Við bætum fjölda áfangastaða við leiðarkerfið okkar árið 2022, meðal annars til eftirsóttra áfangastaða í Evrópu eins og Nice, Rómar og Alicante.
Við fljúgum á ný til eftirlætisstaða í Norður-Ameríku á borð við Vancouver og Baltimore. Við bætum einnig Raleigh-Durham í Norður-Karólínu við leiðakerfið okkar.
Við ætlum að fljúga til 4 áfangastaða á Grænlandi í ár, og auðvelda þannig ferðalög milli Grænlands og áfangastaða okkar í Evrópu og Norður-Ameríku.
Þar að auki höldum við áfram daglegu flugi milli Reykjavíkur og áfangastaða innanlands, Akureyri, Egilsstaða og Ísafjarðar.
Kíktu á flugáætlunina okkar til að sjá hvenær og á hvaða dögum vikunnar er flogið á þann áfangastað sem þú ætlar til.