Icelandair leggur ávallt höfuðáherslu á öryggi farþega og starfsfólks.
Að loknu yfirgripsmiklu ferli sem fól í sér samstarf fjölda aðila um allan heim, staðfestu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu flughæfi Boeing 737 MAX vélanna.
Ferlið tók 20 mánuði og að því komu verkfræðingar, vísindamenn, greiningaraðilar, flugvirkjar og flugmenn hvaðanæva að úr heiminum, auk óháðra sérfræðinga frá NASA og bandaríska flughernum.
Eftir umfangsmestu rannsókn sem um getur í flugsögunni, fengu vélarnar vottun frá flugmálayfirvöldum beggja vegna Atlantshafsins:
Boeing hefur gert margvíslegar endurbætur á MAX vélunum, svo sem á hinu svokallaða MCAS kerfi.
Á meðan á ferlinu stóð flaug Boeing fleiri en 1350 reynsluflug, auk þess sem allir flugmenn og flugvirkjar sem koma að MAX vélunum fá viðbótar þjálfun.
MCAS-kerfi vélarinnar ber nú saman gögn frá tveimur skynjurum, í stað þess að nota einn. Kerfið bregst aðeins við ef báðir skynjararnir virkjast og aðeins einu sinni við hverju atviki. Flugmenn geta þó alltaf aftengt umrætt kerfi og tekið stjórn á vélinni.
Á vef okkar finnur þú ítarlegri útlistun á eiginleikum MAX vélanna og annarra véla í flota Icelandair.
Þegar flughæfi vélanna hafði verið staðfest, hófst undirbúningur fyrir endurkomu þeirra í flotann. Eftirfarandi skref voru tekin áður en MAX vélarnar voru teknar aftur í notkun í mars árið 2021.
Viðhald
Þjálfun flugmanna
Prófanir
Boeing 737 MAX vélarnar eru öruggar eins og allar vélar í okkar flota.
Nauðsynlegar úrbætur hafa verið gerðar á hugbúnaði vélanna. Icelandair fylgdi í hvívetna kröfum yfirvalda um hvernig skyldi undirbúa vélarnar fyrir flug og okkar reynslumiklu flugmenn fengu bestu þjálfun sem völ er á í þjálfunarsetri Icelandair.
Við leggjum okkur fram við góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi í bókunarferlinu þar sem gerð vélarinnar sem flogið er með kemur fram. Allir þeir sem eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar á síðunni Ferðin mín.