Upplýsingar um endurkomu Boeing 737 MAX
Síðast uppfært 5. mars 2021
Okkur hafa borist nokkrar fyrirspurnir um Boeing 737 MAX flugvélarnar. Boeing 737 MAX flugvélarnar hafa nú fengið öryggisvottun og undirbúningur fyrir endurkomu þeirra í flugáætlun okkar árið 2021 er í fullum gangi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins: Boeing 737 MAX vélarnar teknar aftur í notkun.
---
Yfirgripsmikið ferli sem miðar að endursamþykkt á Boeing 737 MAX flugvélinni hefur staðið yfir í eitt og hálft ár hjá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum og Evrópu.
Markmið þeirrar vinnu er að tryggja öryggi MAX vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Þann 18. nóvember síðastliðinn staðfesti Flugmálaeftirlit Bandaríkjanna (FAA) flughæfi vélarinnar innan Bandaríkjanna. Icelandair er í nánum samskiptum við Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) og Samgöngustofu og gerir félagið ráð fyrir að kyrrsetningu MAX vélanna verði aflétt í Evrópu og í kjölfarið hér á landi snemma árs 2021.
Icelandair áformar að taka vélarnar aftur í rekstur vorið 2021. Þegar samþykki flugmálayfirvalda í Evrópu liggur fyrir, verða nánari upplýsingar um næstu skref hjá Icelandair gerðar aðgengilegar á heimasíðu félagsins.