EM karla í handbolta | Icelandair
Pingdom Check

EM í handbolta karla 2024

EM í handbolta karla fer fram 12. - 28. janúar 2024 í Þýskalandi og landsliðið okkar er á leiðinni þangað með sigri á Tékkum.

Undanriðill í Munchen

Nú þegar er búið að ákveða hvar Ísland ætti að spila undanriðillinn en hann verður í Munchen dagana 12. - 16. janúar.

Þar verða þrír leikdagar, 12., 14., og 16. janúar. Allir leikirnir verða spilaðir í Ólympíuhöllinni í Munchen.

Icelandair býður daglegt flug til Munchen og því um að gera að bóka með góðum fyrirvara.

Skráning fyrir miðum er á [email protected]

Pakkaferðir

Við munum einnig setja upp pakkaferð og hópferð á næstu vikum.

Nánari upplýsingar um þessar ferðir koma í fréttabréfi og á Facebook síðu Icelandair um leið og þær eru tilbúnar.

Mikil ásókn var í svipaða ferð til Gautaborgar á HM og var hún mjög vel heppnuð.

Við búumst við jafn miklum eða meiri áhuga núna þannig að fylgstu vel með!

Hefur þú trú á því að Ísland komist áfram í milliriðil?

Riðillinn sem Ísland mun þá spila í verður haldinn í Köln dagana 18. - 24. janúar.

Leikdagar verða 18., 20., 22., og 24. jan í Lanxess Arena í Köln.

Köln er í um 50 mín fjarlægð frá flugvellinum í Frankfurt og Icelandair flýgur þangað daglega.

Við hvetjum áhugasama til að bóka miða á þennan viðburð í tæki tíð!