Sértilboð | Icelandair
Pingdom Check

Tvöfaldir tilboðsdagar!

Þú færð tvöfalda Vildarpunkta og einnig tvöföld Fríðindastig þegar þú bókar flug til valinna áfangastaða dagana 29. mars til 3. apríl, 2023.

Það eina sem þú þarft að gera er að setja inn Saga Club númerið þitt í bókunina. Að flugi loknu færðu Vildarpunktana og Fríðindastigin á Saga Club reikninginn þinn ásamt tvöfölduninni.

Tvöfaldaðu ferðagleðina og finndu þína ferð strax í dag.

Áfangastaðirnir eru Boston, Kaupmannahöfn, London Heathrow, Stokkhólmur og Osló.

Ferðatímabil er maí & júní, 2023.

Athugið að félagar safna einnig Vildarpunktum þegar greitt er með punktum.

Vildarpunktar og Fríðindastig - hver er munurinn?

Munurinn á Vildarpunktum og Fríðindastigum er sá að Vildarpunktar eru til að nota og Fríðindastig eru til að njóta.

Hægt er að nota punkta til greiðslu fyrir flug og aðrar vörur, svo sem veitingar um borð, þráðlaust net, hótel, bílaleigubíl og margt fleira.

Fríðindastig segja til um hvers konar aðild félagar eru með í Icelandair Saga Club og þá hvers konar fríðinda félagar njóta hjá Icelandair.

Saga Club félagar safna jafnmörgum Vildarpunktum og Fríðindastigum fyrir flug með Icelandair. Hér er hægt að sjá hversu mikið félagar safna fyrir flug með Icelandair.