Pingdom Check

Flug til Osló

Osló er höfuðborg Noregs og tilvalið að hefja ferðalag um Noreg í borginni. Hún stendur við Oslófjörð, umkringd ótrúlegri náttúrufegurð. Beint flug er til Osló allt árið.

Osló

Noregur
Fólksfjöldi: 1,7 milljónir (2016)Svæði: 454 km²Samgöngur: Rútur, strætó, metró, tram, neðanjarðarlestir og ferjur.Gjaldmiðill: Norskar krónurSpennandi hverfi: Grünerløkka - Stortingsgaten - Karl Johans Gate - Tryvannstårnet - Aker Brygge

Noregur er meira en bara Osló

Þótt auðvelt sé að slaka á í Osló á hvaða tíma árs sem er eru vorin og sumrin þegar allt er í blóma sérstaklega indæl. Norðmenn jafnt sem ferðamenn hópast í almenningsgarða og á útikaffihús til að njóta lífsins og sólarinnar. Það er tilvalið að fara í dagsferð og aka norður á bóginn og þræða bláa og nánast endalausa firði, aka um skógivaxnar fjallshlíðar og yfir straumharðar ár, sem flestar eru iðandi af laxi og silungi. Heimsæktu Noreg í hjarta Skandinavíu.

Fallegur sumardagur í Osló

Ættirðu að bóka flug til Osló? Já. Án þess að hika. Fallegur sumardagur í Osló er hrein unun. Sólin er björt. Allskyns kaffi- og veitingahús. Frábær verslunarsvæði, skemmtigarðar og söfn. Það er enn hægt að upplifa náttúruna í Noregi í sinni tærustu mynd. Loft og vatn er eins tær og heiðblár himinninn. Osló kemur skemmtilega á óvart, svo mikið er víst.

Gott að vita

Prófaðu Consenzo við Solliplass og Lapsetorvet, frönsk matargerð. Druen, veitingastaður og bar, Standen 1 Akerbrygge, með útsýni yfir Oslófjörð. Lofoten Fiskerestaurant, Standen 75 Akerbrygge, frábært sjávarfang úr tærum sjó Noregs. Bagatelle, Bygdöv allé 3, einn af bestu veitingastöðum í Osló, tvær Michelin-stjörnur.

Prófaðu Karl Johans Gate, verslanir og verslunarmiðstöðvar, Bogstadveien og Hegdahaugsveien, fræg merki, H&M, Vero Moda o.fl. Torvald Mayrs Gate, fatnaður og listmunir. Oslo City, stór verslunarmiðstöð nálægt aðalbrautarstöðinni.