Flug til London
Kóngafólk, kastalar og merkilegir minnisvarðar í bland við tísku, tónlist og sviðslistir. Að segja að London sé þekkt um allan heim er eiginlega ekki nægilega sterkt til orða tekið. Icelandair býður dagleg flug til London, allt árið um kring. Hvort sem þú ert á leið í viðskiptaferð eða skemmtiferð, þá veldur London engum vonbrigðum.