Sólríkir áfangastaðir Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Sólbaðaðar strendur og iðandi mannlíf í Evrópu og Norður-Ameríku

Það er fátt betra en að njóta sólinnar á gullnum sandströndum og í listafögurum borgum. Icelandair flýgur til nokkurra sólríkra áfangastaða þar sem náttúra og menning skína sínu bjartasta.

Alicante

Við fljúgum til Alicante allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Á Alicante er að finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa; náttúrufegurð Miðjarðarhafsins, ríka sögu og fjölbreytta menningu.

Meðfram borginni er 7 km strandlengja sem hefur m.a. að geyma borgarströndina Playa Postiguet sem er staðsett við gamla bæ Alicante. Hún er við rætur fjallsins Benacantil þar sem 8. aldar kastalann Santa Barbara er að finna.

Kjörið er að fara í dagsferð til ægifögru eyjunnar Tarabarca, sem hefur verið kölluð paradís kafarans og róðrarbrettakappa.

Í nágrenninu er úrval skemmtigarða á borð við Aquopolis, Terra Mítica, Pola Park og Rio Safari. Þar er einnig úrval gönguleiða um tilkomumikil fjöll, kletta, skóga, gil og hella.

Skoða flug til Alicante

Barcelona

Við fljúgum til Bacelona allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Barcelona er mögulega hinn fullkomni staður fyrir borgarferð. Sérkennileg listfengi Antoní Gaudí veitir borginni einstakt yfirbragð. Leyfðu hressandi flamenkótaktinum sem ómar frá Römblunni að bera þig milli hinnar ævintýralegu Casa Catlló, að sérviskulegri ringulreið Parc Güell og hinni tignarlegu ófullgerðu dómkirkju, Sagrada Famílía.

Illa Fantasia vatnagarðurinn, sædýrasafnið, dýragarðurinn, Big fun safnið, sýndarveruleikaferð í gegnum FC Barcelona safnið og heimsókn á Camp Nou eru vís með að gleðja alla fjölskylduna.

Svalandi sangríur, ljúffengt sjávarfang, heiðblár himinn og sólríkar borgarstrendur taka svo hlýlega á móti þér þegar þú vilt halla þér aftur og slaka á.

Skoða flug til Barcelona

Gran Canaria

Við fljúgum til Gran Canaria frá október til apríl, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Gran Canaria er gjarnan líkt við smækkaða heimsálfu enda eru þar að finna eldfjöll, gljúfur, sandöldur, strendur, fossa, skóga og vínhéröð – allt í akstursfjarlægð.

Í höfuðborg eyjunnar, Las Palmas, er að finna sögulegan arkitektúr og ljúffengan mat þar sem spænsk og afrísk matarmenning mætast. Eyjan státar gullnum ströndum eins og Maspalomas þar sem eyðimerkurlegar sandöldurnar mæta fagurbláu hafinu.

Lengra inn í landi er að finna gróskumikla skóga, sögulega bæi og stórbrotið útsýni. Vatnagarðar, gagnvirk söfn og menningarhátíðir tryggja skemmtun fyrir alla aldurshópa. Gran Canaria er áfangastaður þar sem hvert augnablik er baðað í sól og ævintýrin eru aldrei langt undan.

Skoða flug til Gran Canaria

Mílanó

Við fljúgum til Mílanó í maí – október, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Ótrúleg list, ástríða fyrir tísku, gómsætur matur og knattspyrnustórveldi – Mílanó býður upp á þetta allt og margt fleira. Hvernig líst þér á dómkirkjur og kastala, tilvalda fyrir mannlífsskoðun, og falleg vötn í næsta nágrenni? Bellissima!

Ef þú vilt sjá smá Da Vinci, smakka bragðgott risotto eða fara í góðan verslunarleiðangur (taktu kreditkortið með!) þá er Mílanó áfangastaðurinn fyrir þig.

Fyrir forvitna er Leonardo Da Vinci safnið, helgað tækni og vísindum, ómissandi áfangastaður. Þá státar borgin einu elsta sjávardýrasafni heims Aquario Civico, fallegum görðum á borð við Parco Sempione og sögufrægum virkjum.

Skoða flug til Mílanó

Nice

Við fljúgum til Nice í júní - september, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Nice býður upp á blöndu af líflegu strandlífi, sögulegum fróðleik og fjölbreyttri matarupplifun. Borgin er staðsett á frönsku Rivíerunni svo stutt er í ævintýrin, allt frá lavanderferðum til fjallaferða.

Í Nice finna öll eitthvað við sitt hæfi, þar er hægt að leika sér á sólbaðaðri ströndinni, kanna skapandi leikvelli og sökkva sér í list og menningu borgarinnar. Þar er að finna markaði með ferskvöru og handverk úr héraði. Á hverju ári eru haldnar menningarhátíðir og viðburðir sem gera heimsóknina ógleymanlega. Svo við tölum nú ekki um víðsfræga Niçoise matseld heimamanna, arkitektúrinn og kennileiti borgarinnar.

Skoða flug til Nice

Róm

Við fljúgum til Rómar allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Þegar þú ert í Róm er best að gera eins og Rómverjar og lifa hinu ljúfa lífi – la dolce vita. Rölta í rólegheitum um hellulögð strætin og fylgjast með mannlífinu.

Kannaðu sjö hæðir Rómar – sæktu Vatíkanið, Péturskirkjuna og sistínsku kapelluna heim. Söfnin Explora og Welcome to Rome upp á gagnvirka upplifun þar sem hægt er að ferðast aftur í tímann og glæða söguna lífi fyrir yngri ferðalanga.

Rómverjar hlúa vel að görðunum sínum og eru þeir fullkominn staður til að slaka á og njóta náttúrukyrrðar í borginni. Í garðinum Villa Borghese má leigja hjól, klappa mörgæs, gefa svönum af árabát nú eða leita að leynigarðinum.

Skoða flug til Rómar

Tenerife

Við fljúgum til Tenerife allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Þægilegt loftslag, öruggt umhverfi, sól, sandur og allar nauðsynjar í göngufæri – Tenerife hefur að geyma hina fullkomnu uppskrift að fjölskyldufríi.

Tækifærin til útivistar og afþreyingar eru óþrjótandi. Hægt er að ferðast með kláf eða á tveimur jafnfljótum upp eldfjallið Pico del Teide - hæsta tind Spánar, kanna gróðursæla gljúfrið Barranco del Infierno eða ferðast að falda þorpinu Masca.

Það er hægt að ganga milli sólríku strandanna Los Cristianos, Playa de las Americas og Adeje sem flæða hver inn í aðra. Skammt frá strandbæjunum er að finna skemmtigarðana Siam Park, Aqualand, Monkey Park og Loro Parque.

Skoða flug til Tenerife

Við fljúgum til Alicante allan ársins hring, skoðaðu  flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Á Alicante er að finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa; náttúrufegurð Miðjarðarhafsins, ríka sögu og fjölbreytta menningu.

Meðfram borginni er 7 km strandlengja sem hefur m.a. að geyma borgarströndina Playa Postiguet sem er staðsett við gamla bæ Alicante. Hún er við rætur fjallsins Benacantil þar sem 8. aldar kastalann Santa Barbara er að finna.

Kjörið er að fara í dagsferð til ægifögru eyjunnar Tarabarca, sem hefur verið kölluð paradís kafarans og róðrarbrettakappa.

Í nágrenninu er úrval skemmtigarða á borð við Aquopolis, Terra Mítica, Pola Park og Rio Safari. Þar er einnig úrval gönguleiða um tilkomumikil fjöll, kletta, skóga, gil og hella.

Skoða flug til Alicante 

,

Við fljúgum til Bacelona allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Barcelona er mögulega hinn fullkomni staður fyrir borgarferð. Sérkennileg listfengi Antoní Gaudí veitir borginni einstakt yfirbragð. Leyfðu hressandi flamenkótaktinum sem ómar frá Römblunni að bera þig milli hinnar ævintýralegu Casa Catlló, að sérviskulegri ringulreið Parc Güell og hinni tignarlegu ófullgerðu dómkirkju, Sagrada Famílía.

Illa Fantasia vatnagarðurinn, sædýrasafnið, dýragarðurinn, Big fun safnið, sýndarveruleikaferð í gegnum FC Barcelona safnið og heimsókn á Camp Nou eru vís með að gleðja alla fjölskylduna.

Svalandi sangríur, ljúffengt sjávarfang, heiðblár himinn og sólríkar borgarstrendur taka svo hlýlega á móti þér þegar þú vilt halla þér aftur og slaka á.

Skoða flug til Barcelona 

,

Við fljúgum til Gran Canaria frá október til apríl, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Gran Canaria er gjarnan líkt við smækkaða heimsálfu enda eru þar að finna eldfjöll, gljúfur, sandöldur, strendur, fossa, skóga og vínhéröð – allt í akstursfjarlægð.

Í höfuðborg eyjunnar, Las Palmas, er að finna sögulegan arkitektúr og ljúffengan mat þar sem spænsk og afrísk matarmenning mætast. Eyjan státar gullnum ströndum eins og Maspalomas þar sem eyðimerkurlegar sandöldurnar mæta fagurbláu hafinu.

Lengra inn í landi er að finna gróskumikla skóga, sögulega bæi og stórbrotið útsýni. Vatnagarðar, gagnvirk söfn og menningarhátíðir tryggja skemmtun fyrir alla aldurshópa. Gran Canaria er áfangastaður þar sem hvert augnablik er baðað í sól og ævintýrin eru aldrei langt undan.

Skoða flug til Gran Canaria 

,

Við fljúgum til Mílanó í maí – október, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Ótrúleg list, ástríða fyrir tísku, gómsætur matur og knattspyrnustórveldi – Mílanó býður upp á þetta allt og margt fleira. Hvernig líst þér á dómkirkjur og kastala, tilvalda fyrir mannlífsskoðun, og falleg vötn í næsta nágrenni? Bellissima!

Ef þú vilt sjá smá Da Vinci, smakka bragðgott risotto eða fara í góðan verslunarleiðangur (taktu kreditkortið með!) þá er Mílanó áfangastaðurinn fyrir þig.

Fyrir forvitna er Leonardo Da Vinci safnið, helgað tækni og vísindum, ómissandi áfangastaður. Þá státar borgin einu elsta sjávardýrasafni heims Aquario Civico, fallegum görðum á borð við Parco Sempione og sögufrægum virkjum.

Skoða flug til Mílanó 

,

Við fljúgum til Nice í júní - september, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Nice býður upp á blöndu af líflegu strandlífi, sögulegum fróðleik og fjölbreyttri matarupplifun. Borgin er staðsett á frönsku Rivíerunni svo stutt er í ævintýrin, allt frá lavanderferðum til fjallaferða.

Í Nice finna öll eitthvað við sitt hæfi, þar er hægt að leika sér á sólbaðaðri ströndinni, kanna skapandi leikvelli og sökkva sér í list og menningu borgarinnar. Þar er að finna markaði með ferskvöru og handverk úr héraði. Á hverju ári eru haldnar menningarhátíðir og viðburðir sem gera heimsóknina ógleymanlega. Svo við tölum nú ekki um víðsfræga Niçoise matseld heimamanna, arkitektúrinn og kennileiti borgarinnar.

Skoða flug til Nice 

,

Við fljúgum til Rómar allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Þegar þú ert í Róm er best að gera eins og Rómverjar og lifa hinu ljúfa lífi – la dolce vita. Rölta í rólegheitum um hellulögð strætin og fylgjast með mannlífinu.

Kannaðu sjö hæðir Rómar – sæktu Vatíkanið, Péturskirkjuna og sistínsku kapelluna heim. Söfnin Explora og Welcome to Rome upp á gagnvirka upplifun þar sem hægt er að ferðast aftur í tímann og glæða söguna lífi fyrir yngri ferðalanga.

Rómverjar hlúa vel að görðunum sínum og eru þeir fullkominn staður til að slaka á og njóta náttúrukyrrðar í borginni. Í garðinum Villa Borghese má leigja hjól, klappa mörgæs, gefa svönum af árabát nú eða leita að leynigarðinum.

Skoða flug til Rómar 

,

Við fljúgum til Tenerife allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Þægilegt loftslag, öruggt umhverfi, sól, sandur og allar nauðsynjar í göngufæri – Tenerife hefur að geyma hina fullkomnu uppskrift að fjölskyldufríi.

Tækifærin til útivistar og afþreyingar eru óþrjótandi. Hægt er að ferðast með kláf eða á tveimur jafnfljótum upp eldfjallið Pico del Teide - hæsta tind Spánar, kanna gróðursæla gljúfrið Barranco del Infierno eða ferðast að falda þorpinu Masca.

Það er hægt að ganga milli sólríku strandanna Los Cristianos, Playa de las Americas og Adeje sem flæða hver inn í aðra. Skammt frá strandbæjunum er að finna skemmtigarðana Siam Park, Aqualand, Monkey Park og Loro Parque.

Skoða flug til Tenerife 

,

Við fljúgum til Orlando í september - maí, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Orlando er þungamiðja sólríkra þemagarða og virkar líkt og segull á fjölskyldur í fríi um allan heim. Efst á óskalistanum eru líklega hinn risastóri Disney World og Universal Studio. Eftir ferðir þangað eiga börnin þín (og jafnvel þitt innra barn) eftir að ljóma af gleði!

Ekki þarf að fara langt út fyrir borgina til þess að finna fallega græna náttúru og vötn á borð við þjóðgarðinn Wekiva Springs.

Thornton Park, Lake Eola, Winter Park og Sand Lake Road bjóða upp á huggulega sólbaðaða menningarupplifun umkringda lifandi tónlist og gómsætum mat og strendurnar við Sarasota eða Daytona eru ekki langt undan.

Skoða flug til Orlando 

,

Við fljúgum til Raleigh Durham allan ársins hring, skoðaðu flugáætlunina okkar til að fá nánari upplýsingar um það flugtímabil sem þú hefur í huga.

Höfuðborg Norður-Karólínu er Raleigh, falleg og gróðursæl borg sem staðsett er mitt á milli strandlengjunnar og fjalladýrðarinnar, góður miðpunktur ef kanna á allt það sem fylkið státar af. Meðal áhugaverðra staða í nágrenninu má nefna má nefna Blue Ridge Parkway í Norður-Karólínu, stórkostlegan fjallgarð sem hefur meðal annars að geyma þjóðgarðana Shenandoah og Great Smoky Mountains.

Borgin myndar svokallaðan „þríhyrning þekkingar“ með borgunum Durham og Chapel Hill, en innan hans er hæsta menntunarstig íbúa í Bandaríkjunum. Heppilega eru þeir ekki bara gáfaðir heldur líka sérstaklega þekktir fyrir hversu vingjarnlegir þeir eru.

Kíktu á strendur Norður-Karólínu, upplifðu ekkta háskólastemmningu og smakkaðu ljúffengan mat – eða óteljandi kraftbjóra.

Skoða flug til Raleigh Durham 

,

Upplifðu þægindi og slökun í endurnærandi sólarferð með Icelandair VITA til Orlando, Alicante, Rómar, Barcelona eða Lalandia.

Njóttu þess að bóka allt á einum stað og velja úr góðum gistimöguleikum.

Flogið er með áætlunarflugi til og frá öllum áfangastöðum.

Skoða sólarferðir Icelandair VITA