Pingdom Check

Velkomin til Nashville!

Það er tónlistin sem hefur borið hróður borgarinnar hvað víðast og trekkir að tónlistarfólk og tónlistarunnendur hvaðanæva að í heiminum.

Icelandair bætir Nashville í hóp áfangastaða sinna vorið 2025. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá 16. maí til 27. október. Bókaðu flug til Nashville, upplifðu honky-tonk píanóið og gestrisni heimamanna.

Tónlistarborgin Nashville

Í Nashville búa um 700.000 manns. Hún er fjölmennasta borg Tennessee og jafnframt höfuðborg fylkisins. Tónlistin á sér djúpar rætur í menningu borgarinnar. Hér mætast fortíð, nútíð og framtíð bandarískrar tónlistar: kantrí, bluegrass, rokk, popp, gospel, klassík, djass og blús. Í borginni blómstrar geysifjölbreytt tónlistarlíf.

Nashville braust sér leið inn í amerísku kántrísenuna á öldum ljósvakans. Hinn goðsagnakenndi útvarpsþáttur „Grand Ole Opry“ hóf göngu sína í borginni árið 1925 og var fyrstu hálfu öldina útvarpað frá Ryman Auditorium í miðbæ borgarinnar, en frá og með 1974 hefur hann verið sendur út fimm sinum í viku frá Grand Ole Opry House.

Út að borða í Nashville

Sérhver matgæðingur ætti að finna sitthvað við sitt hæfi í Nashville, en þar fylgjast veitingastaðirnir vel með nýjustu stefnum og straumum í matargerð. Þegar fer að líða að kvöldmat er kjörið að taka stefnuna á Germantown, East Nashville eða the Gulch.

Óhætt er að mæla með þremur sígildum réttum: „hot chicken“, grillmat að hætti heimamanna og „meat and three“. Rétturinn „hot chicken“ á uppruna sinn í Nashville snemma á síðustu öld. Um er að ræða steiktan kjúkling sem dýft er í rífandi sterka sósu og síðan borinn fram á hvítu brauði. Pantaðu réttinn á staðnum sem bjó hann til: Prince‘s Hot Chicken.

Tennessee-fylki er annálað fyrir bragðgóðan grillmat og Nashville er þar engin undantekning; sérstaklega má mæla með svínarifjum. Svo er það þriðji rétturinn, „meat and three“, hann færðu á hversdagslegri matsölustöðum, þeim sem heimamenn kalla „diner“. Þú velur hvers kyns kjöt þú vilt og þrjá hliðarrétti. Hefðundinn eftirréttur er sætt te með sneið af pæi.

Barir og lifandi tónlist í Nashville

Ljúfir tónar eru aldrei langt undan í Nashville og á breiðstrætinu Broadway er iðulega mikill glaumur og gleði. Kántrítónlistin glymur frá ótal sviðum. Gaman er að fá sér sæti á bar uppi á patio-verönd undir berum himni eða inni á hefðbundnum honky tonk bar. Hafðu augun opin fyrir hinum fjólubláa Tootsie‘s Orchide Lounge, heimsþekktri honky tonk búllu sem hefur verið starfandi síðan 1960.

Annar snar þáttur í menningu Nashville er Grand Ole Opry House, goðsagnakenndur tónleikasalur norðaustan af miðbænum. Kántrítónlistarmenn koma fram þar mörg kvöld í viku með stutt prógram. Heitir aðdáendur geta líka fengið að koma baksviðs. Opry-tónleikastaðurinn var áður staðsettur í Ryman Auditorium, þar sem enn er boðið upp á tónleika og ýmis konar viðburði.