Flug til Tenerife
Ef til er einhver uppskrift að fullkomnu fjölskyldufríi, samanstendur hún sennilega af þægilegu loftslagi, öruggu umhverfi, sól, sandi og auðveldu aðgengi að öllum helstu nauðsynjum. Með öðrum orðum, öllu því sem Tenerife hefur upp á að bjóða.
Fyrir utan afslöppun og batteríáfyllingu, stendur líka til boða fjölbreytt afþreying fyrir alla aldurshópa. Tækifæri til útivistar og afþreyingar eru óþrjótandi.
Ef þú vilt enn meiri þægindi og dekur þá er Icelandair VITA með pakkaferðir til Tenerife þar sem gæði og góð þjónusta eru í fyrirrúmi.