Flug til Denver, ódýrt flug til USA, beint flug til Denver, Colorado | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Denver

Þessi borg kemur skemmtilega á óvart og býður upp á góða blöndu af útivist og fágaðri borgarmenningu. Í vestri ber Klettafjöllin við sjóndeildarhringinn og það er erfitt að svara ekki kalli þeirra. Skemmtileg staðreynd: Denver er nákvæmlega í einnar mílu (1,6 km) hæð yfir sjávarmáli og er því oft kölluð Mile High City, eða Míluborgin.

Icelandair býður ódýr flug til Denver, en borgin er framúrskarandi bækistöð fyrir ævintýri í Klettafjöllunum, hvort sem þú skellir þér á skíði, í gönguferð eða fjallahjólreiðar. 

Denver

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 682.545 (2015)Svæði: 401,4 km²Samgöngur: Þú kemst nokkur hvert sem er í Míluborg með lest eða strætisvögnum, með því að nota RTD og oft ertu fljótari þannig heldur en með bíl.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: LoDo - LoHi - Cherry Creek - Uptown - Capital Hill

300 dagar af sólskini

Þessi borg er ung í anda og hér er sko oft heiðskírt – í Denver skín sólin 300 daga á ári. Hjólastígar og garðar dreifa úr sér og halda heimamönnum uppteknum, svo ekki sé talað um brugghúsin og tónlistarhúsin. Matseld og listir blómstra í borginni og Denver Art Museum er listasafn á heimsmælikvarða – sem vert er að skoða. Hluti af safninu er í Hamilton Building, sem er nútímalegt og formfagurt meistarverk. Þar er að finna stærsta safn Bandaríkjanna af listaverkum eftir frumbyggja landsins. Það er einnig mögnuð umhverfislist og margt annað að sjá í miðbæ Denver.

Langar þig á tónleika? Einn af hápunktum Colorado er að fara á tónleika undir berum himni í Red Rocks, sem er í um 24 km fjarlægð frá Denver. Þetta er náttúrulegt hringleikahús sem liggur á milli klettadranga úr rauðum sandsteini og er einn fallegasti tónleikastaður Bandaríkjanna.

Afþreying við LoDo

Rétt norðvestur af miðbænum er flott og sögulegt hverfi, sem í daglegu tali gengur undir nafninu LoDo (Lower Downtown). Þar er búið að gera margar byggingar upp og hefur það blásið lífi í hverfið, sem nú státar af veitingahúsum, börum, verslunum og galleríum, ásamt ótrúlegum fjölda af brugghúsum og bruggkrám. Union Station-byggingin í LoDo er frá árinu 1914 og hefur verið fallega enduruppgerð. Hún hýsir nú fjölmarga veitingastaði, bari og jafnvel hótel! Þetta er frábær staður til að smakka á réttum eftir eftirlætiskokka borgarinnar.

Chic Highlands er annað gróskumikið svæði fyrir mat og drykk. Staldraðu við í mathöllinni Avanti þar sem þú getur fengið veitingar frá sjö mismunandi veitingastöðum. Það er þó erfitt að slá út lautarferð í góðu veðri í hinum fallega City Park eða einhverjum hinna stórbrotnu grasagarða.

Farðu úr bænum!

Frá flugvellinum er 20 mínútna akstur til fjallsróta Klettafjallanna og þar eru fjölbreyttir möguleikar til útivistar: gönguferðir, flúðasiglingar, kajakferðir, fiskveiðar, fjallaklifur, sem og stórgóðir golfvellir. Veturnir gefa sumartímanum ekkert eftir og þú veist hvað þín bíður: Skíði, snjóbretti og hví ekki lauma sér í smá „après ski“ þegar það býðst?  

Colorado státar af einhverjum bestu skíðasvæðum heimsins og í innan við 2 klukkustunda akstursfjarlægð frá Denver eru skíðaparadísirnar Keystone, Breckenridge og Winter Park. Ef þú ferð aðeins lengra vestur finnur þú svo allra frægustu og vinsælustu skíðastaðina í Colorado: Vail og Aspen.

Það eru óteljandi staðir í náttúru Colorado sem vert er að skoða. Ef þig langar að sjá sem mest, mælum við með ferð að sumri um hæsta malbikaða veg Norður-Ameríku. Hann leiðir þig upp á tind fjallsins Mt. Evans sem er um 4.300 metra hátt! 

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!