Icelandair appið - fylgir þér alla leið | Icelandair
Pingdom Check

Bóka flug

Leitaðu að næsta áfangastað fyrir ferðalagið

Saga Club við höndina

Nýttu Saga Club aðildina til fulls

ic_airplanemode_active_48px

Flugupplýsingar

Allar upplýsingar um flugið á einum stað

Þægilegra ferðalag

Tilkynningar berast um flugið á réttum tíma

Frábær ferðafélagi

Icelandair appið fylgir þér í gegnum allt ferðalagið.

Byrjaðu á því að bóka flug með appinu. Allar flugupplýsingar verða geymdar á einum stað með appinu í símanum.

Þegar kemur að ferðalaginu, látum við þig vita hvenær þú getur innritað þig í flugið og sótt brottfararspjald án þess að þurfa að prenta það út! Þú getur einnig undirbúið flugið þitt með því að bæta máltíð við flugið, aukafarangri eða sæti með meira fótrými.

Eftir flugið geturðu skoðað upplýsingar um afstaðið, og Saga Club félagar geta einnig skráð Vildarpunkta eftir ferðina.

Saga Club í appinu

Icelandair appið og Saga Club smellpassa saman! Saga Club félagar geta nú auðveldlega skráð Vildarpunkta fyrir afstaðin flug og notað Vildarpunktana sína með appinu. Appið veitir einnig upplýsingar um hvernig hægt er að safna punktum með okkur og samstarfsaðilum okkar.

Þú getur einnig bætt Saga Club kortinu þínu við Apple eða Google Wallet, svo það er alltaf nálægt.

Meira nýtt

  • Upplýsingar um Saga Club aðildina þína og stöðu Fríðindastiga
  • Gott yfirlit yfir Saga Club fríðindin þín
  • Innskráning með Rafrænum skilríkjum nú möguleg

Fyrri útgáfur af appinu