Tilkynning vegna atviks í flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn 26. febrúar | Icelandair
Pingdom Check
02/27/2013 | 12:00 AM

Tilkynning vegna atviks í flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn 26. febrúar

Í upphafi lækkunar á flugi inn til Keflavíkurflugvallar bilaði eitt af þremur vökvaaflskerfum flugvélarinnar, sem var unnið úr í samræmi við gátlista.    

Aðflugið inn til Keflavíkur var eðlilegt fram að lokaaðflugi þegar truflun varð og aðflugsferillinn breyttist.  Flugmenn aftengdu sjálfstýringu, flugu hring og komu aftur inn til lendingar.   Samkvæmt verklagsreglum lýsti flugstjóri yfir neyðarástandi meðan þetta ástand varði og var viðbragðsáætlun sett í gang í samræmi við  það.  Eftir lendinguna voru fulltrúar Rauða krossins mættir og var farþegum boðin áfallahjálp.   

Enn liggja ekki fyrir upplýsingar um hvað olli truflun sem varð í aðfluginu en rannsókn var hafin strax í gærkvöldi sem m.a. fólst í því að taka flugrita flugvélarinnar til skoðunar.