Sumaráætlun Icelandair 2021 | Icelandair
Pingdom Check

Hvar verður þú næsta sumar?

Þegar vetrarmyrkrið tekur völdin er gott að eiga utanlandsferð í vændum, kannski á hlýrri og bjartari slóðir. Kynntu þér það fjölbreytta úrval áfangastaða sem við bjóðum upp á fyrir sumarið 2021. Ef aðstæður breytast getur þú alltaf breytt miðanum.

Hugarró á flugi

Ferðalög geta verið snúin meðan COVID-19 faraldurinn geisar og margar spurningar geta vaknað. Öryggi þitt er okkar helsta forgangsatriði. 

Við viljum benda þér á gagnlegar upplýsingar varðandi þær aðgerðir sem við höfum gripið til í ljósi aðstæðna, og benda um leið á það sem þú getur gert.