Ef þig langar að sjá mikilvægi fisks í norsku mataræði er tilvalið að halda niður á Fisktorget í miðbænum og smakka á bragðgóðu sjávarfangi, nýveiddu út af fiskimiðum Bergen. Básar selja samlokur með rækjum, krabba og laxi og einnig er hægt að fá fisk og franskar eða skál af hinni sjóðheitu og margrómuðu fiskisúpu borgarinnar.
Lífið er þó ekki bara fiskerí og Bergen hefur á sér orðspor fyrir góða matseld. Hér eru klassískir veitingastaðir af gamla skólanum staðsettir í sögulegu byggingunum við höfnina.
Hér er einnig að finna nútímalega og nýnorræna nálgun í matargerð þar sem kokkar þeirrar stefnu virðast veifa töfrasprota með árstíðabundnu og svæðisbundnu hráefni þannig að allt smakkast vel (sjávarfang, að sjálfsögðu, en einnig villibráð og villt ber). Vínbarir, flott kaffihús og örbrugghús eru fínir staðir til að staldra við á, sérstaklega þegar þeim fylgja gullfallegt útsýni yfir sjóinn og fjalladýrð.