi sínu í reglu. Þar kynnist hún lækni sem leikinn er af Richard Gere og líf hennar verður einfaldara en um leið flóknara.
Meðal annarra kvikmynda í vélum Icelandair má nefna Serendipity með John Cusack, Something's Gotta Give með Jack Nicholson og Diane Keaton, Antwone Fisher með Denzel Washington, iRobot með Will Smith, íþróttamyndin Fever Pitch með Drew Barrymore og Jimmy Fallon og Minority Report með Tom Cruise.

Barnaefni á íslensku
Í góðu úrvali sjónvarpsþátta er barnaefnið mikilvægt. Meðal þess sem Icelandair býður börnunum upp á er sagan um Litlu lirfuna ljótu og Latibær og er hægt að velja um íslensku eða ensku sem tungumál. Allir þekkja Latabæ og Litla lirfan ljóta eftir Gunnar Karlsson hefur hrúgað að sér verðlaunum á síðustu misserum.