Við erum að bæta nýjum áfangastöðum í Evrópu við leiðakerfið okkar árið 2023 og hefjum flug í apríl til Barcelona og til Prag í júní. Árið 2022 bættum við eftirsóttum áfangastöðum við eins og Róm, Nice og Alicante, þannig að sumarið lítur vel út!
Yfir veturinn sækja svo margir í sólríkar strandir Orlando, Tenerife, Alicante og Gran Canaria og í skíðabrekkurnar kringum Salzburg, Verona og München.
Við hófum að nýju flug til Vancouver og Baltimore í Norður-Ameríku og bættum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu við leiðakerfið okkar. Árið 2023 hefjum við svo flug á annan nýjan áfangastað: Detroit.
Við fljúgum jafnframt til fjögurra áfangastaða á Grænlandi yfir sumartímann (tveggja allt árið um kring).
Þar að auki bjóðum við upp á flug milli Reykjavíkur og Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar.
Í flettigluggunum hér fyrir neðan finnur þú alla áfangastaði okkar og hversu oft í viku við fljúgum til hvers þeirra.
Ef áfangastaðurinn er einungis í boði yfir sumartímann, gefum við upp ferðatímabilið.
Ef þú hefur augastað á einhverjum tilteknum áfangastað, getur þú skoðað flugáætlunina okkar og fengið nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.