Flug til Anchorage, Alaska með Icelandair. Upplifðu stórbrotna náttúrufegurð Alaska. | Icelandair
Pingdom Check

Bein flug til Anchorage

Alaska er stórt og afskekkt ríki sem virkar eins og segull á náttúruunnendur, ferðalanga í leit að ævintýrum og fólk sem vill upplifa óbeislaða náttúru og dýralíf af eigin raun.

Icelandair býður ódýr og regluleg flug til Anchorage. Það er tilvalið að leggja land undir fót og skella sér á fiskveiðar á framandi slóðum, sjá birni í sínu náttúrulega umhverfi eða kanna mikilfenglega þjóðgarðana – sem eru margrómaðir fyrir náttúrufegurð sína.

Anchorage

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 301.010 (2014)Svæði: 5,099 km²Samgöngur: Það er auðvelt að nýta sér þjónustu strætisvagna á svæðinu (The People Mover) og eru góður kostur ef þú ert nálægt strætisvagnaleið.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: Náttúran er í næsta nágrenni

Heillandi upplifun í bæ og sveit

Um 40% allra íbúa Alaska búa á Anchorage-stórborgarsvæðinu og því hafa ferðamenn bæði menningu og náttúru innan handar. Þar eru verslunarmiðstöðvar, söfn og flottir staðir fyrir mat og drykk.  

Vinsælir hjólastígar liggja um svæðið og ef þú hjólar eftir Tony Knowles Coastal-stígnum, sem teygir sig 17,7 km eftir strandlengjunni, er hæpið að þú verðir fyrir vonbrigðum – villt náttúra Alaska er ólýsanleg og teygir sig inn fyrir borgarmörkin. Fjöllin í Chugach State Park eru sannkallað leiksvæði fyrir útivistarfólk. 

Í bænum má finna Anchorage Museum þar sem er einstakt safn sem fagnar sögu, þjóðháttum og list fylkisins. Það er skemmtilegt að grúska á Alaska Native-söfnunum og kynnast svæðinu betur. Alaska Native Heritage Center er annar frábær staður þar sem hægt er að læra meira um sögu Alaska í gegnum endurgerð þorp frumbyggja og með sagnaarfi, dansi og handverki.

Fersk upplifun

Hið eina sanna bragð Alaska er af ferskum fiski. Þú finnur lúðu og lax á hverju horni, en þar er einnig hægt að smakka rauðan kóngakrabba, krækling, rækjur og ostrur – allt veitt í einum tærasta sjó heims.  

Dýralífið á svæðinu gerir líka að verkum að nóg er af villibráð og það er forvitnilegt að bera saman bragðið af hreindýrum Alaska og þeirra íslensku. Hvernig væri að gæða sér á hreindýrapylsum? 

Fjölbreytilegt mannlífið í Anchorage gæti komið þér á óvart og það er gaman að sjá hve mikið úrval er af alþjóðlegri matargerð. Hægt er að smakka mat allt frá Pólýnesíu, Víetnam og jafnvel frá Tíbet.  

Borgin er kannski lítil og afskekkt, en í spennandi matarvögnum finnur þú sömu matarhefðir í Alaska og tíðkast í hinum fylkjum Bandaríkjanna. Örbruggaður Alaskabjór smakkast líka ótrúlega vel – og kannski hefur kristaltæra vatnið sem notað er í hann einhver áhrif á það.

Brunað úr bænum!

Heimsókn til Anchorage er fullkomið tækifæri til að upplifa fallega náttúru suðvestur Alaska og einstakt dýralíf svæðisins, en þar lifa birnir, elgir, úlfar og hreindýr. Borgin er staðsett í námunda við fimm þjóðgasem státa af fjölbreyttu landslagi, snæhvítum jöklum og hrikalegum tindum.  

Helsta aðdráttaraflið er vafalaust Denali-þjóðgarðurinn og friðlandið, en þar eru hæstu fjöll Norður Ameríku. Fjallið Denali (sem áður fyrr hét Mount McKinley) gnæfir yfir landinu  en það er 6190 metrar á hæð.  

Ein eftirsóttasta skoðunarferðin er Denali Star-ferðin sem fer um Alaska Railroad. Landslagið er svo ótrúlegt að þú átt eftir að klessa nefið fast upp að rúðu lestarinnar í 12 tíma lestarferð frá Anchorage norður til Fairbanks. Á leiðinni stansar lestin við Denali-þjóðgarðinn.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!