Gjafabréf Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Gjafabréf Icelandair

Gleddu þá sem þér þykir vænt um og uppfylltu langþráða ferðadrauma.

Viltu gefa ævintýri í jólagjöf?

Jólin eru handan við hornið og kannski ævintýrin líka — að minnsta kosti ef gjafabréf frá okkur kemur upp úr pakkanum!

Með því getur þú bókað flug á alla áfangastaði Icelandair sem og pakkaferðir VITA. Þar að auki gilda þau í heil fimm ár frá útgáfudegi.

Vinnur þú 500.000 króna gjafabréf?

Við ætlum að gefa 100.000 króna jólagjafabréf þann 1., 8. og 15. desember.

Síðasti vinningurinn, gjafabréf að upphæð 500.000 krónur, verður svo dreginn þann 22. desember.

Það er einfalt að taka þátt: Allir sem kaupa gjafabréf fyrir andvirði 10.000 króna eða meira, hvort heldur greitt er með peningum eða Vildarpunktum, fara sjálfkrafa í pottinn.

Hvert gjafabréf sem þú kaupir eykur líkurnar á að nafnið þitt verði dregið út. Fimm gjafabréf fimmfalda þannig vinningslíkurnar.

Nýr vinningshafi verður dreginn á hverjum föstudegi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Jólagjafabréf fyrir starfsfólk fyrirtækja

Ferðalag í jólapakkann kveikir tilhlökkun á hverju heimili. Þess vegna er jólagjafabréf Icelandair spennandi gjöf til starfsfólks sem flestir geta nýtt sér.

Gjafabréfunum þarf að ráðstafa innan 2 ára frá útgáfu og nýtast handhöfum sem peningagreiðsla upp í flug til allra okkar áfangastaða, bæði millilandaflug og innanlandsflug sem og í pakkaferðir með Icelandair VITA.

Gjafabréfin eru send á rafrænu formi en við getum einnig aðstoðað með prentun bréfa.

Ef þú vilt panta jólagjafabréf fyrir fyrirtæki eða fá nánari upplýsingar, hafðu vinsamlega samband á netfangið [email protected] eða í síma 505 0757.

Svona kaupir þú gjafabréf

  1. Fyrst velur þú þá mynd sem þú vilt hafa á gjafabréfinu.
  2. Næst velur þú þann fjölda gjafabréfa sem þú vilt kaupa, upphæð fyrir hvert gjafabréf og gjaldmiðil. 
  3. Notaðu textagluggann til að skrifa falleg skilaboð handa þeim aðila sem á að fá gjafabréfið.
  4. Þegar útlitið gjafabréfinu er eins og þú vilt hafa það geturðu lokið við kaupin. Þú getur borgað fyrir gjafabréfið með Vildarpunktum eða peningum.

Svona notar þú gjafabréf

Þegar þú hefur valið flug og það kemur að því að greiða fyrir flugið í bókunarferlinu, skaltu smella á Nota aðra greiðslumáta. Þá opnast gluggi þar sem þú getur slegið inn einn eða fleiri gjafabréfakóða. Það er ekki hægt að nota gjafabréfin eftir að búið er að bóka, heldur aðeins á meðan þú bókar flugið.

Beðið verður um greiðslukortaupplýsingar í ferlinu sem öryggisráðstöfun, jafnvel þó að öll ferðin sé greidd með gjafabréfum. Ef gjafabréfið dugir ekki fyrir greiðslu fyrir flugið verður eftirstandandi upphæð gjaldfærð af greiðslukorti. Eftir að bókun lýkur færðu sendan rafrænan farmiða og kvittun í tölvupósti.

Athugaðu:

Lestu vel yfir skilmála fyrir gjafabréf, þar sem þeir geta verið mismunandi eftir tegundum gjafabréfa.