Pakkaðu niður einhverju sem lagar höfuðverkinn, þú átt eftir að vilja kanna borgina að degi til og áhugaverðir staðir í München gera listann langan. Uppgötvaðu Altstadt, hinn sögulega gamla borgarhluta, og teldu saman öll þau söfn sem á vegi þínum verða. Alte Pinatkothek er stútfullt af verkum gömlu evrópsku meistaranna. Safnið fær þó verðuga samkeppni frá vísindum, sagnaarfi og nútímalegri list.
Þú getur vottað mótorrisanum BMW virðingu þína á safninu eða í skoðunarferð um verksmiðjuna. Kíktu næst í Englischer Garten en sá garður er stærri en Central Park í New York. Það eru einstakir bjórgarðar í garðinum sjálfum, þar með talinn einn sá elsti í bænum sem gengur undir nafninu Chinesischer Turm. Hann er staðsettur við kínverska turninn og hefur verið starfræktur síðan 1791.