Byrjaðu daginn á því að fylgjast með mannlífinu og skipuleggja ferðina með drykk í hönd við eitt af stóru torgunum. Þú getur valið úr fjölmörgum fallegum torgum; Plaza Mayor, Plaza de Cibeles og Puerta del Sol eru allir góðir valkostir. Svo þarf að taka ákvörðun: Viltu fara í skoðunarferð um hina dýrðlegu konungshöll, Palacio Real, eða skoða stórkostleg listaverk í Museo del Prado eða Museo Reina Sofia? Ekki má missa af spænskum stórmeisturum á borð við Picasso, Goya, Dalí og Velázquez.
Ef þú hefur meiri áhuga á fótbolta skaltu halda beint á Santiago Bernabéu, heimavöll Real Madrid, eða á Wanda Metropolitano, heimavöll Atlético Madrid. Fáðu þér miða á leik og fagnaðu með hinum tugþúsundum áhangenda og upplifðu alvöru ástríðu eða farðu einfaldlega í skoðunarferð um leikvanginn. Smá siesta seinnipart dags sakar ekki – El Retiro er dásamlegur garður fyrir smá stopp. Kvöldið býður þín með úrvali af menningartengdri afþreyingu: Hvernig væri að fara á ósvikna flamenco-sýningu eða jafnvel sjá eitt umdeilt nautaat?