Töff búðir í bland við virðulegar verslanir, sem bera konunglegt innsigli - en það fá bara verslanir sem hafa séð konungsfjölskyldunni fyrir húsbúnaði og þjónustu, hefð sem nær allt aftur til þess tíma sem Hinrik II sat á valdastóli, árið 1155. Í leikhúsum eru sett á svið verk leikskálda á borð við Sófókles, Shakespeare, Dickens, Ibsen, Hart/Kaufman, Albee, Shaffer, Lloyd Webber – og svo framvegis og framvegis. Söfn á heimsmælikvarða sem sýna ekki bara mynd- og höggmyndalist, heldur leikföng, samgöngur, læknisfræði, tísku, sögu Florence Nightingale og meira að segja Sherlock Holmes!