EM kvenna 2022 | Icelandair
Pingdom Check

EM kvenna 2022

Um auglýsinguna

Undanfarin ár hefur skapast hefð fyrir því að birta veglega kvikmyndaða auglýsingu þegar landslið Íslands í knattspyrnu halda á stórmót. Engin undantekning er á því í ár, og hafa efnistök auglýsinganna verið misjöfn en ávallt til þess fallnar að ýta undir stemningu og keppnisskap þjóðarinnar. 

Í ár var sú leið valin að hnýta aðeins í skipuleggjendur Evrópumeistaramótsins sem bjóða íslenska kvennalandsliðinu að leika á æfingavöllum í sínum riðli. Þetta útspil var harðlega gagnrýnt, ekki síst af sjálfum landsliðskonunum, og þótti undarlegt í ljósi þess að áhugi á kvennaknattspyrnu fer vaxandi á heimsvísu.

Skilaboð auglýsingarinnar þetta árið eru þau að það er sama hvar liðið okkar spilar – við munum koma með stuðninginn. Ekkert stoppar liðið okkar í því að mæta með sinn besta leik og ekkert stoppar stuðningsfólkið – íslensku þjóðina – frá því að mæta. Ekki einu sinni litlir vellir.

Um mótið

Íslenska landsliðið er í D riðli mótsins og spilar á móti Frakklandi, Ítalíu og Belgíu.

Næstu leikir

Fyrstu leikir íslenska liðsins hefjast þann 10. júlí með leik gegn Belgum. 
Tímasetning leikjanna er að íslenskum tíma:

Sunnudagur, 10. júlí kl. 16:00 
Ísland – Belgía á Manchester City Academy Stadium, Manchester

Fimmtudagur, 14. júlí kl. 16:00 

Ísland – Ítalía á Manchester City Academy Stadium, Manchester

Mánudagur, 18. júlí kl. 19:00
Ísland – Frakkland á New York Stadium, Rotherham (um 68 km austur af Manchester

Næstu riðlar

8-liða úrslit: 20-23. júlí 

Undanúrslit: 26-27. júlí 

Úrslitaleikur: 31. júlí á Wembley Stadium, London

Vertu með

Það er hvergi betra að vera en á vellinum sjálfum og hvetja stelpurnar okkar til dáða í riðlakeppninni – og óska þess að þær fari alla leið.

Bókaðu flugið þitt til Manchester og vertu hluti af stemningunni.

Um liðið

Íslenska kvennalandsliðið hefur staðið sig með eindæmum vel á síðastliðnum árum. Ákveðin kaflaskipti áttu sér stað árið 2008 þegar 10 leikmenn íslenska liðsins voru orðnir atvinnumenn. Liðið tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumeistaramótsins í Finnlandi, 2009 og þar með varð A-landslið kvenna fyrsta íslenska fótboltaliðið til að komast í lokakeppni stórmóts. 

Árið 2013 var einnig spennandi ár í fótbolta en þá tryggði landsliðið sér aftur sæti á EM og komust alla leið í 8-liða úrslit, en gestgjafar mótsins, Svíar, höfðu betur í það skiptið. Landsliðið okkar komst áfram á Evrópumótið í Hollandi árið 2017 en töpuðum sæti í 8-liða úrslitum í leik á móti Austurríki. 

Fyrir þetta mót munum við styðja stelpurnar okkar alla leið og við getum ekki beðið að fara með þeim alla leið í úrslitin!

Um W táknið

Við kynnum nýtt tákn til stuðnings íslenska kvennalandsliðsins á EM kvenna 2022. Tilgangur þess er að sýna liðinu stuðning, sem og öllum fótboltakonum innan íþróttarinnar.

Nánar um W

Hands-no-background