Pingdom Check

Það eru þrjár megin söfnunarleiðir í Saga Club. Þú getur notað einstaka söfnunarleiðir en góð leið til að margfalda söfnunina er að blanda saman söfnunarleiðum með því að versla hjá Icelandair eða samstarfsaðilum og greiða fyrir með Kreditkorti sem safnar Vildarpunktum. Öll söfnunin fer svo inn á Saga Club reikninginn þinn. 

Vildarpunktar fyrir Icelandair flug

Félagar í Saga Club safna Vildarpunktum fyrir öll áætlunarflug Icelandair sem þeir fljúga og safna einnig Vildarpunktum þegar þeir nota Vildarpunkta í gegnum Punktar og peningar greiðsluleiðina sem er í bókunarvélinni. Saga Silver félagar fá 10% álag á Kortastig og Saga Gold félagar fá 20% álag á Kortastig.


Vildarpunktasöfnun fyrir flug með Icelandair

Economy LightEconomy StandardEconomy FlexSaga PremiumSaga Premium Flex
Milli Íslands og Norður-Ameríku 1200 2400 3600 4800 7200
Milli Íslands og Evrópu 850 1700 2550 3400 5100


Ekki gleyma að skrá Sagakortsnúmerið þitt við bókun svo Vildarpunktarnir skili sér inn á Saga Club reikninginn þinn!

Punktar eru skráðir inn á reikning félaga innan við 48 klukkustundum eftir að flugi lýkur.