Flug til Salzburg
Það er tónlistin sem helst heldur nafni Salzburg á lofti en hún er í seinni tíð ekki síður rómuð fyrir frábær skíðasvæði í grennd við borgina. Hvorki tónlistarunnendur né skíðakappar verða sviknir af vetrarheimsókn til þessarar fögru menningarborgar í hjarta Evrópu.
Borgin er kjörinn áfangastaður fyrir alla þá sem þyrstir í að bruna niður skíðabrekkurnar, anda að sér fersku fjallalofti í faðmi Alpanna og kynnast heimaborg höfuðsnillingsins Mozart. Svo ekki sé talað um Sound of Music!
Icelandair flýgur til Salzburg milli 21. desember 2022 og 11. mars 2023.