Beint flug til Baltimore (BWI) | Icelandair
Pingdom Check

Beint flug til Baltimore

Það iðar allt af lífi í Baltimore, óvæntu sjarmatrölli sem fellur oftar en ekki í skuggann af nágranna sínum, Washington DC. Í raun er gæluheiti Baltimore-borgar Heillaborgin, Charm City – þú getur því allt eins búið þig undir að heillast af áhugaverðum og sögulegum merkisstöðum, áköfum íþróttaanda og frásögnum af sæköppum fortíðar.

Bókaðu beint flug til Baltimore með Icelandair og skelltu þér í könnunarleiðangra um austurströndina áður en þú upplifir krabbaveislur, gjörninga neðansjávar og hafnarferðir í Baltimore.

Baltimore

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 622.000 (2015)Svæði: 239 km²Samgöngur: Strætisvagnar, neðanjarðarlest og léttlestir ferja heimamenn og gesti, og smáferjur eru skemmtilegur valkostur fyrir útsýnisferðir. Charm City Circulator einfaldar að sama skapi ferðir, en það er floti smárúta sem keyra fjórar mismunandi leiðir og tengja saman stærri svæði og ferðamannastaði.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: Inner Harbor – Fells Point – Mount Vernon – Canton – Hampden

Sagnir af sjónum og brallað á bryggjunni

Það ætti ekki að fara framhjá neinum að þessi borg tengist sjónum sterkum böndum. Áminningar um það er að finna á hverju horni, allt frá stórum skipum í höfn borgarinnar yfir í eitt helsta aðdráttarafl hennar (risavaxið sædýrasafn), svo ekki sé minnst á gómsætar kræsingar af svæðinu (Maryland gráðukrabba ættu allir að smakka).

Þegar haldið er í leit að því sem einkennir staðinn, er best að hefja för í Inner Harbor, þar sem finna má glæsilegt safn gamalla skipa og áhugafólk um sjóminjar ættu ekki að þurfa að renna blint í sjóinn. Það er nóg um að vera í National Aquarium, sem er með betri stöðum til að sjá hákarla, höfrunga og dýralífssýningar sem spanna allt frá regnskógum til kóralrifja. Það ætti heldur enginn áhugamaður um sögu að láta Fort McHenry framhjá sér fara, stjörnulaga varnarvirki sem stóð af sér áhlaup Breta árið 1812 og er fæðingarstaður bandaríska þjóðsöngsins, „The Star-Spangled Banner“.

Krabbaklær og kökubitar

Það kemur svo sem ekkert á óvart – með alla þessa strandlengju sem liggur að Chesapeake-flóa fyrir augunum, er kannski óhjákvæmilegt að sjávarfang skuli vera það sem helst er á boðstólnum hvert sem komið er. Gráðukrabbinn er efstur á lista: samkvæmt hefðinni er hann gufusoðinn og létt-kryddaður, en við mælum með að þú smakkir krabbakökur, sérstaklega þessar frá Faidly’s, sem er bás á hinum sögufræga Lexington-markaði (og hefur verið þar síðan 1886) sem selur sjávarfang og –rétti sem eru í miklu uppáhaldi hjá heimamönnum. Annað góðgæti af svæðinu er svo Berger-smákakan en þessi mjúka og gómsæta smákaka er oftar en ekki þakin þykku súkkulaðikremi.

Þegar spurt er um frekari veiðilendur fyrir sælkera koma upp í hugann hverfi eins og Little Italy (segir sig nokkuð sjálft), hið sögufræga Fells Points-hverfi (en þar eru lítil kaffihús og ostrustaðir við steinilagðar götur) og Mount Vernon (til að hlaða batteríin aðeins á milli allra menningarviðburðanna). Það er svo ljómandi að fá sér í glas í Mid-Town Belvedere, þar sem brugghús og kokteilbarir draga að nátthrafna og veisluglaðara fólk.

Brunað úr bænum

Það er ekki langt frá Baltimore til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington DC (en nógu langt þó) – en 65 km skilja borgirnar að. Ef stjórnmál og kennileiti þeim tengd heilla ekki, skaltu íhuga að heimsækja Annapolis, höfuðborg Maryland-fylkis, þar sem mikið er um sjóminjar, sögu og hefðir tengdar hafinu. Enn sunnar liggur lítið bæjarfélag, St. Mary’s City, sem er afturhvarf til nýlendutímanna, en liggi leiðin inn í land er Frederick fullkominn staður fyrir stutta helgarferð í fínni kantinum.

Ef salt sjávarloftið kallar, taktu stefnuna þá á Chesapeake-flóa eða þvert yfir Delmarva-skagann í sumargleðina í sjávarborginni Ocean City, þar sem þú finnur Atlantshafsstrendur svo langt sem augað eygir, með tilheyrandi plankalögðum göngustígum, skemmtigörðum og sjávarréttarkofum. Of mikið að gera? Hægðu ferðina þá aðeins og slakaðu á innan um sandöldur og villihross á Assateague-eyju.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!