Pingdom Check
01/27/2020 | 3:00 PM

Staða og mikilvægi flugrekstrar og ferðaþjónustu

Fundurinn fór fram þann 27. janúar milli kl. 15:00-16:30 á Hilton Reykjavík Nordica.

Ísland hefur mikla hagsmuni af skilvirkum flugsamgöngum og öflugri ferðaþjónustu sem nú er orðin stærsta útflutningsgrein landsins.

IATA Alþjóðasamtök flugfélaga, Icelandair Group og Samtök ferðaþjónustunnar efna til opins fundar þann 27. janúar kl. 15:00-16:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Fjallað verður um stöðu og mikilvægi flugrekstrar og ferðaþjónustu sem og aðgerðir í loftslagsmálum.

  • Opnunarávarp: Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála
  • Mikilvægi flugsamgangna og aðgerðir í loftslagsmálum: Rafael Schartzman, framkvæmdastjóri hjá IATA í Evrópu
  • Þroskasaga íslenskrar ferðaþjónustu: Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, taka þátt í pallborðsumræðum ásamt ræðumönnum.

Fundarstjóri er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
Mikilvægt er að skrá sig.