Pingdom Check

Notaðu Vildarpunkta

Fjöldamörg fyrirtæki, innlend og erlend, bjóða þér að nýta Vildarpunktana til að kaupa vörur þeirra eða þjónustu. Hér finnur þú upplýsingar um hvernig nota má Vildarpunkta, hvaða möguleikar eru í boði, hversu marga Vildarpunkta þarf til og nánari leiðbeiningar um hvernig og hvar þú átt að bóka.

Notaðu Vildarpunkta til að bóka flug með Icelandair

Með punktum og peningum getur þú notað Vildarpunkta sem greiðslu fyrir flug til allra áfangastaða Icelandair, ýmist að fullu eða að hluta með því að blanda saman punktum og annarri greiðsluleið. Þú safnar punktum fyrir ferðina, þó að ferðin sé greidd að fullu með punktum. Njóttu Vildarpunktanna þinna og láttu drauminn um ferðalagið út í heim rætast!

Punktar og peningar:

 • Gerir þér kleift að nota Vildarpunkta sem greiðsluvalmöguleika.
 • Þú notar þá upphæð punkta sem þú vilt.
 • Þú getur greitt fyrir allt fargjaldið með punktum, líka skatta og gjöld.
 • Þú safnar Vildarpunktum þegar þú notar punkta.
 • Þú getur valið hvaða flug og sæti sem er, hvenær sem er.

Bóka núna

Innanlandsflug fyrir Vildarpunkta

Hér má sjá fjölda Vildarpunkta sem þarf fyrir flug aðra leið með Air Iceland Connect innanlands. Flugfargjald fram og til baka er því tvöfalt það gjald sem sýnt er hér að neðan.

FlugleiðH-fargjaldR-fargjald
Innanlandsflug* 17.500 14.000
Innanlandsflug um Akureyri** 26.250 21.000
Innanlandsflug frá Akureyri***   14.000

*Reykjavík – Akureyri/Egilsstaðir/Ísafjörður
**Reykjavík – Vopnafjörður/Grímsey/Þórshöfn um Akureyri
***Akureyri – Vopnafjörður/Grímsey/Þórshöfn

Barnaafsláttur er 25% fyrir börn 2 – 15 ára og 90% fyrir börn 0 – 2 ára.

Vildarferðir með Air Iceland Connect er hægt að bóka á heimasíðu Flugfélagsins Air Iceland Connect. Þar velur maður Saga Club sem tegund fargjalds á upphafsíðu bókunarvélarinnar. Ekkert þjónustugjald.

Félagamiði American Express

Handhafar Premium Icelandair American Express® geta áunnið sér réttindi á Félagamiða, ef tiltekinni veltu á 12 mánaða söfnunartímabili er náð. Félagamiði gefur aðal- eða aukakorthafa rétt á að bjóða ferðafélaga með sér frítt þegar hann kaupir sér sjálfur Vildarmiða, eins lengi og þeir ferðast saman að minnsta kosti aðra leið. Félagamiði er Vildarfargjald.

Þegar korthafi kaupir sér Vildarmiða á hann rétt á samskonar miða fyrir ferðafélaga í sama flug. Korthafinn getur leyft hverjum sem er að nýta Félagamiðann en verður sjálfur að vera að ferðast á Vildarmiða. Gildistíma Félagamiða er 6 mánuðir. 

Það sem þú þarft að vita

 • Söfnunartímabil: Korthafar Premium Icelandair American Express eiga rétt á Félagamiða fari velta á kortinu yfir 4 milljónir á 12 mánaða tímabili. Þegar meðlimur hefur öðlast réttindi á Félagamiða fær hann senda tilkynningu þess efnis í pósti heim til sín.
 • Gildistímabil: Tímabil veltunnar telst frá þeim mánuði sem kortið er gefið út. Tímabilið er ávallt 12 mánuðir og byrjar að telja að nýju ári síðar. Ef réttur á Félagamiða næst á miðju tímabili mun meðlimur fá tilkynningu þess efnis frá Kreditkortum og uppsöfnun hættir þar til kortið endurnýjast. Aðeins er heimilt að fá einn Félagamiða á hverju 12 mánaða tímabili. Réttindi á Félagamiða gilda í 6 mánuði frá upphaflegum útgáfudegi. Bóka verður ferð áður en réttindi á Félagamiða renna úr gildi. Eftir útgáfu farseðils gilda Vildarmiðar og Félagamiðar í eitt ár frá upphaflegum ferðadegi og fást útrunnir farseðlar ekki endurnýjaðir.
 • Farrými: Vildar- og Félagamiðar eru eingöngu í gildi í áætlunarflugi Icelandair. Bæði korthafi og ferðafélagi fljúga á Economy Class (að undanskyldu Economy Class Flex fargjaldi). Fargjald Félagamiða er ávallt það sama og á Vildarmiðanum.
 • Dvalartími: Dvelja þarf aðfaranótt sunnudags, annars er engin lágmarksdvöl. Hámarksdvöl er 1 ár.
 • Aðal og aukakorthafi: Aukakorthafi getur nýtt Vildarmiðann og tekið Félagamiða fyrir ferðafélaga sinn. Öll velta aðal- og aukakorthafa fer á kortareikning aðalkorthafa.
 • Lokað kort: Korthafi á ekki rétt á Félagamiða ef korthafi er með lokað kort vegna skuldar, ógildingar korts, lokunar vegna ábyrgðarmanns, ef kort hefur verið upptækt eða afskrifað, ef kort er í löginnheimtu, ef korthafi er látinn, ef korti er skilað inn tímabundið og ef kort er í geymslu að ósk útgefanda.
 • Fjöldi Félagamiða: Korthafi sem á fleiri en einn Félagamiða getur eingöngu nýtt einn Félagamiða með hverri Vildarferð sem hann bókar. Alltaf verður að bóka eina Vildarferð sem korthafi er sjálfur að ferðast með í á móti einum Félagamiða. Aukakorthafi, ef sá er með gilt American Express kort,  af sömu tegund og aðalkorthafi, hefur einnig heimild til að nýta félagamiðann á móti einum Vildarmiða. 
 • Tilboð: Farseðill gildir í ákveðinn tíma sem er auglýstur sérstaklega með hverju tilboði.
 • Sölu- og erfðamál: Óheimilt er að selja Vildarferðir. Icelandair áskilur sér rétt til að gera Vildarferð upptæka komi í ljós að hún hafi verið misnotuð. Vildarferðir veita hvorki Vildarpunkta né Kortastig. Félagamiðar erfast til aukakorthafa ef aukakorthafi er lögerfingi aðalkorthafans. Gildistími og skilmálar Félagamiðans haldast þá óbreyttir.
 • Kaup á Vildarpunktum: Til að kaupa Vildarpunkta þurfa félagar að skrá sig inn með aðgangsorði og lykilorði. Vinsamlegast athugið að það geta liðið allt að 24 tímar þangað til punktarnir birtast á Vildarreikningi viðkomandi. Þjónustugjald er innheimt fyrir hverja færslu.
 • Breytingar og forföll: 
  • Leyfilegt er að breyta um farrými á Vildarmiða og Félagamiða. Greiða þarf punktamismun upp á Comfort eða Saga Class, og einnig skattamismun ef við á. Punktamismun þarf að greiða af Saga Club reikningi aðalkorthafa, ef breytingar eru gerðar á Vildarmiða eða Félagamiða. 
  • Breytingar á Félagamiða og Vildarmiða ef báðir eru að ferðast saman: Báðir miðar borga breytingargjald og skattamismun ef við á. Aðalkorthafi þarf einnig að greiða punktamismun og skattamismun ef við á fyrir Vildarmiðann. Félagamiði greiðir ekki þjónustugjald.
  • Breytingar á Félagamiða og Vildarmiða eftir að ferð hefst: Vildarmiði og Félagamiði verða að ferðast saman, aðra leiðina. Ef að breyta á Félagamiða eftir að ferð hefst þarf Félagamiði að greiða breytingargjald og skattamismun. Ef sama fargjald er ekki til þarf að greiða punktamismun upp á hærra fargjald sem tekin er út af aðalkorthafa. Þjónustuver Icelandair s: 5050 100 gefur nánari upplýsingar.
  • Farþegum býðst að kaupa forfallagjald um leið og ferð er bókuð. Farþegum er ráðlagt að kynna sér skilmála forfallagjalds. Ef forfallagjald er keypt á Félagamiða og upp koma veikindi sem leiða til þess að afbóka þarf ferð gildir eftirfarandi fyrir Félagamiðann: Félagamiðinn er bakfærður og heldur sínum upphaflega gildistíma. Ef gildistími Félagamiðans er útrunninn endurnýjast miðinn og framlengist um 2 mánuði miðað við dagsetningu afbókunar. 
 • Bókanir og gjöld:
  • Bóka þarf Vildar- og Félagamiða hjá Þjónustuveri Icelandair í síma 5050 100. Greiða þarf þjónustugjald að upphæð 3.600 kr fyrir bókun á Vildarmiðann en ekkert þjónustugjald er tekið fyrir Félagamiðann. Korthafi greiðir skatta og aðrar greiðslur sem eru ekki innifaldar í sjálfu fargjaldinu.
  • Bóka þarf báðar leiðir. Nota verður farmiðann í réttri röð. Ef flug er ekki nýtt er öll bókunin afturkölluð. Skattar og aðrar greiðslur af ónotuðum Vildarmiðum fást endurgreiddir. Vildarpunktar eru ekki endurgreiddir. Ferðin má hvort sem er hefjast á Íslandi eða erlendis, báðir farþegar verða að hefja ferð í sama landi.
  • Félagamiðinn gildir ekki fyrir ferðir í gegnum (via) Ísland, sbr. ferð frá Evrópu til Ameríku og öfugt.
  • Afgreiðsla Vildarbókunar: Vildarbókun fer í sjálfvirka úrvinnslu og tölvupóstur með e-miða er sendur á netfangið sem gefið var upp við bókun. Ef ekki fæst heimild fyrir punktum á Saga Club reikningi eða greiðslu skatta á greiðslukorti er tölvupóstur sendur þar sem tilkynnt er um af hverju bókunin gekk ekki í gegn og hún felld niður.

Algengar spurningar

 • Hvað gerist ef ég nýti ekki Félagamiðann minn frá því ég öðlast réttindi á honum? Félagamiðaréttindin gilda í 6 mánuði frá því korthafi öðlast réttindin. Ef hann er ekki nýttur innan þess tíma þá renna réttindin út.
 • Get ég gefið Félagamiðann minn? Nei, Félagamiðaréttindi eru tengd korthafa. Korthafi verður að kaupa Vildarmiða til að eiga rétt á Félagamiða. Félagamiðann er hægt að nota fyrir hvern sem er.
 • Þarf ég að bóka með einhverjum ákveðnum fyrirvara? Við mælum allaf með að bóka Vildarferðir með fyrirvara þar sem framboð á Vildarsætum er háð framboði á vélunum okkar.
 • Hvað ef ég er nú þegar búin að bóka Vildarmiða get ég bætt Félagamiðanum við eftir á? Já, það er hægt svo lengi sem það séu ennþá Vildarsæti í boði á samskonar fargjaldi og Vildarmiðinn var keyptur á. Félagamiði gildir á Economy fargjaldi. Undanskilin eru Economy Flex, Economy Comfort og Saga Class fargjöld. Athugið að Félagamiði er með sama gildistíma og Vildarfargjaldið.
 • Get ég notað Vildarpunkta einhvers annars til að bóka Vildarfargjaldið? Nei, við bendum fólki hins vegar á millifærslu og kaup á Vildarpunktum.
 • Hvað ef ég á ekki nóg af Vildarpunktum? Til að eiga rétt á Félagamiða þá verður Vildarfargjaldið að vera bókað með Vildarpunktum. Við bendum félögum okkar á kaup og millifærslu á Vildarpunktum.
 • Get ég keypt venjulegt fargjald og fengið Félagamiða með því? Nei, þú verður að kaupa Vildarmiða.
 • Þarf Félagamiðinn að vera Vildarmiði? Já, til að geta nýtt Félagamiðann þarftu að bóka flugfargjald fyrir Vildarpunkta og færð þá samskonar miða fyrir félaga þinn.
 • Er hægt að nota Félagamiða með Vildartilboðum? Já, en þá gilda skilmálar tilboðsferða fyrir Félagamiðann. 
 • Eru flugvallarskattar og aðrar greiðslur innifaldar í Félagamiðanum? Hluti af eldsneytisgjaldi er nú inn í Vildarpunktaverði og hluti af eldsneytisgjaldi og skattar eru fyrir utan Vildarpunktaverð. Sömu reglur gilda um greiðslur á sköttum og öðrum gjöldum eins og á miðanum sem keyptur er.

Vinamiði – Mastercard World Elite

Korthafar Mastercard World Elite geta áunnið sér réttindi á Vinamiða uppfylli hann skilyrði bankans um veltu og greiðslu árgjalds. Uppfylli korthafi skilyrðin fær hann Vinamiða sem hann getur nýtt næst þegar hann kaupir sér Vildarferð með Icelandair.   

Vinamiði gefur korthafa rétt á að bjóða ferðafélaga með sér þegar hann kaupir sér sjálfur vildarmiða, eins lengi og þeir ferðast saman að minnsta kosti aðra leið. Félaginn greiðir þá aðeins skatta og gjöld. Vinamiði er Vildarfargjald.

Þegar meðlimur kaupir sér Vildarmiða á hann rétt á samskonar miða fyrir ferðafélaga í sama flug. Korthafinn getur leyft hverjum sem er að nýta Vinamiðann en verður sjálfur að vera að ferðast á Vildarmiða.

Það sem þú þarft að vita

 • Skilyrðin: Mastercard World Elite korthafar sem uppfylla veltuviðmið upp á 3.9 milljónir af innlendri veltu og 1.2 milljónir af erlendri veltu auk þess að greiða fullt árgjald á árinu fá vinamiða að gjöf frá Arion banka í byrjun árs. Söfnunartímabil: Veltuviðmiðum þarf að ná á 12 mánaða tímabili og á hverju ári fyrir sig, samkvæmt skilyrðum Arion banka hverju sinni. Aðeins er heimilt að fá einn Vinamiða á hverju 12 mánaða tímabili.
 • Gildistímabil: Réttindi á Vinamiða gilda í eitt ár frá upphaflegum útgáfudegi. Bóka verður ferð áður en réttindi á Vinamiða renna úr gildi. Vildarmiðar og Vinamiðar gilda í eitt ár frá upphaflegum ferðadegi og fást útrunnir farmiðar ekki endurnýjaðir
 • Farrými: Bæði korthafi og ferðafélagi fljúga á Economy Class. Fargjald Vinamiða er ávallt það sama og á Vildarmiðanum.
 • Dvalartími: Dvelja þarf aðfaranótt sunnudags, annars engin lágmarksdvöl. Hámarksdvöl er 1 ár.
 • Lokað kort: Korthafi á ekki rétt á Vinamiða ef korthafi er með lokað kort vegna skuldar, ógildingar korts, lokunar vegna ábyrgðarmanns, ef kort hefur verið upptækt eða afskrifað, ef kort er í löginnheimtu, ef korthafi er látinn, ef korti er skilað inn tímabundið og ef kort er í geymslu að ósk útgefanda
 • Fjöldi Vinamiða: Korthafi sem á fleiri en einn Vinamiða getur eingöngu nýtt einn Vinamiða með hverri Vildarferð sem hann bókar. Alltaf verður að bóka eina Vildarferð sem korthafi er sjálfur að ferðast með í á móti einum Vinamiða.
 • Tilboð: Farseðill gildir í ákveðinn tíma sem er auglýstur sérstaklega með hverju tilboði.
 • Sölu- og erfðamál: Óheimilt er að selja Vildarferðir. Icelandair áskilur sér rétt til að gera Vildarferð upptæka komi í ljós að hún hafi verið misnotuð. Vildarferðir veita hvorki Vildarpunkta né Kortastig. Vinamiðar erfast til aukakorthafa ef aukakorthafi er lögerfingi aðalkorthafans. Gildistími og skilmálar Vinamiðans haldast þá óbreyttir.
 • Kaup á Vildarpunktum: Til að kaupa Vildarpunkta þurfa félagar að skrá sig inn með aðgangsorði og lykilorði. Vinsamlegast athugið að það geta liðið allt að 24 tímar þangað til punktarnir birtast á Vildarreikningi viðkomandi. Þjónustugjald er innheimt fyrir hverja færslu.
 • Breytingar og forföll: 
  • Breytingar á Vinamiða og Vildarmiða ef báðir eru að ferðast saman: Báðir miðar borga breytingargjald og skattamismun ef við á. Aðalkorthafi þarf einnig að greiða punktamismun og skattamismun ef við á fyrir Vildarmiðann. Vinamiði greiðir ekki þjónustugjald.
  • Breytingar á Vinamiða og Vildarmiða eftir að ferð hefst: Vildarmiði og Vinamiði verða að ferðast saman, aðra leiðina. Ef að breyta á Vinamiða eftir að ferð hefst þarf Vinamiði að greiða breytingargjald og skattamismun. Ef sama fargjald er ekki til þarf að greiða punktamismun upp á hærra fargjald sem tekin er út af aðalkorthafa. Þjónustuver Icelandair s: 5050100 gefur nánari upplýsingar.
  • Farþegum býðst að kaupa forfallagjald um leið og ferð er bókuð. Farþegum er ráðlagt að kynna sér skilmála forfallagjalds. Ef forfallagjald er keypt á Vinamiða og upp koma veikindi sem leiða til þess að afbóka þarf ferð gildir eftirfarandi fyrir Vinamiðann: Vinamiðinn er bakfærður og heldur sínum upphaflega gildistíma. Ef gildistími Vinamiðans er útrunninn endurnýjast miðinn og framlengist um 2 mánuði miðað við dagsetningu afbókunar. 
 • Bókanir og gjöld:
  • Bóka þarf Vildar- og Vinamiða hjá Þjónustuveri Icelandair í síma 5050 100. Greiða þarf þjónustugjald að upphæð 3.600 kr fyrir bókun á Vildarmiða en ekkert þjónustugjald er tekið fyrir Vinamiðann. Korthafi greiðir skatta og aðrar greiðslur sem eru ekki innifaldar í sjálfu fargjaldinu.
  • Bóka þarf báðar leiðir. Nota verður farmiðann í réttri röð. Ef flug er ekki nýtt er öll bókunin afturkölluð. Skattar og aðrar greiðslur af ónotuðum Vildarmiðum fást endurgreiddir. Vildarpunktar eru ekki endurgreiddir.
  • Afgreiðsla Vildarbókunar: Vildarbókun fer í sjálfvirka úrvinnslu og tölvupóstur með e-miða er sendur á netfangið sem gefið var upp við bókun. Ef ekki fæst heimild fyrir punktum á Vildarkorti eða greiðslu skatta á greiðslukorti er tölvupóstur sendur þar sem tilkynnt er um af hverju bókunin gekk ekki í gegn og hún felld niður.

Algengar spurningar

 • Hvað gerist ef ég nýti ekki Vinamiðann minn innan árs? Vinamiðinn rennur út eftir ár og ekki er hægt að bóka ferð eftir þann tíma. 
 • Get ég gefið Vinamiðann minn? Nei, Vinamiðaréttindi eru tengd korthafa. Korthafi verður að kaupa Vildarmiða til að eiga rétt á Vinamiða og ferðast sjálfur á aðalmiðanum. Vinamiðann er hægt að nota fyrir hvern sem er.
 • Þarf ég að bóka með einhverjum ákveðnum fyrirvara? Við mælum allaf með að bóka Vildarferðir með fyrirvara þar sem framboð á Vildarsætum er háð framboði á vélunum okkar.
 • Hvað ef ég er nú þegar búin að bóka Vildarmiða get ég bætt Vinamiðanum við eftir á? Já, það er hægt svo lengi sem það séu ennþá Vildarsæti í boði á samskonar fargjaldi og Vildarmiðinn var keyptur á. Athugið að Vinamiði er með sama gildistíma og aðalfargjaldið. 
 • Get ég notað Vildarpunkta einhvers annars til að bóka aðalfargjaldið? Nei, við bendum fólki hins vegar á millifærslu og kaup á Vildarpunktum.
 • Hvað ef ég á ekki nóg af Vildarpunktum? Til að eiga rétt á Vinamiða þá verður aðalfargjaldið að vera bókað með Vildarpunktum. Við bendum félögum okkar á kaup og millifærslu á Vildarpunktum.
 • Get ég keypt venjulegt fargjald og fengið Vinamiða með því? Nei, þú verður að kaupa Vildarmiða.
 • Þarf Vinamiðinn að vera Vildarmiði? Já, til að geta nýtt Vinamiðann þarftu að bóka flugfargjald fyrir Vildarpunkta og færð þá samskonar miða fyrir vin þinn.
 • Er hægt að nota Vinamiða með Vildartilboðum? Já, en þá gilda skilmálar tilboðsferða fyrir Vinamiðann. 
 • Eru flugvallarskattar og aðrar greiðslur innifaldar í Vinamiðanum? Hluti af eldsneytisgjaldi er
 • nú inn í Vildarpunktaverði og hluti af eldsneytisgjaldi og skattar eru fyrir utan Vildarpunktaverð. Sömu reglur gilda um greiðslur á sköttum og öðrum gjöldum eins og á miðanum sem keyptur er.

Notaðu Vildarpunkta til þess að greiða inn á draumaferðina hjá VITA

Félagar í Saga Club geta nýtt Vildarpunkta til þess að greiða niður ferðir hjá VITA. Hægt er að nota 12.500 Vildarpunkta upp í hverja ferð sem að jafngildir 10.000 greiðslu inn á ferðina.

Notaðu Vildarpunkta til að bóka flug með Alaska Airlines

Icelandair Saga Club félagar geta notað Vildarpunktana sína í Vildarferðir með Alaska Airlines. Félagar í Alaska Mileage Plan geta einnig notað mílurnar sínar til þess að bóka flug með Icelandair. þær ferðir eru bókaðar hjá Alaska Airlines.

Til þess að bóka ferð fyrir Vildarpunkta með Alaska Airlines hringja Saga Club félagar inn í Þjónustuver Icelandair í síma 50 50 100.

Flugleiðir Economy r/t W-class First r/t - A-class
Innan Bandaríkjanna og til Kanada  30.000 Vildarpunktar 60.000 Vildarpunktar
Til Hawaii, Mexíkó og Kosta Ríka 60.000 Vildarpunktar 120.000 Vildarpunktar

 

 • Fjöldi Vildarpunkta miðast við hvern hluta flugleiðar, t.d. ef flug er bókað ORD-PDX-OGG á almennu farrými reiknast fyrst flugleiðin ORD-PDX sem kostar 30.000 Vildarpunkta og síðan PDX-OGG sem kostar 60.000 Vildarpunkta sem gerir þá samtals 90.000 Vildarpunkta. Miðast punktafjöldi við að flogið sé fram og til baka.
 • First Class er Business Class hjá Alaska Airlines
 • Korthafar greiða flugvallaskatta
 • Enginn barnaafsláttur
 • Börn á aldrinum 0-2 ára sem sitja í fangi fylgdarmanns greiða enga Vildarpunkta
 • Bóka má aðra leið eða báðar leiðir
 • Hægt að bóka Economy aðra leiðina og First Class hina leiðina eða sama klassa báðar leiðir
 • Ekkert breytingagjald er á First class miða en er 10.000 kr eða 12.000 Vildarpunktar á Economy miða
 • Ef Vildarferð er afbókuð endurgreiðast Vildarpunktarnir að fullu á First class miða. Á Economy miða er engin endurgreiðsla á Vildarpunktum.

Notaðu Vildarpunkta til að bóka flug með Finnair

Félagar í Saga Club geta notað Vildarpunktana sína og keypt flug með Finnair. Til þess að bóka ferð fyrir Vildarpunkta með Finnair þarf að hafa samband við Þjónustuver Icelandair í síma 50 50 100. 

Hér fyrir neðan má sjá fjölda Vildarpunkta sem þarf til þess að bóka flug fram og til baka.  

Finnair Punktatafla

   
  Economy Class Business Class
Innan Finnlands og frá Finnlandi til austur Evrópu 27.000  
Evrópa A 55.000 100.000
Evrópa B 60.000 110.000
Indlandi 130.000 260.000
Ameríka, Shanghai, Beijing, Seoul, Japan, Hong Kong, Bangkok 150.000 300.000
 • Bóka verður báðar leiðir. Ekki mögulegt að bóka aðeins aðra leiðina.
 • Vildarferðir hjá Finnair bókast á X-klassa fyrir almennt farrými og U-klassa fyrir Viðskiptafarrými.
 • Engin barnaafsláttur.
 • Börn á aldrinum 0-2 ára sem sitja í fangi fylgdarmanns greiða enga Vildarpunkta.
 • Hægt er að bóka á almennu farrými aðra leiðina og Viðskiptafarrými hina leiðina en þá þarf að greiða Viðskiptafarrýmis punktafjölda fyrir báðar leiðir.
 • Reglur um afbókun og endurgreiðslur: Á Viðskiptafarrými er full endurgreiðsla á Vildarpunktum. Á Almennu farrými er engin endurgreiðsla af Vildarpunktum.
 • Reglur um breytingargjald: Ekkert breytingargjald er á farseðli á Viðskiptafarrými, á Almennu farrými er breytingargjald 10.000 eða 12.000 Vildarpunktar. 
 • Flugvallarskattar og aðrar greiðslur eru ekki innifaldar.
 • Þjónustugjald er 3.600 krónur fyrir hverja úttekt.

Undantekning á Vildarferðum
Icelandair og Finnair eru með Code Share samninga á ákveðnum flugleiðum. Þessar flugleiðir eru með flugnúmerum beggja flugfélaganna t.d. FI 333 og AY 3421. Ekki er hægt að nota Vildarpunkta í úttektir á þessi AY flugnúmer þegar flugfélagið er Icelandair og heldur ekki á FI flugnúmerin ef flugfélagið er Finnair.

Uppfærsla fyrir Vildarpunkta

Saga Club félagar geta notað Vildarpunkta til að uppfæra sæti og þjónustu frá Economy Flex yfir á Saga Premium. Vinsamlegast athugið að skilmálar fargjaldsins sem greitt var fyrir og punktasöfnun breytast ekki.

Eingöngu er hægt að uppfæra farseðla, sem eru Icelandair farseðlar og með númeri sem byrjar á 108. 

Svona uppfærir þú fyrir Vildarpunkta

1. Bókaðu Economy Flex fargjald.
2. Passaðu að þú eigir næga Vildarpunkta fyrir uppfærslunni.
3. Hafðu samband við Þjónustuver Icelandair og bókaðu uppfærslu fyrir Vildarpunkta. 

 

Önnur leið

Vildarpunktar fyrir uppfærslu

Frá Economy Flex á Saga Premium

Evrópa til Íslands 

20.000 

N-Ameríka til Íslands 

53.000 

N-Ameríka til Evrópu 

73.000 

 

 

 

 

Báðar leiðir 

Vildarpunktar fyrir uppfærslu

Frá Economy Flex á Saga Premium

Evrópa til Íslands 

40.000 

N-Ameríka til Íslands 

106.000 

N-Ameríka til Evrópu 

146.000 

Það sem þú þarft að vita:                                                    

 • Ekki er hægt að uppfæra Vildarmiða fyrir Vildarpunkta
 • Vildarpunktar fást ekki endurgreiddir eftir að þeir hafa verið teknir út af Saga Club reikningi.
 • Barnaafsláttur er ekki veittur af uppfærslu milli farrýma.
 • Þjónustugjald er 3.600 krónur á farþega.

Njóttu Vildarpunktana um borð

Þegar þú ert um borð í vélum Icelandair þá getur þú greitt með Vildarpunktum fyrir vörur eða mat. Þú velur þér mat eða drykk af matseðli og flettir í gegnum glæsilegt úrvalið í Saga Shop Collection og greiðir með Vildarpunktunum þínum.

Fjögur einföld skref til að kaupa fyrir Vildarpunkta um borð: 


1. Þú lætur áhafnarmeðlim vita að þú viljir greiða með Vildarpunktum.
2. Þú framvísar Sagakorti og kreditkorti eða debetkorti. Sami eigandi verður að vera að báðum kortum.
3. Þú berð ábyrgð á að eiga næga Vildarpunkta fyrir kaupunum.
4. Ekki er hægt að bakfæra greiðslu/breyta um greiðslumáta eftir að flugi er lokið.

Skilmálar 

 • Nauðsynlegt er að framvísa bæði Sagakorti og kreditkorti eða debetkorti.
 • Báðum kortum er rennt í gegnum posann um borð, kreditkortið er tekið sem trygging og eingöngu er innheimt af því ef ekki eru til nægir Vildarpunktar.
 • Flugfreyjum/þjónum er ekki heimilt að slá inn Sagakortsnúmer ef Sagakort er ekki meðferðis.
 • Þú berð ábyrgð á að eiga næga Vildarpunkta fyrir kaupunum.
 • Þegar keyptar eru vörur fyrir Vildarpunkta þarf viðskiptavinur að eiga næga Vildarpunkta fyrir allri færslunni, ekki er hægt að greiða hluta af færslu með Vildarpunktum.
 • Almennir skilmálar Saga Shop Collection og Saga Shop Kitchen gilda.
 • Ekki er hægt að bakfæra greiðslur eftir á t.d. ef ekki eru til nægir Vildarpunktar fyrir kaupunum.
 • Miðað er við Vildarpunktastöðu í upphafi flugs.
 • Vildarpunktar safnast ekki við kaup á Vildarvörum.
 • Ekki er hægt að nýta fyrirframgreidd kreditkort sem tryggingu þar sem tölvur okkar um borð eru ekki nettengdar.
 • Eingöngu rétthafi Sagakorts getur keypt fyrir Vildarpunkta og verður nafn á Sagakorti og kreditkorti að vera það sama.
 • Við skil á vörum fyrir Vildarpunkta er nauðsynlegt að framvísa kvittun. Við skiptin er horft á verð í Vildarpunktum en ekki verð í krónum.
 • Á greiðslukvittun kemur skýrt fram hvort greitt hafi verið fyrir vörur með Vildarpunktum eða öðrum greiðslumáta. Við getum ekki bakfært/breytt um greiðslumáta eftir að flugi er lokið. Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á tegund greiðslumáta með því að samþykkja kvittun um borð.

Gjafabréf með Vildarpunktum

Frábær viðbót við fríðindi Saga Club eru Saga Club gjafabréfin. Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í flug með Icelandair. Athugið að ekki er hægt að nýta Saga Club gjafabréf sem greiðslu upp í Vildarferðir. 

Kaupa Saga Club gjafabréf

Kaup, gjöf og millifærsla Vildarpunkta

Kaupa Vildarpunkta fyrir sjálfan mig

Ef þig vantar Vildarpunkta inn á reikninginn þinn, til dæmis fyrir bílaleigubíl eða hótelgistingu, þá er þetta rétta leiðin fyrir þig. Hver félagi getur keypt allt að 100.000 Vildarpunkta á ári hverju. Mest er hægt að kaupa 50.000 Vildarpunkta í einu. 

Kaupa Vildarpunkta til að gefa öðrum

Ert þú að leita að gjöf fyrir vin eða ættingja? Þú getur keypt Vildarpunkta og gefið hvaða Saga Club félaga sem er. Hægt er að gefa allt að 100.000 Vildarpunkta á ári. Mest er hægt að gefa 50.000 Vildarpunkta í einu. Vildarpunktagjöf er hin fullkomna gjöf fyrir ferðalanginn í fjölskyldunni þinni.

Millifæra Vildarpunkta á milli reikninga

Félagar í Saga Club geta millifært af Saga Club reikningi sínum yfir á reikning annars Saga Club félaga að hámarki 150.000 Vildarpunkta á ári hverju. Engin takmörkun er á fjölda færslna. 
Millifærsla Vildarpunkta takmarkast við að hámarki 100.000 punkta í hverri færslu.Félagar geta fengið millifært á sinn Saga Club reikning, frá öðrum Saga Club félaga, 150.000 Vildarpunkta á ári. Millifærsla Vildarpunkta takmarkast við 100.000 punkta hámark í hverri færslu.

Verð fyrir hverja millifærslu er 1.000 krónur. 

Vildarbörn

Eitt mikilvægasta framlag viðskiptavina Icelandair til Vildarbarna eru Vildarpunktar. Vildarpunktar sem viðskiptavinir gefa eru notaðir til þess að greiða flugfarseðla fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.

Saga Club félagar geta gefið ótakmarkaða upphæð í formi Vildarpunkta í Vildarbarnasjóð Icelandair. Þannig gefa þeir langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður tækifæri á að komast í draumaferðalagið sitt. 

Vilt þú láta gott af þér leiða?

Sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi Icelandair, framlögum frá Saga Club félögum og afgangsmynt frá farþegum Icelandair. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Til að sækja um styrk frá Vildarbörnum skal fylla út umsókn á vefnum.

Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur - flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Við síðustu úthlutanir hafa margar fjölskyldur valið að fara til Flórída og heimsækja Disneyland.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vildarborn.is.


Ég vil gefa framlag

Félagar í Saga Club geta gefið ótakmarkaða upphæð Vildarpunkta til Vildarbarna á hverju ári. Til að gefa Vildarpunkta á vefnum þurfa félagar að skrá sig inn á Saga Club reikninginn sinn, með notendanafni og lykilorði og smella á gefa framlag til Vildarbarna.

Njóttu Vildarpunktanna þinna á Hotels.com

Icelandair Saga Club félagar geta nýtt Vildarpunkta á hundruðum þúsunda hótela um allan heim í gegnum Hotels.com, hvort sem greitt er að fullu eða að hluta til með Vildarpunktum.
Með þessari þjónustu höfum við einfaldað hótelbókanir fyrir Vildarpunkta til muna og aukið úrval þeirra hótela sem í boði eru margfalt.

Svona bókar þú hjá Hotels.com:

 1. Þú ýtir á hnappinn hér að neðan "Bóka hér" og skráir þig inn með aðgangsorðum á Saga Club reikningnum þínum og velur svo Hotels.com. 
 2. Þaðan ferðu inn á  vefsíðu þar sem þú getur sett upp sérstaka vafraviðbót. Frekari leiðbeiningar eru þar að finna (athugið að Internet Explorer vafrinn virkar ekki). 
 3. Eftir uppsetningu endurræsist vefsíðan og appelsínugulur hnappur birtist. Með því að ýta á hnappinn ferðu yfir á Hotels.com þar sem þú getur bókað öll fyrirframgreidd hótel fyrir Vildarpunkta.

Bóka núna

Njóttu Vildarpunktana þinna á Radisson Blu og Park Inn

Radisson Blu og Park Inn hótelin bjóða upp á gistingu fyrir Vildarpunkta á 39 hótelum víðsvegar í Evrópu.
Vildargisting veitir ekki Vildarpunkta.


Verðskrá hjá Radisson Blu og Park Inn fyrir tveggja manna herbergi er sem hér segir:

 • Flokkur A: 38.000 Vildarpunktar. Morgunverður innifalinn. Radisson Blu hótel.
 • Flokkur B: 25.000 Vildarpunktar. Morgunverður ekki innifalinn. Park Inn hótel og Radisson Blu hótel.
 • Flokkur C: 20.000 Vildarpunktar. Morgunverður ekki innifalinn. Park Inn hótel.

Ef viðkomandi hótel leyfir þrjá einstaklinga í herbergi getur eitt barn að 17 ára aldri gist frítt í herbergi með foreldrum. Reglur hótelanna varðandi þetta eru mjög mismunandi.

Bókanir

 • Til að bóka gistingu á Radisson Blu og Park Inn er hringt í Þjónustuver Icelandair í síma 50 50 100.
 • Þjónustubeiðni er send í tölvupósti til korthafa.
 • Nauðsynlegt er að framvísa þjónustubeiðni frá Icelandair Saga Club við innritun á hótel. Sé það ekki gert innheimtir hótelið fullt gjald fyrir gistinguna á greiðslukort viðkomandi. Þjónustugjald er 3.600 krónur. Korthafar gætu þurft að greiða tilfallandi skatta fyrir hverja gistinótt

Afbókanir

 • Hægt er að afbóka gistinguna með að lágmarki 24 klst. fyrirvara hjá Þjónustuveri Icelandair í síma 50 50 100.
 • Það er ekki hægt að hringja í viðkomandi hótel til að afpanta.
 • Vildarpunktar verða bakfærðir en þjónustugjaldið fæst ekki endurgreitt.

Nánari upplýsingar um Radisson Blu og Park Inn.

Má bjóða þér gjafabréf frá Amazon.com, Target eða Best Buy?

Icelandair Saga Club er í samstarfi við fyrirtækið Points.com sem býður upp á fullt af frábærum leiðum til þess að nýta Vildarpunkta. 

Það eina sem Saga Club félagar þurfa að gera er að skrá sig sem félaga inni á síðum Points.com og þá opnast heill heimur af punktamöguleikum.

Skráning á Points.com

 1. Félagar byrja á því að skrá sig á heimasíðu Points.com. Það skiptir ekki máli hvort notaðir eru íslenskir stafir í nafni eða ekki en nafn félaga þarf að vera skráð eins á síðum Icelandair og á síðum Points.com.
 2. Eftir að félagar hafa lokið við að skrá sig hjá Points.com þurfa þeir að tengja Saga Club reikninginn sinn við Points.com reikninginn og það er gert með því að skrá Sagakortsnúmer ásamt lykilorði sem er notað inn á síður Icelandair. Allar nánari leiðbeiningar er að finna inn á heimasíðu Points.com.

Hægt er kaupa Gjafabréf á Points.com fyrir að hámarki 280.000 Vildarpunkta á ári og takmarkast hver kaup við 70.000 Vildarpunkta. 

Amazon.com.
Félagar geta valið að kaupa sér gjafabréf hjá Amazon fyrir Vildarpunkta. Þessi gjafabréf eru rafræn og eru send í tölvupósti á netfang viðtakanda. Öll kaup á gjafabréfum fara fram á heimasíðu Points.com. Eftir að gjafabréf hefur borist er hægt að versla fyrir það á heimasíðu Amazon. Amazon sendir flestar bækur og DVD til Íslands, en annars takmarkast sendingar við heimilisfang í Bandaríkjunum og Kanada.

Önnur gjafabréf
Allar upplýsingar um önnur gjafabréf t.d. Target, Best Buy o.fl. er að finna á heimasíðu Points.com

Athugið að með notkun á þjónustu hjá Points.com samþykkir notandi þær reglur og skilmála sem Points.com setur.