Það er varla hægt að hugsa sér betra frí en skíðaferð í góðum félagsskap. Icelandair flýgur til nokkurra áfangastaða þar sem stutt er í skíðasvæði á heimsmælikvarða.
Þegar flogið er til München eru allir vegir færir. Glæsileg skíðasvæði eru allt um kring og hægt er að velja úr svæðum í um 1-2 klst akstursfjarlægð. Einnig er auðvelt að keyra í aprés stemninguna í austurrísku Ölpunum.
Kitzbühel, Söll og Innsbruck eru í um 2 klst fjarlægð en þau eru vinsæl og Íslendingum flestum vel kunnug.
Skíðasvæðin Saalbach - Hinterglemm, Zell Am See, St. Anton og Lech eru í um 2 - 3 klst fjarlægð og þar er að finna líflega bæi og ómandi Týrólamúsík.
Hægt er að velja úr hótelum og veitingastöðum á þessum svæðum og brekkurnar eru af öllum stærðum og gerðum.
Flogið allt árið um kring, dagleg flug frá janúar - mars.
Í hjarta austurrísku Alpanna liggur Salzburg en í grennd við borgina eru mörg af þekktustu skíða- og snjóbrettasvæðum í Evrópu eins og Kitzbühel, Flachau, Wagrain, Zell Am See, Saalbach-Hinterglemm, Lungau Zillertal og Obertauern.
Fríin gerast vart betri og henta öllum aldri, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir.
Það eru ótal skíðaskólar á þessum svæðum með reyndum skíða- og brettakennurum. Brekkurnar skiptast annars vegar í þægilegar og fjölskylduvænar leiðir og hins vegar svartar brekkur fyrir þá allra djörfustu.
Þjóðlegar kræsingar eru svo bornar fram í ekta Alpakofum í notalegri og hlýlegri stemningu.
Flogið frá 20.12.2023 - 2.3.2024. 1 sinni í viku.
Dagana 20., og 27.12.2023 er flogið á miðvikudögum en á laugardögum frá 6.1.2024.
Sviss er staðsett í miðjum Alpafjöllum og vinsælustu vetraríþróttirnar þar í landi eru skíðaíþróttir og fjallgöngur.
Icelandair flýgur til Zürich og þaðan er auðvelt að ferðast til ótal skíða- og brettasvæða.
Í 2 -3 tíma fjarlægð frá Zürich má finna hið heimsþekkta skíðasvæði Laax sem er með sérstaklega góða aðstöðu fyrir snjóbretta iðkendur.
Andermatt, Stoos, Sattel og Hasliberg henta fjölskyldufólki einstaklega vel og eru vel sótt meðal staðarbúa.
Fyrir utan skíðafjörið þá má einnig finna þarna góðar gönguleiðir, gönguskíðabrautir og barna leiksvæði sem hægt er að velja úr.
Flogið frá 1.11.2023 - 30.4.2024. 4 sinnum í viku á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum.
Verona, borg ástarinnar, er á norðanverðri Ítalíu þar sem matur og drykkur er ekki af verri endanum.
Ekki láta gott kartöflugnocchi, ragu alla bolognese, ravioli eða ítalska pizzu framhjá þér fara.
Svæðin Selva Val Gardena, Madonna og Val Di Fiemme eru meðal stærstu skíðasvæða Ítalíu og þar er allt til alls.
Pakkasala Icelandair VITA er nú hafin og hægt er að skoða úrvalið hér.
Skíða- og brettafólk hvaðanæva úr heiminum ferðast til að heimsækja þessi fjölbreyttu svæði og upplifa ítalska alpa stemningu.
Dólómítarnir eru engu líkir og þekktir fyrir hvassa tinda sína og hrífandi náttúrufegurð. Vinsælar leiðir eins og Sella Ronda, La Longia og Dolomitica gera upplifunina ógleymanlega.
Flogið frá 20.12.2023 - 2.3.2024. 1 sinni í viku.
Dagana 20., og 27.12.2023 er flogið á miðvikudögum en á laugardögum frá 6.1.2024.
Ef förinni er heitið til Osló í Noregi þá eru svæði í grennd við Lillehammer eins og Hafjell og Kvitfjell með þeim allra bestu og Sjusjøen er tilvalið fyrir þau sem kjósa gönguskíði.
Brekkurnar henta öllum aldri og getustigum og eru fullkomnar fyrir fjölskyldufríið.
Skíðaskólar og leigur eru á svæðinu og fagaðilar aðstoða við að finna rétta búnaðinn.
Trysil er svo með þeim stærri í Noregi og samanstendur af fjórum samliggjandi svæðum. Leiðirnar liggja margar hverjar um skógi vaxnar hlíðar og umhverfið er ævintýri líkast.
Afþreyingar- og gistimöguleikar eru af ýmsum toga og hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.
Flogið allt árið um kring, dagleg flug.
Þegar flogið er til München eru allir vegir færir. Glæsileg skíðasvæði eru allt um kring og hægt er að velja úr svæðum í um 1-2 klst akstursfjarlægð. Einnig er auðvelt að keyra í aprés stemninguna í austurrísku Ölpunum.
Kitzbühel, Söll og Innsbruck eru í um 2 klst fjarlægð en þau eru vinsæl og Íslendingum flestum vel kunnug.
Skíðasvæðin Saalbach - Hinterglemm, Zell Am See, St. Anton og Lech eru í um 2 - 3 klst fjarlægð og þar er að finna líflega bæi og ómandi Týrólamúsík.
Hægt er að velja úr hótelum og veitingastöðum á þessum svæðum og brekkurnar eru af öllum stærðum og gerðum.
Flogið allt árið um kring, dagleg flug frá janúar - mars.
,Í hjarta austurrísku Alpanna liggur Salzburg en í grennd við borgina eru mörg af þekktustu skíða- og snjóbrettasvæðum í Evrópu eins og Kitzbühel, Flachau, Wagrain, Zell Am See, Saalbach-Hinterglemm, Lungau Zillertal og Obertauern.
Fríin gerast vart betri og henta öllum aldri, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir.
Það eru ótal skíðaskólar á þessum svæðum með reyndum skíða- og brettakennurum. Brekkurnar skiptast annars vegar í þægilegar og fjölskylduvænar leiðir og hins vegar svartar brekkur fyrir þá allra djörfustu.
Þjóðlegar kræsingar eru svo bornar fram í ekta Alpakofum í notalegri og hlýlegri stemningu.
Flogið frá 20.12.2023 - 2.3.2024. 1 sinni í viku.
Dagana 20., og 27.12.2023 er flogið á miðvikudögum en á laugardögum frá 6.1.2024.
Sviss er staðsett í miðjum Alpafjöllum og vinsælustu vetraríþróttirnar þar í landi eru skíðaíþróttir og fjallgöngur.
Icelandair flýgur til Zürich og þaðan er auðvelt að ferðast til ótal skíða- og brettasvæða.
Í 2 -3 tíma fjarlægð frá Zürich má finna hið heimsþekkta skíðasvæði Laax sem er með sérstaklega góða aðstöðu fyrir snjóbretta iðkendur.
Andermatt, Stoos, Sattel og Hasliberg henta fjölskyldufólki einstaklega vel og eru vel sótt meðal staðarbúa.
Fyrir utan skíðafjörið þá má einnig finna þarna góðar gönguleiðir, gönguskíðabrautir og barna leiksvæði sem hægt er að velja úr.
Flogið frá 1.11.2023 - 30.4.2024. 4 sinnum í viku á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum.
,Verona, borg ástarinnar, er á norðanverðri Ítalíu þar sem matur og drykkur er ekki af verri endanum.
Ekki láta gott kartöflugnocchi, ragu alla bolognese, ravioli eða ítalska pizzu framhjá þér fara.
Svæðin Selva Val Gardena, Madonna og Val Di Fiemme eru meðal stærstu skíðasvæða Ítalíu og þar er allt til alls.
Pakkasala Icelandair VITA er nú hafin og hægt er að skoða úrvalið hér.
Skíða- og brettafólk hvaðanæva úr heiminum ferðast til að heimsækja þessi fjölbreyttu svæði og upplifa ítalska alpa stemningu.
Dólómítarnir eru engu líkir og þekktir fyrir hvassa tinda sína og hrífandi náttúrufegurð. Vinsælar leiðir eins og Sella Ronda, La Longia og Dolomitica gera upplifunina ógleymanlega.
Flogið frá 20.12.2023 - 2.3.2024. 1 sinni í viku.
Dagana 20., og 27.12.2023 er flogið á miðvikudögum en á laugardögum frá 6.1.2024.
Ef förinni er heitið til Osló í Noregi þá eru svæði í grennd við Lillehammer eins og Hafjell og Kvitfjell með þeim allra bestu og Sjusjøen er tilvalið fyrir þau sem kjósa gönguskíði.
Brekkurnar henta öllum aldri og getustigum og eru fullkomnar fyrir fjölskyldufríið.
Skíðaskólar og leigur eru á svæðinu og fagaðilar aðstoða við að finna rétta búnaðinn.
Trysil er svo með þeim stærri í Noregi og samanstendur af fjórum samliggjandi svæðum. Leiðirnar liggja margar hverjar um skógi vaxnar hlíðar og umhverfið er ævintýri líkast.
Afþreyingar- og gistimöguleikar eru af ýmsum toga og hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.
Flogið allt árið um kring, dagleg flug.
,Tilvalinn upphafspunktur fyrir skíðaferð til Kanada.
Whistler Blackcomb ættu flest að þekkja með yfir 200 fjölbreyttar brekkur og dásamlegt útsýni. Aðeins um 2 tíma akstur er frá Vancouver á þetta stórfenglega svæði. Skíðatímabilið er oftast langt og aðstaðan framúrskarandi.
Það er eitthvað einstakt, svalt og skemmtilegt við þetta skíðasvæði. Orkan er nánast áþreifanleg og áhugaverðir viðburðir eru yfir vetrartímann. Veitingastaðir, verslanir, kaffihús og barir virðast vera á hverju horni, hvort sem verið er að leita eftir fjöri eða rólegheitum.
Ef flogið er til Vancouver er einnig hægt að skíða niður fjallið Grouse sem gnæfir yfir borgina en 10 km akstur er frá flugvellinum þangað. Fjöllin Cypress og Seymour eru einnig vinsæl fyrir dagsferðir.
Flogið 4 sinnum í viku frá 17.5.2023. Á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Heimflug á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
,Upplifðu þægindi og slökun með því að bóka skíðaferð með Icelandair VITA til Selva eða Madonna.
Njóttu þess að bóka allt á einum stað og velja úr góðum gistimöguleikum.
Flogið er með áætlunarflugi til og frá Verona og flutningur á skíðum er innifalinn í verðinu.
Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn aukagjaldi og fararstjóri verður á svæðinu frá 20. janúar 2024.
Fararstjórn á tímabilinu 20. desember - 20. janúar fer eftir bókunarstöðu og verður auglýst síðar.