Með Icelandair appinu er þægilegra að ferðast en nokkru sinni fyrr. Það er einfalt að bóka flugmiða, innrita sig í flug og sækja brottfararspjöld í snjallsímanum þínum. Við komum mikilvægum upplýsingum til þín þegar þú þarft á þeim að halda.
Nú stendur appið til boða bæði fyrir innanlands- og millilandaflug.
Sæktu appið á App Store eða Google Play.
Hvort sem þú bókaðir langt fram í tímann eða ferðalagið er handan við hornið, getur þú nálgast þær upplýsingar sem skipta máli fyrir hvern áfanga í ferðinni þinni með appinu. Fáðu yfirlit yfir ferðalög sem eru framundan, afstaðin og þau sem þú stendur í einmitt núna.
Þess gerist ekki þörf að prenta neitt. Farðu beint að brottfararhliðinu með brottfaraspjaldið í símanum þínum. Þú getur vistað brottfaraspjaldið í Apple Wallet eða náð í það í Icelandair appinu þegar þörf er á. Rafrænt brottfararspjald er ávísun á minni áhyggjur.
Auðvelt aðgengi að öllum Icelandair upplýsingunum þínum á einum stað. Kannaðu aðildarstöðu þína, fjölda uppsafnaðra Vildarpunkta og fríðindastiga og hafðu umsjón með upplýsingum á reikningnum þínum. Meðlimir í Icelandair Saga Club geta með einföldum hætti séð öll þau fríðindi sem aðildin veitir.
Næsta ferðin þín er við fingurgómana. Leitaðu að flugi með Icelandair eða samstarfsaðilum okkar og finndu spennandi áfangastað í símanum þínum. Þar að auki er einfalt að nýta gjafabréf Icelandair eða Vildarpunkta – notaðu þá til að greiða fyrir flugið, að hluta eða í heild, og safnaðu enn fleiri punktum.
Og svo geturðu gert ferðina þína þægilegri: veldu sætið sem þér líst best á, pantaðu aukaþjónustu og kynntu þér kynnisferðir og afþreyingu sem í boði er á áfangastaðnum. Hafðu Icelandair appið að leiðarljósi í ferðinni þinni.