Samningur undirritaður um þráðlaust internet fyrir farþega í flugflota Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
05/31/2012 | 12:00 AM

Samningur undirritaður um þráðlaust internet fyrir farþega í flugflota Icelandair

 

Samningur undirritaður um þráðlaust Internet fyrir farþega í flugflota Icelandair

Í dag undirritar Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, samning við bandaríska tæknifyrirtækið Row 44 um uppsetningu þráðlauss internets í flugflota Icelandair. Með því munu farþegar Icelandair geta notað eigin tölvubúnað til að tengjast Internetinu. Gert er ráð fyrir að vinna við innleiðingu hefjist á fjórða ársfjórðungi þessa árs og að henni ljúki haustið 2013.

„Icelandair einbeitir sér að því að veita viðskiptavinum sínum einstaka þjónustu. Í vélum Icelandair er til staðar fullkomið afþreyingarkerfi og samningurinn við Row 44 er viðbót sem gerir okkur kleift að auka enn frekar þjónustu og upplifun farþegans um borð“, segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group.

Frederick St.Amour, aðstoðarforstjóri Row 44 og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair munu undirrita samninginn og svara fyrirspurnum kl. 12.00 í dag á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.