Beint flug til Madrid
Reyndu að fá sem mestan svefn áður en flugvélin snertir jörð í Madríd – þetta er borg sem vakir helst frameftir og við höldum að þú viljir ekki missa af því. Barir og næturlíf er margrómað en það er mun meira um að vera í þessari skemmtilegu borg.
Icelandair býður upp á ódýr flug reglulega til Madríd þar sem næturlífið er ógleymanlegt og hægt er að eyða dögunum í að virða fyrir sér list á heimsmælikvarða, fjöruga flamenco-dansa, glæsispörk á boltavellinum og forvitnilega flóamarkaði – að ógleymdum öllum tapasréttunum sem þú getur látið þér til munns.