Flug til Portland
Icelandair býður ódýrt beint flug til Portland. Íbúafjöldi á Portland svæðinu nemur um 2,3 milljónum íbúa. Portland er í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Seattle.
Allir byrja smátt, og Portland í Oregon-fylki er þar engin undantekning. Borgin byrjaði sem áningarstaður við ána Willamette fyrir ferðalanga á leið milli borgarinnar Oregon og Vancouver-virkisins um miðja 19. öld og hefur allar götur síðan vaxið og dafnað.