Bein flug til Anchorage
Alaska er stórt og afskekkt ríki sem virkar eins og segull á náttúruunnendur, ferðalanga í leit að ævintýrum og fólk sem vill upplifa óbeislaða náttúru og dýralíf af eigin raun.
Icelandair býður ódýr og regluleg flug til Anchorage. Það er tilvalið að leggja land undir fót og skella sér á fiskveiðar á framandi slóðum, sjá birni í sínu náttúrulega umhverfi eða kanna mikilfenglega þjóðgarðana – sem eru margrómaðir fyrir náttúrufegurð sína.