Flug til Denver
Þessi borg kemur skemmtilega á óvart og býður upp á góða blöndu af útivist og fágaðri borgarmenningu. Í vestri ber Klettafjöllin við sjóndeildarhringinn og það er erfitt að svara ekki kalli þeirra. Skemmtileg staðreynd: Denver er nákvæmlega í einnar mílu (1,6 km) hæð yfir sjávarmáli og er því oft kölluð Mile High City, eða Míluborgin.
Icelandair býður ódýr flug til Denver, en borgin er framúrskarandi bækistöð fyrir ævintýri í Klettafjöllunum, hvort sem þú skellir þér á skíði, í gönguferð eða fjallahjólreiðar.