Nýir og kunnuglegir áfangastaðir í Evrópu hafa bæst við leiðakerfið okkar, Istanbul, Edinborg, Malaga og Gautaborg.
Við fljúgum til margra spennandi áfangastaða allt árið um kring. Þar má nefna Barcelona, Róm, Lissabon og Prag, þannig að það er úr ýmsu að velja.
Sólríkar strendur Tenerife, Alicante, Orlando og Gran Canaria eru einnig ómissandi og yfir veturinn er vinsælt að skella sér í skíðabrekkurnar kringum Salzburg, Verona, München, Denver eða Vancouver.
Í Norður-Ameríku bjóðum við nýliðana Nashville, Detroit, Pittsburgh og Halifax velkomna. Stórborgir eins og New York, Boston, Toronto, Seattle og Chicago eru svo alltaf heilsársáfangastaðir.
Fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga fljúgum við til fjögurra áfangastaða á Grænlandi, þrír yfir sumartímann og Nuuk allt árið.
Þar að auki bjóðum við upp á regluleg flug milli Reykjavíkur og Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Hafnar.
Í flettigluggunum hér fyrir neðan finnur þú alla áfangastaði okkar og hversu oft í viku við fljúgum til hvers þeirra.
Ef áfangastaðurinn er einungis í boði yfir sumartímann, gefum við upp ferðatímabilið.
Ef þú hefur augastað á einhverjum tilteknum áfangastað, getur þú skoðað flugáætlunina okkar og fengið nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.