Flug til Tel Aviv | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Tel Aviv

Tel Aviv liggur að Miðjarðarhafi og kvöldin eru lífleg við hina 14 kílómetra löngu strandlengju. Þar að auki er stutt í náttúruundur og sögustaði í Ísrael.

Icelandair býður upp á beint flug til Tel Aviv. Komdu og upplifðu Miðjarðarhafsnæturnar, kannaðu sögu og menningu svæðisins, eyðimörkina og Dauðahafið.

Icelandair flýgur til Tel Aviv frá 21. júní til 29. október 2023.


Tel Aviv

Ísrael
Fólksfjöldi: 460.000Svæði: 52 ferkílómetrarSamgöngur: Tel Aviv hentar vel til hjólreiða, þægilegt er að ferðast um borgina á reiðhjóli eða hlaupahjóli. Strætisvagnar ganga með stuttu millibili frá miðborginni út í hverfi á borð við Jaffa. Lestin hentar vel til að komast til og frá flugvelli og fyrir dagsferðir til nágrannaborga eins og Jersúalem.Gjaldmiðill: shekelSpennandi hverfi: Neve Tzedek – Florentin – Lev Ha’ir – Jaffa – Shapira – Yemenite

Hvað er við að vera í Tel Aviv?

Ef þú sækist eftir meiru en afslöppuðu strandlífi, eru hér litrík og lífleg hverfi, hvert með sinn karakter og fjöldi safna, sýninga og menningarviðburða sem veita innsýn í fortíð þessa mikla sögusvæðis.

Hin ævaforna hafnaborg Jaffa er elsti hluti Tel Aviv og byggingarstíllinn og þau þröngu stræti sem þar er að finna eru mjög frábrugðin öðrum bæjarhlutum.

Komdu við á flóamarkaðnum og kannaðu gömlu höfnina.

Í Tel Aviv má finna eitt glæsilegasta samansafn Bauhaus-bygginga sem fyrirfinnst í heiminum, hina svokölluðu hvítu borg sem hefur verið viðurkennd af Heimsminjaskrá UNESCO. Leggðu leið þína eftir hinu gróðursæla breiðstræti Rothschild Boulevard og virtu fyrir þér þennan tilkomumikla arkitektúr.

Matur í Tel Aviv

Tel Aviv er sannkallaður suðupottur og í matargerðinni gætir fjölbreyttra menningaráhrifa víða að um Miðjarðarhafið. Af því allra helsta má nefna falafel, hummus, shawarma og shakshuka (þetta er vinsæll morgunverður sem samanstendur af bökuðum eggjum í bragðmikilli tómatsósu). Hér fæst nóg af ferskvöru og því er kjörið að bragða á salötum, söfum og smoothie drykkjum.

Carmel markaðurinn er sá stærsti í Tel Aviv. Þar má finna ógrynni krydda, fata og ferskvöru. Þau sem leita að ódýrum og ljúffengum mat ættu sömuleiðis að líta við á markaðnum, hér má fá hummus, halva, boureka og beyglur í hæsta gæðaflokki.

Nýstárlegri matargerð má finna á Sarona markaðinum, en þar eru fleiri en 100 básar sem framreiða mat hvaðanæva að úr veröldinni.

Afþreying í Tel Aviv

Ekkert jafnast á við göngutúr eða hjólaferð eftir veginum sem heimamenn kalla Tayelet.

Annar endi leiðarinnar er við gömlu höfnina í Jaffa til suðurs og hinn liggur að smábátahöfninni í norðri. Meðfram leiðinni liggja ótal strandir, barir og kaffihús þar sem má planta sér niður og fylgjast með sólsetrinu.

Ef þú vilt heldur sleppa við sandinn, má mæla með Gordon Pool, sjólaug sem er staðsett steinsnar frá smábátahöfninni við norðurenda Tayelet-leiðarinnar. Sömuleiðis er óhætt að mæla með Hayarkon garðinum, sem hentar vel fyrir lautarferðir, hjólreiðatúra og aðra útiveru.

Tel Aviv getur verið erilsöm og því getur verið hyggilegt að leita stöku sinnum út fyrir borgarmörkin. Til dæmis má mæla með dagsferð til hins forna virkis Masada, sem trónir á fjallstindi í miðri eyðimörkinni. Ferðamenn ýmist ganga á fjallið snemma morguns, áður en hitinn verður yfirgengilegur, eða taka kláfferjuna upp á topp. Svo má enda ferðina á heimsókn að ströndum hins brimsalta Dauðahafs.

Borgin Jersúalem er í aðeins 50 mínútna akstursfjarlægð frá Tel Aviv.

Besti tíminn til að heimsækja Tel Aviv

Besti tíminn til að heimsækja Tel Aviv er annars vegar frá apríl fram í júní og hins vegar frá september fram í október. Á þessum árstíma er enn hlýtt en þú sleppur við hitasvækju sumarsins og hápunkt ferðamannatímans.

Veturinn (frá desember fram í mars) einkennist gjarnan af rigningarveðri og hiti getur farið niður fyrir frostmark. Ef þú setur ekki vetrarkuldann fyrir þig, er þetta ódýrasti árstíminn til að fljúga til og dvelja í borginni.

Við mælum með því að bóka flugið til Tel Aviv með fyrirvara, til að fá sem best verð.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!