Beint flug með Icelandair til Detroit, Bandaríkjunum | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Detroit

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í Detroit á síðastliðnum árum og við erum spennt fyrir komandi tímum. Viltu sjá breytinguna með eigin augum? Það er ástæða fyrir því að Time magazine nefndi Detroit sem einn af Bestu stöðum ársins 2022.

Komdu með okkur og kannaðu fæðingarstað Motown tónlistarinnar, heimsþekkta hönnun og list, líflega matarsenu og margt annað sem hefur glætt þessa sögulegu borg nýju lífi.

Icelandair býður upp á beint flug til bílaborgarinnar Detroit, sem bíður þess að vera uppgötvuð upp á nýtt.

Icelandair flýgur til Detroit frá 18. maí til 30. október 2023.

Detroit

Bandaríkin
Fólksfjöldi: 4,3 milljónirSvæði: 370 ferkílómetrarSamgöngur: Auðveldasta leiðin til að ferðast um bílaborgina sjálfa er með bíl. Hægt er að kanna miðbæ Detroit fótgangandi en þar eru líka ágætar almenningssamgöngur. QLine strætisvagnakerfið gengur í gegnum öll helstu hverfi, eins og Midtown og Downtown.Gjaldmiðill: BandaríkjadalurSpennandi hverfi: Downtown – Midtown – Corktown – West Village – Greektown

Stórborgin Detroit

Uppruna Detroit sem heimsborgar má rekja til bílaiðnaðarins í byrjun 20. aldar. Frá þeim tíma standa fjölmargar magnaðar Art Deco byggingar og Henry Ford safnið, sem samanstendur af ótrúlegum sígildum bílum og öðrum skemmtilegum sýningum.

Tónlistarleg arfleifð borgarinnar telur Motown-hljóminn sem spratt upp á 5. áratug síðustu aldar og gat af sér frægt tónlistarfólk á borð við Ettu James, Marvin Gaye, Díönu Ross og Stevie Wonder. Motown tónlistarsafnið er engu líkt og ómissandi áfangastaður fyrir tónlistarunnendur.

Detroit er einnig fyrsta bandaríska borgin til að hljóta nafnbótina UNESCO City of Design, enda stútfull af götulist sem og þekktari verkum sem finna má í Detroit Institute of Arts. Fyrir einstaka útilist er Heidelberg staðurinn fyrir þig.

Matargerð í Detroit

Upplifðu matargerð Detroit-búa á Eastern Market frá 1891 – þetta er stærsti bændamarkaður í Bandaríkjunum og í nágrenni hans eru góðir veitingastaðir og verslanir. Athugaðu opnunartíma markaðsins, hann er opinn allan ársins hring á laugardögum og einnig á þriðjudögum og sunnudögum á sumrin.

Detroit er einnig þekkt fyrir marga rétti, Detroit-style pizza rekur uppruna sinn til ömmupizzu Sikileyjar – ferköntuð pizza bökuð í móti sem gefur henni stökka skorpu og vel glóðaðan ost. Coney Island pylsur með chili, lauk og sinnepi og corned beef samlokur eru einnig vel þess virði að smakka.

Um alla borg eru meistarakokkar sem galdra fram sælkerarétti á kaffihúsum og nýjum veitingastöðum, sérstaklega í Corktown.

Fyrir heimsmatargerð er Greektown fyrir grískan mat, Hamtramck fyrir pólskan mat og Dearborn fyrir arabískan mat.

Afþreying í nágrenni Detroit

Það er margt skemmtilegt að upplifa innan borgarmarka Detroit, en það eru einnig áhugaverðir staðir í næsta nágrenni. Það er stutt yfir til Kanada, og Niagara fossar eru í um 380 km fjarlægð (sem er stutt á bandarískum mælikvarða!).

Nær Detroit er Belle Isle Park, eyja staðsett í Detroit ánni við miðbæ Detroit. Hún er aðgengileg um brú og þar er að finna dýragarð, sædýrasafn, sólskála, strönd og safn sem er tileinkað vötnunum miklu. Önnur afþreying sem hægt er að stunda eru gönguferðir, grill, hjólreiðar, kajak og fleira.

Í stuttri fjarlægð er háskólabærinn Ann Arbor sem er reglulega á lista yfir þá staði þar sem best er að búa í Bandaríkjunum. Detroit er 70 km frá Ann Arbor og Amtrak lest gengur á milli borganna, sem tilvalið er að heimsækja fyrir áhugaverða listasenu og skemmtilegan kúltúr.

Besti tíminn til að heimsækja Detroit

Michigan er eitt af þeim fylkujm Bandaríkjanna sem gaman er að heimsækja allt árið um kring.

Að því sögðu, er tímabilið frá apríl fram í maí og frá nóvember fram í desember æskilegt fyrir þau sem vilja forðast mesta ferðamannatímann. Veðurfar er líka gott á haustin og vorin.

Ef þú ferðast utan háannatíma ferðamennskunar býðst líka betra verð á gistingu og flugi.

En Detroit hefur líka sinn sjarma yfir vetrartímann og býður upp á gnægt af jólamörkuðum, jólaljósum og skautasvellum.

Við mælum með því að þú bókir flug til Detroit með góðum fyrirvara, til þess að fá sem hagstæðast verð.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!