Flug til Tenerife | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Tenerife

Ef til er einhver uppskrift að fullkomnu fjölskyldufríi, samanstendur hún sennilega af þægilegu loftslagi, öruggu umhverfi, sól, sandi og auðveldu aðgengi að öllum helstu nauðsynjum. Með öðrum orðum, öllu því sem Tenerife hefur upp á að bjóða.

Fyrir utan afslöppun og batteríáfyllingu, stendur líka til boða fjölbreytt afþreying fyrir alla aldurshópa. Tækifæri til útivistar og afþreyingar eru óþrjótandi.

Ef þú vilt enn meiri þægindi og dekur þá er Icelandair VITA með pakkaferðir til Tenerife þar sem gæði og góð þjónusta eru í fyrirrúmi.

Tenerife

Spánn
Fólksfjöldi: 917.841 (2019)Svæði: 2.034 km²Samgöngur: Rútuferðir standa til boða milli flestra borga og bæja á eyjunni.Gjaldmiðill: EvraSpennandi hverfi: Playa de las Américas - Costa Adeje - Los Cristianos - El Teide

Los Cristianos og Ameríska ströndin

Vinsælustu ferðamannastaðina er að finna á hinum sólríka suðurhluta eyjarinnar. Í ferðamannabænum Los Cristianos úir allt og grúir af börum og veitingastöðum og hér er fjölbreytt framboð á hótelgistingu. Það er ekki alveg laust við að andi sjávarþorpsins sem var hér áður svífi enn yfir vötnum á sumum götum bæjarins. Ströndin ekki langt undan, með aðstöðu til afslöppunar og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi. Spölkorn frá Los Cristianos má svo finna ekki síður vinsælan áfangastað ferðamanna, Playa de las Americas, eða Amerísku ströndina, en þar má finna úrval veitingastaða, verslana og skemmtana fyrir alla aldurshópa.

Það liggur fyrir að flestir þeirra sem ferðast til Tenerife vilji taka frá einhvern hluta frísins til að slaka á og njóta lífsins á sólríkri suðurhafsströnd. En svo má líka bregða sér í bátsferð út á hafið bláa hafið, fara í töfrandi köfunar- og kajakleiðangur, eða leggja sér leið á eina af hinum fjölmörgu víngerðum eyjanna og dreypa á hreinræktuðu Kanaríeyjavíni. 

Puerto de Santiago og Los Gigantes

Þeir sem vilja komast örlítið út fyrir miðpunkt ferðamennskunnar, geta lagt leið sína til þorpanna Puerto de Santiago og Los Gigantes á vesturhluta eyjarinnar. Hér má eins og annarsstaðar á Tenerife finna fagrar strandir, en eitt helsta aðdráttarafl svæðisins er klettabeltið Acantilados de los Gigantes, eða Tröllhamrarnir, mörghundruð metra háir og tignarlegir klettaveggir.

El Teide þjóðgarðurinn

Það má segja að einn staður á Tenerife standi upp úr, í bókstaflegri merkingu! Eldfjallið Pico del Teide gnæfir yfir Kanaríeyjum og raunar öllum umdæmum Spánar. Þeir sem hafa í hyggju að fara á tveimur jafnfljótum alla leið upp á topp eiga nokkuð erfiða fimm tíma göngu fyrir höndum, en svo má líka taka kláfferjuna. Aðrir geta bara virt þennan glæsilega tind fyrir sér af láglendinu og notið allrar þeirrar náttúrufegurðar sem El Teide þjóðgarðurinn státar af.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!