Flug til Portland með Icelandair, verð frá

Flug til Portland á næstu þremur mánuðum

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Gefðu frí um jólin: Vinnur þú 500.000 kr. gjafabréf?

Planaðu ferðalag til Portland með góðum fyrirvara

kr.
FráReykjavík (KEF)TilPortland (PDX)Báðar leiðir
/
Economy
16. maí 2024 - 31. maí 2024

Frá

88.605 kr.*

* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.

Ferðalag til Portland

Icelandair býður ódýrt beint flug til Portland. Íbúafjöldi á Portland svæðinu nemur um 2,3 milljónum íbúa. Portland er í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Seattle.

Allir byrja smátt, og Portland í Oregon-fylki er þar engin undantekning. Borgin byrjaði sem áningarstaður við ána Willamette fyrir ferðalanga á leið milli borgarinnar Oregon og Vancouver-virkisins um miðja 19. öld og hefur allar götur síðan vaxið og dafnað.

Næring andans - og magans

Þú getur glatt andann á margan hátt í Portland. Til að mynda er þar víðfrægur rósagarður, International Rose Test Garden, þar sem 8.000 rósategundir fylla loftið angan og gleðja augað ekki síður, enda litfagrar með meiru. Eins geturðu svalað fróðleiksþorstanum í Oregon Museum of Science and Industry. Sértu meira fyrir upplyftingu bragðlaukanna eru þér margir vegir færir. Þú getur hafið vegferð þína á bændamarkað sem selur allt frá grænmeti og tilbúnum réttum til osta og komið svo við á VooDoo Doughnut þar sem kleinurhringjahefðinni er lyft upp á æðra plan.

Fjölbreyttir útivistarmöguleikar í Portland

Jafnvægi er mikilvægt og þú getur kannað útivistarmöguleika borgarinnar með ýmsum hætti á meðan þú dvelur þar. Spókaðu þig í almenningsgarði, kannaðu gönguleiðir í Forest Park, fáðu náttúrufegurð beint í æð við Oneonta Gorge, sigldu á kayak á Willamette ánni sem borgin stendur við, njóttu útsýnisins frá Mt Tabor City Park, eða skoðað borgina á hjóli. Möguleikarnir eru nær óþrjótandi.

Gott að vita

Flugvöllurinn, Portland International Airport (PDX) og er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá miðborg Portland. Hægt er að taka lest, strætó, leigubíl eða hótelskutlu í miðborgina og tekur ferðin að meðaltali 20 – 40 mínútur.