Flug til Innsbruck
Þessi töfrandi höfuðstaður Tírólahéraðs minnir á teikningu úr ævintýrabók en yfir sögulegum miðaldahúsum vakir snæviþakin fjallgarðurinn. Mörg láta áhugaverða sögu borgarinnar framhjá sér fara enda spennt að kanna skíðasvæðin sem eru í grennd við borgina.
Innsbruck er kjörinn áfangastaður fyrir allt áhugafólk um vetraríþróttir og útivist. Brekkurnar eru þekktar á heimsvísu enda voru Vetrarólympíuleikarnir haldnir þar tvisvar sinnum, árin 1964 og 1976.
Icelandair flýgur til Innsbruck frá 27. janúar til 2. mars, 2024.