Gefðu draumaferð fjölskyldu eða vina byr undir báða vængi.
Áttu í vandræðum með að velja gjöf sem hittir í mark hjá þínum nánustu? Hvað með að gefa ávísun á flugferð en láta viðtakandanum eftir að velja hvaða land skuli leggja undir fót?
Handhafar gjafabréfa Icelandair geta valið milli fleiri en 35 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Gjafabréfin eru tilvalin handa ættingjum og ástvinum á öllum aldri, nær og fjær, innanlands sem utan.
Gjafabréf Icelandair gilda sem peningagreiðsla upp í öll flug Icelandair.
Engar takmarkanir eru á ferðatíma eða lengd dvalar umfram reglu fargjalds hverju sinni.
Gjafabréfin gilda í fimm ár frá útgáfudegi.