Það skiptir ekki máli hvert þú ferð, það er stórkostlegt landslag svo langt sem augað eygir. Mount Rainier er stórbrotið fjall í bakgrunni borgarinnar. Það eru garðar alls staðar, strandlengjan bíður þess að vera skoðuð og alls konar afþreying er í boði. Ferja yfir Puget Sound til nærliggjandi eyja er ódýrt og skemmtilegt ferðalag og Olympic-skaginn laðar að.
Ef þú ert í skapi fyrir frekari skoðunarferðir þá er stutt að keyra til Vancouver í Kanada. Ekki er síðri hugmynd að halda í suðurátt og heimsækja Portland, Oregon. Það er í nokkurra klukkustunda fjarlægð og þar eru fjölmargir almenningsgarðar, spennandi brugghús og annað skemmtilegt. Viltu fara enn lengra? Hvað með að fljúga til Seattle og keyra svo alla leið suður til San Francisco eða Los Angeles?