Vinsælustu ferðamannastaðina er að finna á hinum sólríka suðurhluta eyjarinnar. Í ferðamannabænum Los Cristianos úir allt og grúir af börum og veitingastöðum og hér er fjölbreytt framboð á hótelgistingu. Það er ekki alveg laust við að andi sjávarþorpsins sem var hér áður svífi enn yfir vötnum á sumum götum bæjarins. Ströndin ekki langt undan, með aðstöðu til afslöppunar og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi. Spölkorn frá Los Cristianos má svo finna ekki síður vinsælan áfangastað ferðamanna, Playa de las Americas, eða Amerísku ströndina, en þar má finna úrval veitingastaða, verslana og skemmtana fyrir alla aldurshópa.
Það liggur fyrir að flestir þeirra sem ferðast til Tenerife vilji taka frá einhvern hluta frísins til að slaka á og njóta lífsins á sólríkri suðurhafsströnd. En svo má líka bregða sér í bátsferð út á hafið bláa hafið, fara í töfrandi köfunar- og kajakleiðangur, eða leggja sér leið á eina af hinum fjölmörgu víngerðum eyjanna og dreypa á hreinræktuðu Kanaríeyjavíni.