Flug til Raleigh-Durham með Icelandair, verð frá
Flug til Raleigh-Durham á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Raleigh-Durham (RDU)Reykjavík (KEF)-
Raleigh-Durham (RDU)Reykjavík (KEF)-
Raleigh-Durham (RDU)Reykjavík (KEF)-
Raleigh-Durham (RDU)Reykjavík (KEF)-
Raleigh-Durham (RDU)Reykjavík (KEF)-
Raleigh-Durham (RDU)Reykjavík (KEF)-
Raleigh-Durham (RDU)* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.
Planaðu ferðalag til Raleigh-Durham með góðum fyrirvara
FráReykjavík (KEF) | TilRaleigh-Durham (RDU) | Báðar leiðir / Economy | 04. apr. 2024 - 11. apr. 2024 | Frá 102.545 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilRaleigh-Durham (RDU) | Báðar leiðir / Economy | 20. mar. 2024 - 31. mar. 2024 | Frá 80.255 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilRaleigh-Durham (RDU) | Báðar leiðir / Economy | 07. apr. 2024 - 12. apr. 2024 | Frá 81.755 kr.* |
FráReykjavík (KEF) | TilRaleigh-Durham (RDU) | Báðar leiðir / Economy | 21. ágú. 2024 - 06. sep. 2024 | Frá 95.105 kr.* |
* Þau verð sem birtist á síðunni hafa verið tekin saman síðustu 72 klst. og vera má að þau séu ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir valkvæðar viðbætur.
Ferðalag til Raleigh-Durham
Þríhyrningurinn í Norður-Karólínu er kannski ekki vel þekktur utan Bandaríkjanna en mætti vel vera það – sérstaklega fyrir þann fjölda gáfnaljósa sem þar búa. Þrjár helstu borgirnar, Raleigh, Durham og Chapel Hill, mynda svokallaðan þríhyrning þekkingar og eru meðal þeirra borga í Bandaríkjunum með hæsta menntunarstig íbúa. Það er þess virði að kíkja í heimsókn, því Norður-Karólínubúar eru einnig þekktir fyrir það hve vinalegir þeir eru.
Icelandair býður flug á góðu verði til Raleigh-Durham. Þetta er rétti áfangastaðurinn ef þig langar að kíkja á strendurnar í Norður-Karólínu, upplifa ekta háskólastemningu og smakka góðan mat, eða óteljandi kraftbjóra.
Meðal áhugaverðra staða í nágrenni við Raleigh-Durham má nefna Blue Ridge Parkway í Norður-Karólínu, stórkostlegan fjallgarð sem hefur meðal annars að geyma þjóðgarðana Shenandoah og Great Smoky Mountains.
Háskólalíf, golfvellir og verslanir
Raleigh, Durham og Chapel Hill mynda í sameiningu þríhyrning sem er þekktur fyrir framúrskarandi háskóla á sviði rannsókna. Þar eru tvö háskólasvæði, við Norður-Karólínu háskóla í Chapel Hill og Duke-háskóla í Durham. Svæðin eru reglulega efst á lista yfir fallegustu háskólasvæði landsins.
Höfuðborg Norður-Karólínu er Raleigh, falleg og gróðursæl borg sem staðsett er mitt á milli strandlengjunnar og fjalladýrðarinnar, góður miðpunktur ef kanna á allt það sem fylkið státar af. Í um klukkutíma akstursfjarlægð suður frá Raleigh er hinn eftirsótti Pinehurst No. 2 golfvöllur sem ætti að laða golfunnendur að í massavís.
Verslunarsvæðin hér eru ekki af verri endanum. Í Raleigh má þræða Crabtree Mall og The Streets of Southpoint í Durham er skemmtilegur verslunarkjarni sem býður upp á góð kaup. Þríhyrningnum fylgir einnig fjölbreytt íþróttastarf – farið á spennandi leiki í háskólakörfuboltanum, eða fylgist með íshokkíliðinu Carolina Hurricanes á heimavelli sínum í Raleigh.
Maturinn
Spennandi matarsena er oft fylgifiskur borga sem laða að námsmenn og ungt fagfólk. Það hefur gert þríhyrninginn að spennandi áfangastað sem hefur upp á svo margt að bjóða - flott söfn, græn svæði, lifandi tónlist, fjölbreytta íþróttaviðburði, áhugaverðar listir, góða veitingastaði, matarvagna og ærandi kraftbjórastemningu.
Krispy Kreme og Pepsi koma frá Norður-Karólínu en við mælum þó með fjölbreyttara fæði á meðan ferðalagið stendur yfir. Ástríða Norður-Karólínubúa er fólgin í BBQ (sérstaklega svínakjöti) og réttum sem einkennir Suðurríkin (djúpsteiktur kjúklingur, “biscuits and gravy”), en við strandlengjuna er hægt að smakka bragðgott sjávarfang hverrar árstíðar fyrir sig.
Þetta og meira er allt fáanlegt innan þríhyrningsins sem og utan hans – hvort sem það er beint frá býli, hversdagsmatur og fínni matseld. Raleigh og Durham eru nauðsynlegir áningarstaðir fyrir matgæðinga og toppa reglulega lista fyrir góða veitingastaði í suðrinu.
Undraheimur Norður-Karólínu
Það er margt að sjá og uppgötva í Norður-Karólínu, til dæmis Great Smoky Mountains þjóðgarðinn sem er vinsælasti þjóðgarður Bandaríkjanna. Það er ekki að ósekju, fagurgrænn skógurinn, villt dýralífið og fossarnir í allri sinni dýrð endurnæra anda þeirra sem sækja þjóðgarðinn heim. Fjöllin eru kölluð “the smokies” eða „reykfjöllin“ þar sem alltaf er stutt í þokumóðuna. Skoðið fjallgarðinn seint um vor fyrir villtar blómabreiður, eða á haustin fyrir litríka fegurð haustlaufanna.
Það eru 450 km frá Raleigh til þjóðgarðsins en ferðalag um þjóðvegi Norður-Ameríku svíkur engan – Asheville er oft talinn svalasti bær Bandaríkjanna og gengur líka undir heitinu höfuðborg bjórsins í BNA. Þar eru flest brugghús miðað við höfðatölu í Bandaríkjunum!
Það er einnig gaman að keyra um Blue Ridge Parkway en það er einmitt vinsælasti vegkafli Bandaríkjanna. Þetta er 755 km löng leið meðfram Blue Ridge-fjallgarðinum og tengir saman Shenandoah og Great Smoky Mountains þjóðgarðana.
Ef þú hefur áhuga á flugi ætti strönd Norður-Karólínu að vekja áhuga þinn - heimsæktu Wright Brothers minnisvarðann við Kitty Hawk. Þar fóru Wright bræður í fyrsta vélknúna flugið árið 1903.