Flug til London, ódýrt flug til Englands, Beint flug til Lundúna allt árið | Icelandair
Pingdom Check

Flug til London

Kóngafólk, kastalar og merkilegir minnisvarðar í bland við tísku, tónlist og sviðslistir. Að segja að London sé þekkt um allan heim er eiginlega ekki nægilega sterkt til orða tekið. Hvort sem þú ert á leið í viðskiptaferð eða skemmtiferð, þá veldur London ekki vonbrigðum.

London

Bretland
Fólksfjöldi: 10.549.000 milljónir (2016)Svæði: 1.572 km2Samgöngur: Neðanjarðarlestarkerfið í London, yfirleitt kallað „the Tube“, er eitt elsta sinnar tegundar í heiminum. Það er enn einn ódýrasti og einfaldasti ferðamátinn um borgina. Ef þú vilt meira næði getur þú stokkið inn í einn af rómuðu svörtu leigubílum á götunum, eða hoppað um borð í tvöfaldan, rauðan strætisvagn – sem er einkennandi fyrir London.Gjaldmiðill: SterlingspundSpennandi hverfi: Walthamstow - Brixton - Deptford and New Cross - Peckham - Homerton and Clapton - Leyton and Leytonstone - Soho - Camden Town

Verslað eins og konungbornir

Töff búðir í bland við virðulegar verslanir, sem bera konunglegt innsigli - en það fá bara verslanir sem hafa séð konungsfjölskyldunni fyrir húsbúnaði og þjónustu, hefð sem nær allt aftur til þess tíma sem Hinrik II sat á valdastóli, árið 1155. Í leikhúsum eru sett á svið verk leikskálda á borð við Sófókles, Shakespeare, Dickens, Ibsen, Hart/Kaufman, Albee, Shaffer, Lloyd Webber – og svo framvegis og framvegis. Söfn á heimsmælikvarða sem sýna ekki bara mynd- og höggmyndalist, heldur leikföng, samgöngur, læknisfræði, tísku, sögu Florence Nightingale og meira að segja Sherlock Holmes!

Sögulegar minningar

Heimsókn til London er dálítið eins og að taka þátt í sögunni. Það er erfitt að hafa augun af varðmönnunum við Buckingham-höll þegar þeir eiga vaktaskipti eða bera saman úrið þitt og Big Ben, en London hefur meira fram að færa en kastala. Fjölmargir gestir nýta sér neðanjarðarlestina, eða „the Tube“ til að komast leiðar sinnar í borginni, en aðrir vilja heldur hoppa upp í rauðan, tveggja hæða strætisvagn eða einfaldlega nýta sér hina margrómuðu, svörtu leigubíla. London er frábær gönguborg, þar sem áhugaverðir staðir, hljóð og jafnvel lykt, bíða manns á hverju götuhorni, þar sem menning og áhrif frá öllum heimshornum blandast áreynslulítið saman. 

Upplifðu kráarmenninguna... í hófi!

Í Englandi er mjög afgerandi kráarmenning. Einfaldur matur og vinalegt andrúmsloft eru helstu merki hinnar hefðbundnu hverfiskráar - jafnvel í miðri borginni. Njóttu þess að sötra „pint“ eða tvo og spjalla um fótboltaleiki liðinnar stundar. Ef heppnin er með þér gætir þú nælt þér í miða á leiki með stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni, eins og Arsenal, Chelsea, Crystal Palace eða Tottenham, sem er eitthvað sem seint gleymist. Hún er bæði kunnugleg og leyndardómsfull í senn – London býður sannarlega upp á allt!

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!