Við vitum að matur er mikilvægur þáttur í öllum Ítalíureisum. Mílanó bregst ekki bogalistin í þeim efnum, enda einkennisréttir borgarinnar ekki af verri endanum: Risotto alla milanese (auðvitað með miklu smjöri og ilmandi saffran) og svo auðvitað Cotaletta alla milanese (þunnar kálfakjötssneiðar í brauðhjúp, steiktar upp úr meira smjöri). Þú getur þefað upp allar trattoríurnar í hliðargötunum, öll skemmtilegu kaffihúsin og vínbarina sem og fjölmarga Michelin-stjörnu veitingastaði. Þú finnur góða veitingastaði meðal annars í hverfunum Porto Garibaldi, Brera og Navigli. Unga fólkið heldur aðallega til Porto Romana.
Til að koma matarlystinni af stað er nauðsynlegt að heimsækja Peck, verslun sem heimamenn hafa í hávegum, en hún hefur verið starfrækt frá árinu 1883. Auðvitað má ekki gleyma að fagna einnig hefðum heimamanna og fá sér aperitivo, lystaukandi drykk með bragðgóðum léttum veitingum. Þetta er hinn ítalski „happy hour“, með stíl.