Borgarferðir með Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Aðventuferðir

Frá einkennandi sjarma New York til hefðbundinna jólamarkaða Evrópu, hver borg býður upp á einstakt sjónarspil yfir aðventuna. Icelandair flýgur til áhugaverðra áfangastaða fyrir aðventuferð þar sem ljósin tifa og ilmur jólanna liggur í loftinu.

Helstu menningarborgir Norður Ameríku, Evrópu, Bretlands og Norðurlanda

Fátt jafnast á við að drekka í sig menningu borga og rölta um sögufrægar götur þeirra. Icelandair flýgur til nokkurra helstu borga heims sem iða af lífi og bjóða upp á nýja upplifun við hvert götuhorn. Hér er að finna nokkra af vinsælustu áfangastöðunum okkar fyrir borgarferð.

Amsterdam

Við fljúgum til Amsterdam allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Amsterdam er einstök borg sem fléttar frjálslegt hugarfar saman við sögulegan sjarma. Gullöld hollendinga, sautjánda öldin, lifir góðu lífi í byggingarstíl og skipulagi miðborgarinnar, með sín háu, mjóu hús og breiðu síki.

Listunnendur finna vart dauða stund í borginni þar sem hún virðist full af spennandi nútímalist og verkum eftir meistara á borð við Van Gogh, Rembrandt og van Eyck.

Menningarlíf borgarinnar einskorðast ekki við forna frægð. Á hinum fjölmörgu tónleikastöðum borgarinnar má sem dæmi hlýða á marga færustu tónlistarmenn Evrópu. Þá er um að gera að líta við á hefðbundinni hollenskri krá, hinum svonefndu bruin cafés, og skoða mannlífið í kringum síkin eða fara í gönguferð um Vondelpark í hjarta borgarinnar.

Skoða flug til Amsterdam

Berlín

Við fljúgum til Berlínar allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Berlín, sem einu sinni var skipt í tvennt, stendur nú sem ímynd einingar, sköpunargáfu og seiglu. Handan hins merka Brandenborgarhliðs og leifar Berlínarmúrsins, liggur sláandi hjarta menningar og nýsköpunar. Götur Kreuzbergs óma af rafrænum takti á meðan Prenzlauer Berg er fullt af bóhemskum blæ.

Listrými Berlínar, allt frá fræga East Side Gallery til neðanjarðarmiðstöðva, ögra og veita innblástur. Og þegar líður á nóttina umbreytist borgin, með goðsagnakenndu næturlífinu sem boðar frelsi sem fæddist úr fortíð hennar.

Róleg bátsferð með fram Spree, slakandi ferð í Badeschiffen, nýbruggaður bjór í Brlo og currywurst í Kreuzberg. Berlín bregst ekki.

Skoða flug til Berlínar

Brussel

Við fljúgum til Brussel allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Brussel, hjarta Evrópu, einkennist af samræmdum andstæðum. Borgin er heimili Evrópuþingsins sem veitir þessari gömlu evrópsku borg litríkt yfirbragð. Gæddu þér á bjór sem er bruggaður aðeins ofar í götunni, skelltu þér í Tinna safnið, ráfaðu um þröng strætin í leit að Maniken Pis (hann er minni en þig grunar), misstu þig og dýfðu götuvöfflu í belgískt súkkulaði.

Í Brussel finnur þú bístró sem framreiða klassíska evrópska rétti á gömlum, viðarklæddum matsölustöðum í bland við háklassa veitingastaði prýdda Michelin-stjörnum. Það er alger óþarfi að þaulskipuleggja ferð til Brussel, borgin býður þér að slappa af og njóta þess sem dagurinn ber í skauti sér.

Skoða flug til Brussel

München

Við fljúgum til München allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

München hefur upp á svo margt að bjóða! Borgin er staðsett milli alpadrauma og blíðum flaumi Isar árinnar og hlúir vel að bæði náttúruunnendum og borgarkönnuðum.

Andaðu að þér frískandi Alpafjallaloftinu, kannaðu söguslóðir og söfnin við Altstadt, gerðu kostakaup við Kaufingerstrasse, reyndu að forðast að bera það fram en sæktu Glockenbachviertel heim til að kynnast nýjustu straumum og stefnum, öðruvísi verslunum og flottum kaffihúsum.

Mikið er um að vera í borginni í september og október (þú gætir hafa heyrt um lítið samkvæmi sem kallast Októberfest?) en í München er eitthvað um að vera allt árið um kring. Jólamarkaðurinn er á sínum stað við Marienplatz yfir desembermánuð.

Skoða flug til München

París

Við fljúgum til Parísar allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Rómantíkin, maturinn, listin, menningin…engin borg fær þig til að kikna í hnjánum eins og París.

Erfiðast er að ákveða hvar eigi að byrja: er það Eiffelturninn fyrst? Steint gler í dómkirkjunni Notre Dame? Að berja Monu Lisu augum á Louvre? Eða ráfa um sölubásana meðal götuspilara í Montmartre? Mögulega bátsferð um Signu? Úh! Ekki gleyma að fara í dagsferð til gullslegnu Versalahallar!

Það þarf samt ekkert að eyða tímanum bara í skoðunarferðir. Þegar þú vilt taka þér pásu frá þessu öllu er gott að hvíla sig á kaffihúsi með glas af víni í hönd og gleyma sér í mannmergðinni.

Skoða flug til Parísar

Prag

Við fljúgum til Prag allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Prag er eins og ferðalag aftur í tíman þar sem fornir kastalar og torg pipra hvert götuhorn. Borgin er gjarnan kölluð "borg hundrað spíra" vegna stjórkostlegs útsýnis af gotneskum og barrokkarkitektúr. Við Vlatava ánna liggur söguleg miðstöð borgarinnar en þar er aldaforn saga og menning borgarinnar nær áþreifanleg.

Borgin hefur að geyma ríka listahefð og hefur veitt mörgum goðsagnarkenndum tónskáldum, listamönnum og rithöfundum innblástur. Þar hafa kaffihús borgarinnar tvímælalaust spilað stórt hlutverk en kaffimenning er enn mjög rík í borginni.

Skoða flug til Prag

Við fljúgum til Amsterdam allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Amsterdam er einstök borg sem fléttar frjálslegt hugarfar saman við sögulegan sjarma. Gullöld hollendinga, sautjánda öldin, lifir góðu lífi í byggingarstíl og skipulagi miðborgarinnar, með sín háu, mjóu hús og breiðu síki.

Listunnendur finna vart dauða stund í borginni þar sem hún virðist full af spennandi nútímalist og verkum eftir meistara á borð við Van Gogh, Rembrandt og van Eyck.

Menningarlíf borgarinnar einskorðast ekki við forna frægð. Á hinum fjölmörgu tónleikastöðum borgarinnar má sem dæmi hlýða á marga færustu tónlistarmenn Evrópu. Þá er um að gera að líta við á hefðbundinni hollenskri krá, hinum svonefndu bruin cafés, og skoða mannlífið í kringum síkin eða fara í gönguferð um Vondelpark í hjarta borgarinnar.

Skoða flug til Amsterdam 

,

Við fljúgum til Berlínar allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Berlín, sem einu sinni var skipt í tvennt, stendur nú sem ímynd einingar, sköpunargáfu og seiglu. Handan hins merka Brandenborgarhliðs og leifar Berlínarmúrsins, liggur sláandi hjarta menningar og nýsköpunar. Götur Kreuzbergs óma af rafrænum takti á meðan Prenzlauer Berg er fullt af bóhemskum blæ.

Listrými Berlínar, allt frá fræga East Side Gallery til neðanjarðarmiðstöðva, ögra og veita innblástur. Og þegar líður á nóttina umbreytist borgin, með goðsagnakenndu næturlífinu sem boðar frelsi sem fæddist úr fortíð hennar.

Róleg bátsferð með fram Spree, slakandi ferð í Badeschiffen, nýbruggaður bjór í Brlo og currywurst í Kreuzberg. Berlín bregst ekki.

Skoða flug til Berlínar 

,

Við fljúgum til Brussel allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Brussel, hjarta Evrópu, einkennist af samræmdum andstæðum. Borgin er heimili Evrópuþingsins sem veitir þessari gömlu evrópsku borg litríkt yfirbragð. Gæddu þér á bjór sem er bruggaður aðeins ofar í götunni, skelltu þér í Tinna safnið, ráfaðu um þröng strætin í leit að Maniken Pis (hann er minni en þig grunar), misstu þig og dýfðu götuvöfflu í belgískt súkkulaði.

Í Brussel finnur þú bístró sem framreiða klassíska evrópska rétti á gömlum, viðarklæddum matsölustöðum í bland við háklassa veitingastaði prýdda Michelin-stjörnum. Það er alger óþarfi að þaulskipuleggja ferð til Brussel, borgin býður þér að slappa af og njóta þess sem dagurinn ber í skauti sér.

Skoða flug til Brussel 

,

Við fljúgum til München allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

München hefur upp á svo margt að bjóða! Borgin er staðsett milli alpadrauma og blíðum flaumi Isar árinnar og hlúir vel að bæði náttúruunnendum og borgarkönnuðum.

Andaðu að þér frískandi Alpafjallaloftinu, kannaðu söguslóðir og söfnin við Altstadt, gerðu kostakaup við Kaufingerstrasse, reyndu að forðast að bera það fram en sæktu Glockenbachviertel heim til að kynnast nýjustu straumum og stefnum, öðruvísi verslunum og flottum kaffihúsum.

Mikið er um að vera í borginni í september og október (þú gætir hafa heyrt um lítið samkvæmi sem kallast Októberfest?) en í München er eitthvað um að vera allt árið um kring. Jólamarkaðurinn er á sínum stað við Marienplatz yfir desembermánuð.

Skoða flug til München 

,

Við fljúgum til Parísar allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Rómantíkin, maturinn, listin, menningin…engin borg fær þig til að kikna í hnjánum eins og París.

Erfiðast er að ákveða hvar eigi að byrja: er það Eiffelturninn fyrst? Steint gler í dómkirkjunni Notre Dame? Að berja Monu Lisu augum á Louvre? Eða ráfa um sölubásana meðal götuspilara í Montmartre? Mögulega bátsferð um Signu? Úh! Ekki gleyma að fara í dagsferð til gullslegnu Versalahallar!

Það þarf samt ekkert að eyða tímanum bara í skoðunarferðir. Þegar þú vilt taka þér pásu frá þessu öllu er gott að hvíla sig á kaffihúsi með glas af víni í hönd og gleyma sér í mannmergðinni.

Skoða flug til Parísar 

,

Við fljúgum til Prag allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Prag er eins og ferðalag aftur í tíman þar sem fornir kastalar og torg pipra hvert götuhorn. Borgin er gjarnan kölluð "borg hundrað spíra" vegna stjórkostlegs útsýnis af gotneskum og barrokkarkitektúr. Við Vlatava ánna liggur söguleg miðstöð borgarinnar en þar er aldaforn saga og menning borgarinnar nær áþreifanleg.

Borgin hefur að geyma ríka listahefð og hefur veitt mörgum goðsagnarkenndum tónskáldum, listamönnum og rithöfundum innblástur. Þar hafa kaffihús borgarinnar tvímælalaust spilað stórt hlutverk en kaffimenning er enn mjög rík í borginni.

Skoða flug til Prag 

,

Við fljúgum til Dublin allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Dublin er upplifun í sjálfri sér. Hressilegar krár fullar af einlægum hlátri, söguleg athvörf sem hafa séð tímana tvenna og húsasund sem bjóða upp á frekari könnun.

Kafaðu ofan í arfleið bókmenntarisa, deildu sögum með vinalegum heimamönnum og gakktu á söguslóðum niður aldagömul stræti. Frá hinum tignarlega Trinity College til hins líflega Temple bar býður Dublin upp á einlægni án tilgerðar.

Uppgötvaðu falin kaffihús, fáðu að kynnast goðsögnum staðarins og finndu ósvikinn púls borgarinnar. Gæddu þér á heimalöguðu góðgæti götumarkaða, sökktu þér í verk götulistamanna og gleyptu í þig tónlistina sem fyllir loftið. Dublin er ógleymanlegur fundur.

Skoða flug til Dublin 

,

Við fljúgum til Glasgow allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Glasgow fléttar sögulega fortíð Skotlands saman við kraftmikla nútíð sína með einstaklega hreinskilnum húmor. Kafaðu inn í blómlegt listalíf sem státar byltingarkenndum galleríum (það er frítt inn!), ógleymanlegri tónlist og grípandi götulist. Byggingararfleifð borgarinnar, allt frá viktorískum glæsileika til leifa blómaskeiðs skipasmíðinnar, ber vitni um ríka sögu borgarinnar.

Hinn raunverulegi hápunktur er tvímælalaust heimamenn. Sjarmerandi Glaswegians eru alltaf tilbúnir til að deila uppáhalds stöðunum sínum, benda á huldar gersemar borgarinnar eða gleðja þig með sögum yfir Tennent. Þegar líður á kvöldið verður West End staðurinn, með kokteil af flottum verslunum og líflegum krám. Glasgow er ekki bara borg til að heimsækja, hún er upplifun til að minnast.

Skoða flug til Glasgow 

,

Við fljúgum til London allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

London stendur sem vitnisburður um gang tímans og býður upp á hressandi blöndu af sögu, menningu og nýsköpun.

Kannaðu konunglega arfleifð við Buckingham og Tower of London og snúðu þér svo að nútíma orkunni sem seitlar um veggjakrotskreyttar götur Shoreditch. Röltu meðfram Thames, þar sem borgarmyndin teygir sig frá hinu gnæfandi Shard til virðulegra þinghúsa.

Handan við hvert horn tekur nýr straumur við – allt frá skapandi götumat Camden til glæsileika High tea á The Ritz. Spjallaðu við heimamenn á sögulegum krám eða innan um suð Covent Garden. Hvort sem það er aðdráttarafl West End sýninga eða friðsæld almenningsgarðanna sem dregur þig að kemur London stanslaust á óvart.

Skoða flug til London 

,

Við fljúgum til Manchester allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Manchester er fjölþjóðleg viðskiptaborg sem ber sterkar taugar til iðnaðar róta sinna. Frá dögum sínum sem þungamiðja bómullarviðskipta hefur hún þróast í miðstöð nýstárlegra gallería, frægra tónlistarstaða og tónlistarhátíða sem draga að fólk úr öllum heimshornum.

Fótboltaáhugamenn kannast vel við Old Trafford og Etihad leikvanginn, en það er svo margt fyrir utan völlinn. Vöruhús hafa verið blásin nýju lífi og hýsa nú nýtískulega matsölustaði og Northern Quarter er yfirflæðandi af vintage verslunum og sjálfstæðum plötubúðum.

Hvort sem þú kafar ofan í söguna á Vísinda- og iðnaðarsafninu eða mætir á tónleika í Albert Hall, skilur Manchester alltaf eftir sitt mark.

Skoða flug til Manchester 

,

Við fljúgum til Oslóar allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Ósló sameinar náttúrufegurð Noregs saumlaust við borgarlífið. Kennileiti á borð við Vigeland-garðinn og óperuhúsið kunna að vera kunnugleg, en það eru blæbrigðin sem hrífa: ilmurinn af fersku kaffi í Grønland, taktfastur glymjandi sporvagna meðfram breiðgötum borgarinnar og líflegt andrúmsloft Aker Brygge.

Sæktu Grünerløkka heim til að kynnast nútíma sköpunargáfu eða sökkva þér niður í heimsfræg verk á Munch-safninu.

Heimsókn til Osló snýst ekki bara um að uppgötva nýja borg heldur einnig að endurnýja tengslin við sameiginlegar norrænar rætur og kynnast sérstöðu norskra nágranna okkar.

Skoða flug til Oslóar 

,

Við fljúgum til Stokkhólms allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Stokkhólmur, með sínum friðsælu vatnaleiðum og sögulegum sjarma, kallar eiginlega bara á slökun. Röltu um falleg stræti Gamla Stan og staldraðu við í fika á notalegu kaffihúsunum. Listáhugamenn munu kunna að meta samtímaljósmyndun Fotografiska, en gróður Djurgården veitir friðsælt athvarf í þéttbýli.

Östermalm freistar með flottum tískuverslunum sem bjóða bæði tískuvöru og tímalaus verk. Þegar kvölda tekur geturðu valið úr fjölbreyttu úrvali matseldar, allt frá fínum veitingastöðum til iðandi mathalla. Hér jafnvægir hvert augnablik slökun og spennu, sem tryggir eftirminnilega heimsókn. Í Stokkhólmi skilja einfaldar nautnir oft eftir dýpstu sporin.

Skoða flug til Stokkhólms 

,

Við fljúgum til Helsinki allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Af öllum höfuðborgum norrænu þjóðanna fer líklega minnst fyrir Helsinki. Ekki láta þessa hljóðlátu borg fram hjá þér fara, hún á eftir að ná til margra vegna skemmtilegra skringilegheita, sauna og áhugaverðra staða. Þar er líka framúrskarandi hönnun í bland við fallega náttúru rétt handan borgarmarkanna.

Við hafnarsvæðið er Kauppatori (markaðstorgið) og þar er hægt að kaupa minjagripi, markaðsafurðir og fara í bátsferðir. Til að upplifa Helsinki í hnotskurn skaltu grípa með þér lautarferðarkörfu og taka 15 mínútna ferju til Suomenlinna.

Passaðu bara að skilja eftir nóg pláss í töskunni því Finnar virðast deila smekk okkar Íslendinga á flestu frá salmiaki til Marimekko, Ittala og að sjálfsögðu okkar ástkæru Múmínálfa.

Skoða flug til Helsinki 

,

Við fljúgum til Kaupmannahafnar allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Ah, Köben. Næstum jafn kunnugleg og að skutlast í næsta bæjarfélag - bara aðeins lengri ferð. Haltu þig af hjólastígunum meðan þú röltir um götur Kaupmannahafnar í leit að ummerkjum um sjálfstæðishetjur Íslendinga.

Þú þarft samt ekkert að missa þig í nostralgíunni. Slakaðu á, þú átt eftir að geta haft það hygge alls staðar í Köben milli þess sem þú heimsækir listasöfn, tónleikastaði, skoðar sniðuga bygginarlist nú eða skellir þér í mögulega helstu andstæðu hygge - Tívolíið.

Skoða flug til Kaupmannahafnar 

,

Við fljúgum til Boston allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Hvað eiga byltingarkennd teboð, Ben Affleck, Red Sox og Harvard sameiginlegt? - Nú, Boston.

Fyrir aðeins nokkrum öldum breyttu atburðir í þessari borg breytt gangi sögunnar. Byltingarsinnar hófu að kljúfa sig frá nýlenduvaldhöfum og sjálfstæði Bandaríkjanna varð að veruleika.

Röltu milli 16 sögulegra kennileita við Freedom Trail, finndu nærveru stórhuga Harvard háskóla í Cambridge, fáðu orkuskot frá lífinu í Fenway Park, gæddu þér á ljúffengu sjávarfangi í elsta veitingastað Bandaríkjanna, Boston Oyster House og njóttu sólskinsins á Boston Commons. Þessi gamla græna borg er kjörinn staður fyrir rólega borgarferð.

Skoða flug til Boston 

,

Við fljúgum til Chicago allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Chicago er falleg og fjölbreytt borg full af lífi. Hún býr yfir kraumandi tónlistarlífs, íþrótta, lista og arkítektúrs, frábærrar matargerðar og skemmtilegra hátíða sem fram fara í borginni.

Það virðist vera eitthvað fyndið í vatninu í Chicago því þar hafa margir af frægustu húmoristum okkar tíma, Bill Murray, Stephen Colbert, Steve Carrell og Amy Pohler til að nefna nokkur, stigið sín fyrstu skref á The Laugh Factory, Second City og Zannies

Sál borgarinnar er ekki falin í skýjakljúfum heldur hlýju og seiglu miðvesturríkjanna. Frá fallegu útsýni yfir vatnið til taktfastra „L“ lesta geislar borgin upprunaleika. Dífðu þér í djúpa pizzu, kíktu á risa baun, Chicago sjarmar frá Millenium Park að Magnificent Mile.

Skoða flug til Chicago 

,

Við fljúgum til New York allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

New York, New York, stóra eplið sem sefur aldrei, steypufrumskógurinn þar sem draumar rætast (náðum við öllum gælunöfnunum?). Fátt jafnast á við þessa frægu borg sem hefur hlotið svo mikla umfjöllun að stræti sem þú hefur aldrei gengið um áður munu virðast þér kunnugleg.

Kannaðu hipstera handverksmenningu Brooklyn, upplifðu ljósin og lífið á Times Square, vafraðu um þrönga ganga bodega, kíktu á leik í Yankee Stadium, taktu ferjuna umhverfis Frelsisstyttuna, kíktu í Katz og nældu þér í eina frægustu deli samloku borgarinnar. Möguleikarnir eru endalausir í þessari fjölbreyttu borg sem er bæði fæðingarstaður hip-hopsins og heimili Broadway.

Skoða flug til New York 

,

Við fljúgum til Toronto allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Framsækni er eitt helsta aðalsmerki Toronto borgar, 140 hverfi hennar hýsa íbúa af 230 mismunandi þjóðernum og meðal þeirra eru sex kínahverfi, kóreuhverfi, ítalskt, indverkst, portúgalskt og svo mætti lengi telja.

Gæddu þér á ilvolgum Tim Hortons kleinuhring í heimaborg Drakes, Neil Young og sjálfrar Hvolpasveitarinnar meðan CN turninn gnæfir yfir í bakgrunninum. Inni í borginni er að finna áhugaverða staði eins og Royal Ontario Museum, Art Gallery of Ontario og garðana í Casa Loma.

Svo geta heimsóknir í hafnarhverfið, Distillery District og Hockey Hall of Fame (af því Kanada) eiginlega ekki klikkað! Ef leitin er að áhugaverðri menningarupplifun þá er Toronto tilvalinn áfangastaður.

Skoða flug til Toronto 

,

Við fljúgum til Washington allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Það er lítið mál að finna sér eitthvað að gera í hinni voldugu Washington, nóg er af söfnum og stórkostlegum minnisvörðum. Það leikur enginn vafi á því, þessi borg er mikilvæg. Washington DC spilar lykilhlutverk í svo mörgu og borgin á ekki erfitt með að laða fólk til sín.

Hvíta húsið, Capitol, Pentagon, áhrifamiklir minnisvarðar og minnismerki um forseta, herkænsku og hugrakka hermenn. Það er margt að sjá í skoðunarferðum um borgina. Skipuleggðu tíma þinn vel því þú vilt ekki gleyma að heimsækja Smithsonian-safnið. Njóttu kyrrlátra eftirmiðdaga undir blómstrandi kirsuberjatrjám Tidal Basin og líflegan borgarbrag í tónlistarsenunni á U street.

Skoða flug til Washington 

,

Upplifðu þægindi og slökun í borgarferð með Icelandair VITA til Berlínar, London, Parísar, Glasgow, Boston og fleiri áhugaverðra borga.

Njóttu þess að bóka allt á einum stað og velja úr góðum gistimöguleikum.

Flogið er með áætlunarflugi til og frá öllum áfangastöðum.

Skoða borgarferðir Icelandair VITA