Flug til Halifax
Eftirlætisiðja Halifaxbúa er dagsferð til Peggy Cove. Það er eitt mest heimsótta (og ljósmyndaða) sjávarþorp í Kanada og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Rauðir og hvítir vitar við grófskorna ströndina, litlar hafnir fullar af bátum og töfrandi landslag. Peggy Cover er í 45 km fjarlægð suðvestur af Halifax.
Örlítið lengra (í um 100 km fjarlægð) er hin fallega Lunenburg, staður á heimsminjaskrá, sem er þekktur og varðveittur fyrir arfleifð og menjar um sjómennsku og sæfara. Hann var stofnaður árið 1753 og er gaman að ráfa um þröngar götur á milli skærmálaðra timburhúsanna. Þetta er eins og að taka skref aftur í tímann – og þá er ekki verra að fara í bátsferð á gamalli skonnortu til að fullkomna upplifunina. Gleymdu svo ekki að skoða söfn bæjarins og kíkja á vinsæl örbrugghúsin þegar þú heimsækir staðinn.