Flug frá Íslandi til Barcelona, Spáni | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Barcelona

Barcelona hittir þig samstundis í hjartastað og það er auðvelt að sjá hvers vegna: heiðblár himinn, borgarstrendur, ljúffeng paella, barir sem opnir eru langt frameftir, sérkennileg list og arkitektúr sem fær þig til að brosa. Er Barcelona hinn fullkomni áfangastaður fyrir borgarferð? Það gæti bara vel verið. 

Láttu eftir þér að kíkja til Barcelona og smakka tapas-réttina og skoða byggingarlist Gaudís. Sjáðu hvernig listin, arkitektúrinn, náttúran og menningin tvinnast fallega saman.

Icelandair flýgur til Barcelona frá 1. apríl til 28. október 2023.

Barcelona

Spánn
Fólksfjöldi: 1,609 miljón (2016)Svæði: 101,9 km²Samgöngur: Um Barcelona liggur neðanjarðarlestarkerfi, þar sem loftkældir vagnarnir fara með þig á alla helstu ferðamannastaði borgarinnar. Lestin er sérstaklega hentug á sumrin þegar það er orðið of heitt fyrir gönguferðir um borgina.Gjaldmiðill: EvraSpennandi hverfi: Gràcia - Eixample - El Born - Barri Gòtic - El Raval

Bragðgott tapas og gotterí af markaðnum

Það er ekki hægt að neita því, Barcelona er einn af bestu áfangastöðum í heimi þegar kemur að mat. Það gæti verið erfitt fyrir þig að standast ákall tapas smáréttanna, ferska sjávarfangsins, jamón og sangríunnar. Auk þess er listinn yfir veitingastaði með Michelin-stjörnu í Barcelona ansi langur.

Þú getur byrjað hér: Helsti matvörumarkaður Barcelona er Mercat de la Boqueria en hann er staðsettur á Römblunni eða Las Ramblas. Hann samanstendur af bragðgóðri litadýrð sem heillar jafnt augu og bragðlauka. Hér eru einnig tapasbarir þar sem hægt er að stoppa við og hlaða batteríin.

Það er hægt að fá eitthvað gott að borða um alla borg. Við vatnsbakkann er að sjálfsögðu hægt að fá sjávarfang og paella, við L’Eixample eru fínni veitingastaðir og yfir Gr­­àcia liggur ungæðislegur andi þar sem góður matur og barir prýða hvert torg.

Meistaraverk módernistanna

Sérkennileg listfengi Antoní Gaudí hefur sett svo einstakt mark á Barcelona að borgin er nánast samnefnari fyrir list og arkitektúr. Eftir hann liggur fjöldi bygginga, allt frá hinu ævintýralega Casa Batlló til skemmtilega og sérviskulega Parc Güell, sem samanstendur af ringulreið bogalína og litríkra flísa. Hans helsta arfleifð er þó La Sagrada Família – ótrúleg en ófullgerð dómkirkja. Staldraðu við og njóttu augnabliksins. 

Gaudí var ekki eini meistarinn sem tengist Barcelona sterkum böndum – hvað finnst þér um listamennina Pablo Picasso, Joan Miró og Salvador Dalí? Það er þó fleira spennandi í Barcelona en verk eftir listamenn súrrealismans; saga borgarinnar er einnig stórmerkileg og gotneska hverfið Barri Gòtic er stútfullt af fornum gersemum. Fyrir fótboltaáhugamenn er fátt sem toppar heimsókn á Camp Nou, heimavöll hins vinsæla Barcelona Football Club.

Tískudrósir og góð kaup

Spænsk tískumerki – eins og Zara, Mango og Massimo Dutti – eru vel þekkt um allan heim. Við lítil stræti Barcelona leynist þó ýmislegt sem er vel peninganna og töskuplássins virði. Fólk í verslunarleiðangri mun gleðjast þegar það uppgötvar tískuverslanir nýrra hönnuða, frábærar verslunarmiðstöðvar við vatnsbakkann og götumarkaði sem selja sælkeravörur.

Það er gaman að kíkja á úrvalsvörur á afslætti í götunum sem eru suðvestur af hverfinu Passeig de Gracia. Kannaðu vinnustofurnar og litlu verslanirnar í El Born eða ráfaðu um þröngar götur Barri Gòtic til að grafa upp dýrgripi. Ef þú vilt frekar rölta um innandyra þá er Las Arenas einstök verslunarmiðstöð sem var eitt sinn nautaatshringur! Ekki missa af göngusvæðinu á þakinu þar sem hægt er að taka myndir af fallegu borgarlandslagi Barcelona.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!