Félagar í Icelandair Saga Club safna bæði Vildarpunktum og Fríðindastigum í Saga Club fyrir flug með Alaska Airlines. Alaska Airlines býður upp á áfangastaði á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum, þ.á.m. Hawaii og einnig í Kanada og Mexíkó. Mileage Plan félagar hjá Alaska Airlines safna bæði Bonus Miles og Elite Miles þegar þeir fljúga með Icelandair.
Söfnun Saga Club félaga á Alaska Airlines flugum, Vildarpunktar og Fríðindastig:
|
Economy |
Economy Y |
First |
|
S, B, M, H, Q, L, V, K, G, T, R, U |
Y |
F, P |
Flugleiðir styttri en 800 mílur |
800 |
1000 |
1200 |
Flugleiðir frá 801 - 1200 mílum |
1000 |
1250 |
1500 |
Flugleiðir frá 1201 mílum eða lengri |
1500 |
1875 |
3750
|
*1 míla jafngildir u.þ.b. 1,6 km.
Athugið að Vildarpunktar safnast ekki ef flogið er á eftirtöldum bókunarklössum hjá Alaska Airlines: A,D,E,N,O,W,X og Z.
- Nauðsynlegt er að skrá Sagakortsnúmerið í bókun til að Vildarpunktar safnist fyrir flugið.
- Reikna má með að allt að 2 vikur líði frá því að flogið er þar til Vildarpunktar birtast á punktayfirliti Saga Club félaga.
- Ef Vildarpunktar skila sér ekki þá gæti hafa gleymst að skrá Sagakortsnúmerið við bókun hjá Alaska Airlines. Þá er hægt að óska eftir punktaskráningu 12 mánuði aftur í tímann hér. Nauðsynlegt er að hafa afrit af flugmiðanum með slíkri beiðni. Það geta liðið allt að 30 dagar þar til punktarnir skila sér á punktayfirlit korthafa.