Flug til Innsbruck, Skíðaferðir til Innsbruck | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Innsbruck

Þessi töfrandi höfuðstaður Tírólahéraðs minnir á teikningu úr ævintýrabók en yfir sögulegum miðaldahúsum vakir snæviþakin fjallgarðurinn. Mörg láta áhugaverða sögu borgarinnar framhjá sér fara enda spennt að kanna skíðasvæðin sem eru í grennd við borgina.

Innsbruck er kjörinn áfangastaður fyrir allt áhugafólk um vetraríþróttir og útivist. Brekkurnar eru þekktar á heimsvísu enda voru Vetrarólympíuleikarnir haldnir þar tvisvar sinnum, árin 1964 og 1976.

Icelandair flýgur til Innsbruck frá 27. janúar til 2. mars, 2024.

Innsbruck

Austurríki
Fólksfjöldi: 132.400 (2018)Svæði: 104,91 km²Gjaldmiðill: Evra

Sögulegur höfuðstaður Tíról

Ríkulegur söguarfur borgarinnar vekur jafnframt áhuga og undrun. Þau sem vilja ná áttum og öðlast ágætis yfirsýn ættu að byrja í borgarturninum Stadtturm, en þar er hægt að príla upp 133 tröppur og virða fyrir sér fjöllin í bláum vetrarbjarma og sögulegar byggingar.

Eitt frægasta kennileiti borgarinnar er Gullþakið, eða Goldenes Dachl, sem reist var árið 1500 fyrir brúðkaup Maximillians I, keisara Hins heilaga rómverska ríkis. Gullhúðaðar koparflísar prýða þakið en þær eru 2657 talsins og þaðan kemur nafnið. Síðan er hægt að skoða Ambras kastalann frá 16. öld sem hýsir alls kyns listmuni, herbúnað og fjölmarga forvitnilega hluti. Næsta stopp í þessari glæsilegu skoðunarferð gæti verið Hofburg keisarahöllin, Horkirche kirkjan og tignarlegu hallargarðarnir þar í kring.

Skíðafjör í Austurrísku Ölpunum

Gleðin í brekkunum er aldrei langt undan enda tiltölulega stutt í 13 spennandi skíðasvæði þegar flogið er til Innsbruck. Þau eru af öllum stærðum og gerðum með háklassa lyftum og skíðabrautum en fært er í brekkunum frá nóvember og út miðjan apríl.

Brekkurnar í Nordketten eru alls konar og henta bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komin. Þú velur hvort þú viljir taka því rólega með fjölskyldunni í Mutteralmen eða á Rangger Köpfl í Oberperfuss eða bruna niður brekkur fyrri Ólympíuleika í Patscherkofel og Azamer Lizum. Sumir vilja skoða hæstu brekkurnar á Kühtai svæðinu en aðrir vilja dóla sér á stærsta jökulsvæði Austurríkis, Stubai.

Kræsingar beint frá býli

Matarhefðir Tíról voru sérhannaðar til að næra útivistarfólk svæðisins. Kjöt- og mjólkurvörur héraðsins eru sannkallað lostæti en þar vex einnig hágæða grænmeti á grænu akurlendi í fersku fjallalofti. Marendt forréttaplattinn, stútfullur af ostum, pylsum og brauðmeti, er sýnishorn af því besta sem Tíról hefur upp á að bjóða. Sælkerar fá að njóta í botn því víða eru staðir sem bjóða upp á afurðir svæðisins beint frá býli.

Dumplings með beikoni eða osti eru vinsælir í Tíról en þeir eru yfirleitt bornir fram ofan í súpu eða með súrkáli og salati. Enginn ætti að sleppa því að smakka kiachl sem er djúpsteikt deigbolla iðulega borin fram með súrkáli, en stundum matreidd á sætan hátt með sultu og flórsykri.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!