Beint flug til Gautaborgar
Næst stærstu borgir Skandinavíu falla oft í skuggann af höfuðborgunum en þær eru þó allar tilvaldar fyrir framúrskarandi helgarferðir. Gautaborg er önnur stærsta borg Svíþjóðar, falleg og býður upp á ýmislegt eins og frábæran mat, verslanir, hátíðir, græn svæði og barnvæna afþreyingu.
Icelandair býður upp á ódýr flug reglulega til Gautaborgar þar sem ferðalangar geta ferðast um borgina í sporvögnum, farið í rússíbana, hlustað á lifandi tónlist eða borðað á Michelin-stjörnu veitingastöðum.