Vefir Icelandair tilnefndir til tvennra vefverðlauna | Icelandair
Pingdom Check
01/28/2009 | 12:00 AM

Vefir Icelandair tilnefndir til tvennra vefverðlauna

Er Icelandair.is besti sölu- og þjónustuvefurinn?

Vefir Icelandair eru tilnefndir til tvennra verðlauna á Vefverðlaununum 2008. Annars vegar er um að ræða tilnefningu í flokknum Besti sölu- og þjónustuvefurinn þar sem vefur Icelandair keppir við vefi Borgarleikhússins, Flugfélags Íslands, Miði.is og Símans. Hins vegar eru vefir Icelandair tilnefndir í flokknum Besta útlit og viðmót. Í þeim flokki eru keppinautarnir Flugmálastjórn Íslands, Ísafold Travel, Pósturinn og Síminn.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur hjá Icelandair,“ segir Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Icelandair. „Netið verður stöðugt mikilvægara í sölu- og markaðsmálum. Þessar tilnefningar gefa okkur til kynna að við séum á réttri leið í þróun vefmála.“

Samtök vefiðnaðarins sjá um framkvæmd Vefverðlaunanna 2008 í samstarfi við ÍMARK en vefverðlaunin voru fyrst veitt árið 2008. Verðlaunin verða veitt þann 30. janúar á uppskeruhátíð vefiðnaðarins í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.

 

www.icelandair.is