Eitt mikilvægasta framlag viðskiptavina Icelandair til Vildarbarna eru Vildarpunktar. Vildarpunktar sem viðskiptavinir gefa eru notaðir til þess að greiða flugfarseðla fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.
Saga Club félagar geta gefið ótakmarkaða upphæð í formi Vildarpunkta í Vildarbarnasjóð Icelandair. Þannig gefa þeir langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður tækifæri á að komast í draumaferðalagið sitt.
Vilt þú láta gott af þér leiða?
Sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi Icelandair, framlögum frá Saga Club félögum og afgangsmynt frá farþegum Icelandair. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Til að sækja um styrk frá Vildarbörnum skal fylla út umsókn á vefnum.
Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur - flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Við síðustu úthlutanir hafa margar fjölskyldur valið að fara til Flórída og heimsækja Disneyland.
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vildarborn.is.
Ég vil gefa framlag
Félagar í Saga Club geta gefið ótakmarkaða upphæð Vildarpunkta til Vildarbarna á hverju ári. Til að gefa Vildarpunkta á vefnum þurfa félagar að skrá sig inn á Saga Club reikninginn sinn, með notendanafni og lykilorði og smella á gefa framlag til Vildarbarna.
Gefa Vildarpunkta