Pingdom Check

Gjafabréf Icelandair

Varðveitum góðar minningar og búum til nýjar.

Kaupa gjafabréf Icelandair

eða Skoða stöðu gjafabréfs

Gjöfin sem gleður

Ertu að leita að gjöf sem allir óska sér og gleður vini og ættingja á öllum aldri, bæði hér heima og erlendis? Það er einfalt mál því gjafabréf Icelandair hitta alltaf í mark enda gjöf sem er lykill að ánægjulegri upplifun og ómetanlegum minningum. 

Icelandair flýgur til tæplega 50 áfangastaða svo allir geta fundið sér draumaferð við hæfi.

Skilmálar gjafabréfa

Gjafabréf Icelandair gilda sem peningagreiðsla upp í öll flug Icelandair. Engar takmarkanir eru á ferðatíma eða lengd dvalar umfram reglu fargjalds hverju sinni. Gjafabréfin gilda í fimm ár frá útgáfudegi. 

Vinsamlega athugið að þegar gjafabréf eru keypt í erlendri mynt, miðast verðgildi gjafabréfsins við gengi dagsins þegar gjafabréfið var keypt en ekki notkun þess (bókun flugmiða). 

Endursala á gjafabréfum Icelandair er ekki leyfð í gegnum vildarklúbba eða vildarkerfi fyrirtækja, nema að höfðu samráði við Icelandair.