Fljúgðu beint til Gran Canaria með Icelandair
Gran Canaria er sannkölluð paradís fyrir fríið þitt. Hún er þriðja stærsta eyja Kanaríeyjaklasans og býður upp á flest allt sem hugurinn girnist þegar kemur að afþreyingu.
Langar þig að eiga rólega daga á fallegri strönd, upplifa stórbrotna náttúru á hjóli eða tveimur jafnfljótum eða njóta lífsins lystisemda í mat og drykk? Þá er Gran Canaria fyrir þig, hún er nefnilega meira en þú heldur!
Við erum afar glöð að bæta Gran Canaria við úrval áfangastaða okkar. Bókaðu flugið þitt og leyfðu sólinni að leika við þig.
Icelandair VITA er einnig með góð hótel og fyrirtaks þjónustu í pakkaferðum sínum. Bókaðu allt á einum stað og upplifðu betri ferð fyrir betra verð.