Beint flug til Bergen
Noregur myndi skora hátt ef keppt væri í heimsins fallegasta landi. Bergen er ein fegursta borg landsins og gátt að stórbrotnum fjörðum vesturstrandarinnar. Í stuttu máli: Bergen ætti að vera á lista yfir þá staði sem þú hefur sótt heim.
Icelandair býður ódýr flug reglulega til Bergen þar sem hægt er að upplifa fyrsta flokks borgarlíf í bland við einstaka náttúru. Kannaðu firðina, arkaðu fjallastígana og njóttu lífsins í óviðjafnanlegri náttúru.