Flug til Verona
Hin sögufræga borg Verona á Norður-Ítalíu er sannkallað augnayndi. Borgin býr yfir ríkulegu safni fagurra bygginga frá fyrri öldum. Hér gefur að líta glæstar kirkjur miðalda, rómversk borgarhlið, hringleikhús frá fyrstu öld eftir Krist og forkunnarfagrar brýr frá sama tímabili sem ganga yfir ána Adige. Borgin er þar að auki vettvangur frægustu ástarsögu allra tíma, leikrits William Shakespeare um Rómeó og Júlíu.
Flug til Verona er líka kjörin aðgönguleið að frábærum skíðasvæðum í töfrandi umhverfi með aðstöðu í hæsta gæðaflokki og óviðjafnanlegu útsýni. Verðu vetrarfríinu í faðmi Alpafjallanna á Norður-Ítalíu í skíðaferð með þínum nánustu.
Icelandair flýgur til Verona frá 20. desember 2023 til 2. mars 2024.
Kynntu þér skíðaferðir með Icelandair VITA. Heillandi svæði og frábærir gistimöguleikar.