Pingdom Check
07/06/2022 | 10:00 AM

Nýtt stuðningstákn fyrir íslenskar kvennaíþróttir

Í aðdraganda Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu 2022 var nýtt handamerki stuðningsfólks kynnt til sögunnar. Upphaflegur tilgangur þessa stuðningstákns var að sýna íslenska kvennalandsliðinu stuðning á EM – og í kjölfarið kvennaíþróttahreyfingunni allri.

Hvað þýðir stuðningstáknið og hvernig er það?

Merkið er myndað með því að gera friðarmerki með báðum höndum. Hendurnar mætast svo á vísifingrum og höndunum lyft í höfuðhæð. W-ið sem myndast stendur bæði fyrir Women og Winning.

Tilgangurinn með því er að gera stuðningsfólki auðvelt fyrir að styðja kvennalandsliðið með öðrum hætti en tíðkast hefur hjá íslenskum stuðningsmönnum í gegnum tíðina, þ.e. með Víkingaklappinu, og leggja í staðinn áherslu á hvers virði kvennalið eru stuðningsfólki – baráttuandinn í gegnum súrt og sætt er virðingarverður og þær eiga skilið að við styðjum þær af heilum hug, sama hver íþróttin er.

Look04_1363_sRGB.jpg

Vertu með!

Við vonumst til þess að allt stuðningsfólk íslenskra kvennaíþrótta nær og fjær taki þessu merki opnum örmum og leitist við að nota það á Evrópumeistaramóti kvenna í knattspyrnu í sumar – og í hvert skipti sem konur keppa fyrir Íslands hönd, sama hver íþróttagreinin er.

Tökum höndum saman og notum merkið á leikjum, á samfélagsmiðlum, og hvar annars staðar þar sem kvennaíþróttir eiga sviðið.

Við erum stolt af íþróttakonum landsins og styðjum þær í orði og á borði.

Sjáðu hvaða leikir eru næstir hjá íslenska liðinu á EM og taktu flugið út á leik!

Icelandair-EM-bg-rough-edges-v03.jpg