Pingdom Check

Sólbaðaðar strendur og iðandi mannlíf í Evrópu og Norður-Ameríku

Evrópa

Það er fátt betra en að njóta sólinnar á gullnum sandströndum og í listafögurum borgum Evrópu.
Alicante_Benidorm_(1)

Alicante

Á Alicante er að finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa; náttúrufegurð Miðjarðarhafsins, ríka sögu og fjölbreytta menningu. Við fljúgum til Alicante allan ársins hring.

EM-Barcelona-NewDesign-5

Barcelona

Listfengi Gaudí, vatnsgarðar, svalandi sangríur, ljúffengt sjávarfang, heiðblár himinn og sólríkar borgarstrendur taka hlýlega á móti þér í Barcelona. Við fljúgum þangað allan ársins hring.

AdobeStock_357410123

Gran Canaria

Gran Canaria er gjarnan líkt við smækkaða heimsálfu enda eru þar að finna eldfjöll, gljúfur, sandöldur, strendur, fossa, skóga og vínhéröð – allt í akstursfjarlægð. Við fljúgum til Gran Canaria frá október til apríl.

EM-Madrid-NewDesign-2

Madríd

Reyndu að fá sem mestan svefn áður en flugvélin snertir jörð í Madríd; þessi borg vakir helst frameftir og okkur grunar að þú viljir ekki missa af því. Við fljúgum til Madríd í maí til september

EM-Milan_NewDesign-4

Mílanó

Ótrúleg list, ástríða fyrir tísku, gómsætur matur og knattspyrnustórveldi – Mílanó býður upp á þetta allt og margt fleira. Við fljúgum til Mílanó í maí til október

Nice_Web_images

Nice

Nice býður upp á blöndu af líflegu strandlífi, sögulegum fróðleik og fjölbreyttri matarupplifun. Borgin er staðsett á frönsku Rivíerunni svo stutt er í ævintýrin, allt frá lavanderferðum til fjallaferða. Við fljúgum til Nice í júní - september

EM-Rome-NewDesign-3

Róm

Þegar þú ert í Róm er best að gera eins og Rómverjar og lifa hinu ljúfa lífi – la dolce vita. Rölta í rólegheitum um hellulögð strætin og fylgjast með mannlífinu. Við fljúgum til Rómar allan ársins hring.

Tenerife

Tenerife

Þægilegt loftslag, öruggt umhverfi, sól, sandur og allar nauðsynjar í göngufæri – Tenerife hefur að geyma hina fullkomnu uppskrift að fjölskyldufríi. Við fljúgum til Tenerife allan ársins hring.

Norður-Ameríka

Icelandair flýgur til nokkurra sólríkra áfangastaða í Norður Ameríku þar sem náttúra og menning skína sínu bjartasta.
Web_image-Icelandair_Orlando_Opna

Orlando

Orlando er þungamiðja sólríkra þemagarða og virkar líkt og segull á fjölskyldur í fríi um allan heim. Við fljúgum til Orlando í september - maí.

Raleigh-Durham

Raleigh-Durham

Kíktu á strendur Norður-Karólínu, upplifðu ekkta háskólastemmningu og smakkaðu ljúffengan mat – eða óteljandi kraftbjóra. Við fljúgum til Raleigh Durham allan ársins hring.

Sólarferð með Icelandair VITA

Upplifðu þægindi og slökun í endurnærandi sólarferð með Icelandair VITA til Orlando, Alicante, Rómar, Barcelona eða Lalandia.

Njóttu þess að bóka allt á einum stað og velja úr góðum gistimöguleikum.

Flogið er með áætlunarflugi til og frá öllum áfangastöðum.

Skoða sólarferðir Icelandair VITA