Fljúgðu beint til Gran Canaria með Icelandair
Gran Canaria er sannkölluð paradís fyrir fríið þitt. Hún er þriðja stærsta eyja Kanaríeyjaklasans og býður upp á flest allt sem hugurinn girnist þegar kemur að afþreyingu.
Langar þig að eiga rólega daga á fallegri strönd, upplifa stórbrotna náttúru á hjóli eða tveimur jafnfljótum eða njóta lífsins lystisemda í mat og drykk? Þá er Gran Canaria fyrir þig, hún er nefnilega meira en þú heldur!
Við erum afar glöð að bæta Gran Canaria við úrval áfangastaða okkar. Flogið verður í morgunflugi á þriðjudögum í vetur. Frá nóvember og út janúar verður flogið aðra hverja viku, en síðan vikulega fram til 11. apríl. Bókaðu flugið þitt og leyfðu sólinni að leika við þig.