Pingdom Check

Safnaðu Vildarpunktum

Það eru þrjár megin söfnunarleiðir í Saga Club. Þú getur notað einstaka söfnunarleiðir en góð leið til að margfalda söfnunina er að blanda saman söfnunarleiðum með því að versla hjá Icelandair eða samstarfsaðilum og greiða fyrir með Kreditkorti sem safnar Vildarpunktum. Öll söfnunin fer svo inn á Saga Club reikninginn þinn. 

Vildarpunktar fyrir Icelandair flug

Félagar í Saga Club safna Vildarpunktum fyrir öll áætlunarflug Icelandair sem þeir fljúga og safna einnig Vildarpunktum þegar þeir nota Vildarpunkta í gegnum Punktar og peningar greiðsluleiðina sem er í bókunarvélinni. Saga Silver félagar fá 10% álag á Kortastig og Saga Gold félagar fá 20% álag á Kortastig.


Vildarpunktasöfnun fyrir flug með Icelandair

Economy LightEconomy StandardEconomy FlexSaga PremiumSaga Premium Flex
Milli Íslands og Norður-Ameríku 1200 2400 3600 4800 7200
Milli Íslands og Evrópu 850 1700 2550 3400 5100


Ekki gleyma að skrá Sagakortsnúmerið þitt við bókun svo Vildarpunktarnir skili sér inn á Saga Club reikninginn þinn!

Punktar eru skráðir inn á reikning félaga innan við 48 klukkustundum eftir að flugi lýkur.

Air Iceland Connect

Félagar safnar 500 Vildarpunktum fyrir hvern fluglegg á Fríðinda fargjaldi og 200 Vildarpunkta fyrir Klassískt. Þetta gildir um öll flug flugfélagsins innanlands og á milli Reykjavíkur og Grænlands. Einnig er hægt að safna Vildarpunktum við bókun á bílaleigubílum og hótelum í gegnum vefi Air Iceland Connect.

Svona safnarðu Vildarpunktum

 1. Þú bókar flug á www.airicelandconnect.is
 2. Þú velur Klassískt eða Fríðinda fargjald
 3. Þú skráir inn Sagakortsnúmerið þitt á greiðslusíðu
 4. Þú nýtur þess að fljúga og safna Vildarpunktum

Bóka núna

Gott að hafa í huga

 • Til að Vildarpunktar skráist fyrir flugið er nauðsynlegt að skrá Sagakortsnúmer í þar til gerðan reit í bókunarferlinu.
 • Ef að Vildarpunktar frá Air Iceland Connect hafa ekki skilað sér inn á Vildarpunktayfirlitið þitt hefur þú samband við Air Iceland Connect. Nauðsynlegt er að Sagakortsnúmer komi fram í tölvupóstinum.

Safnaðu Vildarpunktum með Alaska Airlines

Félagar í Icelandair Saga Club safna bæði Vildarpunktum og Kortastigum í Saga Club fyrir flug með Alaska Airlines. Alaska Airlines býður upp á áfangastaði á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum, þ.á.m. Hawai og einnig í Kanada og Mexíkó. Mileage Plan félagar hjá Alaska Airlines safna bæði Bonus Miles og Elite Miles þegar þeir fljúga með Icelandair. 


Söfnun Saga Club félaga á Alaska Airlines flugum, Vildarpunktar og Kortastig: 

  Economy Economy Y First
  S, B, M, H, Q, L, V, K, G, T, R, U Y F, P
Flugleiðir styttri en 800 mílur 800 1000  1200 
Flugleiðir frá 801 - 1200 mílum 1000 1250  1500 
Flugleiðir frá 1201 mílum eða lengri 1500 1875  3750 

*1 míla jafngildir u.þ.b. 1,6 km. 

Athugið að Vildarpunktar safnast ekki ef flogið er á eftirtöldum bókunarklössum hjá Alaska Airlines: A,D,E,N,O,W,X og Z.

 • Nauðsynlegt er að skrá Sagakortsnúmerið í bókun til að Vildarpunktar safnist fyrir flugið.
 • Reikna má með að allt að 2 vikur líði frá því að flogið er þar til Vildarpunktar birtast á punktayfirliti Saga Club félaga.
 • Ef Vildarpunktar skila sér ekki þá gæti hafa gleymst að skrá Sagakortsnúmerið við bókun hjá Alaska Airlines. Þá er hægt að óska eftir punktaskráningu 12 mánuði aftur í tímann hér. Nauðsynlegt er að hafa afrit af flugmiðanum með slíkri beiðni. Það geta liðið allt að 30 dagar þar til punktarnir skila sér á punktayfirlit korthafa.

Safnaðu Vildarpunktum með JetBlue

Icelandair Saga Club félagar safna bæði Vildarpunktum og Kortastigum í Saga Club fyrir flug með JetBlue. Saga Silver félagar fá 10% álag á Kortastigin og Saga Gold félagar fá 20% álag á Kortastigin.

TrueBlue félagar hjá JetBlue safna TrueBlue punktum þegar þeir fljúga með Icelandair. 
Engin fríðindi svo sem aðgangur að Betri Stofum eða uppfærslur eru hluti af þessu samstarfi.

Í bókunarvél Icelandair er fellistika þar sem hægt er að velja hjá hvaða flugfélagi þú vilt safna. Félagar í Saga Club safna Vildarpunktum og Kortastigum sem hér segir þegar þeir fljúga með JetBlue:

   Economy Economy Y Mint
  Z, O, U, S, P Y, E, K, H, Q, B, L, V, R, W, M J, C, D, I
Leið styttri en 800 mílur 500 500 625
Leið frá 801 - 1200 mílum 600 1200 1500
Leið frá 1201 mílum  700 1400 1750


Nauðsynlegt er að skrá Sagakortsnúmerið í bókun til að Vildarpunktar safnist fyrir flugið. Athugið að Vildarpunktar safnast ekki ef flogið er á eftirtöldum bókunarklössum hjá JetBlue: X, T, N, ZCERT.

 • Reikna má með að allt það líði 2 vikur frá því að flogið er og þangað til Vildarpunktar birtast á punktayfirliti Saga Club félaga.
 • Ef Vildarpunktar skila sér ekki þá gæti hafa gleymst að skrá Sagakortsnúmerið við bókun hjá JetBlue. Þá er hægt að óska eftir punktaskráningu 12 mánuði aftur í tímann. Nauðsynlegt er að hafa afrit af flugmiðanum ásamt Sagakortsnúmeri með slíkri beiðni.
 • Vinsamlega athugið að engir punktar fást fyrir JetBlue flug sem flogin voru fyrir 3. apríl 2017.

Safnaðu Vildarpunktum með Finnair

Félagar í Icelandair Saga Club safna Vildarpunktum þegar þeir fljúga með Finnair. Fjöldi Vildarpunkta og áfangastaði má finna í neðangreindri töflu. Kortastig ávinnast ekki. 
Til að fá Vildarpunkta fyrir Finnair flug þurfa félagar okkar að skrá Sagakortsnúmer sitt í bókun eða framvísa Sagakorti eða Sagakortsnúmeri við innritun í flug. 

Punktatafla fyrir Finnair Flug:

  Afsláttar Economy Class Economy Class Business Class
  K,M,P,T,V,L,N,S,Q,O Y,B,H C,D,I,J
Innan Finnlands 375 750  
Frá Finnlandi til austur Evrópu 375 750 1125*
Evrópa A 750 1500 2250
Evrópa B 850 1700 2550
Indland 3250 6500 9750
Ameríka, Shanghai, Beijing, Seoul, Japan, Hong Kong, Bangkok 3750 7500 11250

*Ekki í boði á milli Helsinki og Tallin


Eftirtaldir bókunarklassar/ fargjöld eru undanþegin punktasöfnun hjá Finnair Z,R,A,W,G,X,U,F. 


Ekki gleyma að skrá Sagakortsnúmerið þegar þú bókar!

Ef það gleymist að skrá Sagakortsnúmerið við bókun geta korthafar haft samband óskað eftir leiðréttingu á skráningu punkta 12 mánuði aftur í tímann hér. Nauðsynlegt er að hafa afrit af flugmiðanum með slíkri beiðni. Það geta liðið allt að 30 dagar þar til punktarnir skilia sér á punktayfirlit korthafa.Samningurinn um Samkennd flug (code share) felur það í sér að flug eru sammerkt báðum flugfélögunum, þ.e. hafa bæði FI og AY flugnúmer. Ef Saga Club félagar eru með FI flugnúmer á Finnair flugleiðum í flugmiðanum sínum ávinna þeir sér Vildarpunkta samkvæmt punktatöflu Saga Club.  En ef flugmiðinn er með AY flugnúmeri ávinnast punktar samkvæmt punktatöflu Saga Club fyrir Finnair flug. Það sama á við um Icelandair flugleiðirnar, þá ávinna Saga Club félagar sér inn punkta samkvæmt punktatöflu Icelandair ef flugnúmerið er FI en samkvæmt punktatöflu Saga Club fyrir Finnair flug er flugnúmerið er AY.

  Economy Light Economy Standard Economy Flex Saga Premium Saga Premium Flex
Innan Skandinavíu 600 600 960 1.320 1.800

Verslaðu um borð - og fáðu Vildarpunkta fyrir

Félagar í Icelandair Saga Club safna Vildarpunktum af öllum vörum í Saga Shop Collection og Saga Shop Kitchen. Við minnum alla á að framvísa Sagakorti Icelandair við kaupin. Ef þig vantar Sagakort er hægt að panta það beint á vefnum okkar.

Saga Shop collection 

Veðflokkur í ISKVildarpunktasöfnun
1 - 2.000 100
2.001 - 5.000 200
5.001 - 10.000 300
10.001 - 20.000 700
20.001 - 30.000 1.700
30.001- 40.000 2.500
40.001 - 50.000 3.500
50.001 - 60.000 5.000
60.001 - 300.000 6.000


Vildarpunktar fyrir verslun í Saga Shop færast inn á Saga Club reikninginn 3-5 dögum eftir að flugi lýkur. Þú verður að sýna Sagakortið þitt eða vitna í Sagakortsnúmerið þitt þegar þú verslar í Saga Shop til að Vildarpunktar skráist inn á Saga Club reikninginn þinn. Ef Vildarpunkta vantar fyrir verslun í Saga Shop verður að senda afrit af
 greiðslukvittun til Saga Club.

Safnaðu Vildarpunktum fyrir hverja hótelgistingu á Eddu Hótelunum

Dvöl á Eddu hótelunum gefur Saga Club félögum 600 Vildarpunkta fyrir hverja nótt.


Þetta er óháð því á hvaða vikudegi og hvaða tíma ársins er gist.

Saga Club félagi þarf bæði að vera skráður fyrir herberginu ásamt því að gista í því. 

Nauðsynlegt er að skrá Sagakortsnúmer við bókun svo Vildarpunktar skili sér á Saga Club reikning viðkomandi.

 

Ef Vildarpunktar fyrir hótelgistingu á Eddu hótelum skila sér ekki á Saga Club reikninginn þarf að senda afrit af hótelreikningi ásamt Sagakortsnúmeri til Saga Club, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík eða með því að senda okkur línu.

Safnaðu Vildarpunktum fyrir hverja hótelgistingu hjá Icelandair hótelunum

Dvöl á Icelandair hótelunum gefur Saga Club félaga 600 Vildarpunkta fyrir hverja nótt. 

Saga Club félagi þarf bæði að vera skráður fyrir herberginu ásamt því að gista í því.

Til þess að Vildarpunktar skili sér á Saga Club reikning klúbbfélaga er best að láta skrá Sagakortsnúmerið við bókun á herberginu. Einnig er hægt að framvísa Sagakortinu við innritun á hótel. 

 

Ef Vildarpunktar fyrir hótelgistingu á Icelandair hótelum skila sér ekki á Saga Club reikninginn þarf að senda afrit af hótelreikningi ásamt Sagakortsnúmeri  til Saga Club, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík eða með því að senda okkur línu.

Safnaðu Vildarpunktum hjá Iceland Excursions

Iceland Excursions rekur Airport Express sem bíður upp á rútuferðir á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Fyrir ferð til eða frá Keflavíkurflugvelli eru veittir 200 Vildarpunktar ef ferðin er bókuð á vefsíðu Airport Express Airport Express Open.

Ferðin kostar 2.400 krónur á mann ef keypt er önnur leiðin en 3.900 ef báðar leiðir eru keyptar.
Ekki eru veittir Vildarpunktar ef bókað er á annan hátt eða ef menn eru ekki með fyrirfram bókaða ferð.

Ef Vildarpunktar skila sér ekki á Saga Club reikninginn þarf að hafa samband við Iceland Excursions í síma 5401313 eða senda póst á netfangið iceland@grayline.is.

Safnaðu Vildarpunktum fyrir hverja hótelgistingu hjá Radisson Hotels & Resorts®

Félagar í Saga Club fá 500 Vildarpunkta fyrir hverja dvöl á Radisson ® hótelum út um allan heim. Sá aðili sem skráður er fyrir herberginu fær Vildarpunktana. Framvísa þarf Sagakortinu við innritun á hótel.

Einnig geta félagar í Club Carlson klúbbnum sem eiga Gold Points® punkta flutt þá yfir í Saga Club á genginu 10 Gold Points = 1 Vildarpunktur.

Nánari upplýsingar á www.clubcarlson.com og www.radisson.com

Ef Vildarpunktar fyrir hótelgistingu á Radisson hótelum skila sér ekki á Saga Club reikninginn þarf að senda afrit af hótelreikningi ásamt Sagakortsnúmeri  til Saga Club, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík eða með því að hafa samband við okkur. 

VITA

Félagar í Saga Club safna 1250 Vildarpunktum fyrir hvert leiguflug á vegum VITA. Fyrir hefðbundna ferð, þar sem flogið er fram og til baka, fást því alls 2500 Vildarpunktar. Ef þeir skila sér ekki inn á Saga Club reikninginn þinn, þarf að hafa samband við VITA í síma 570-4444 eða með því að senda póst á info@vita.is.

Safnaðu Vildarpunktum fyrir hverja hótelgistingu hjá Booking.com

Félagar í Icelandair Saga Club safna Vildarpunktum þegar þeir bóka hótel í gegnum hótelleit Icelandair hotels.icelandair.com sem er í boði Booking.com.

Fyrir hverja evru sem þú greiðir færðu 2 Vildarpunkta sem skráðir verða á Saga Club reikninginn þinn um það bil 60 dögum eftir dvölina. 

Booking.com sem er leiðandi á heimsvísu í gistimöguleikum á netinu og þar er í boði: 

 • Gífurlegt framboð gististaða 
 • Hagstæð verð 
 • Engin bókunargjöld 
 • Einfalt bókunarferli 
 • Þjónustuverið opið allan sólarhringinn

Þetta er svona einfalt:

 • Farðu inn á hotels.icelandair.com
 • Veldu áfangastað og skoðaðu hótelframboð
 • Skráðu Sagakortsnúmerið þitt í bókunina í skrefi 3
 • Kláraðu bókunina og safnaðu Vildarpunktum

 Ef Vildarpunktar fyrir gistingu sem bókuð er á hótelleit Icelandair skila sér ekki á Saga Club reikninginn þinn, vinsamlega hafðu samband við okkur. Fjöldi Vildarpunkta sem safnast fyrir hótelbókun eru reiknaðir í evrum og miðast því við upphæð hótelbókunar í evrum. 

Park Plaza®

Félagar í Saga Club fá 500 Vildarpunkta fyrir hverja dvöl á Park Plaza hótelum út um allan heim. Sá aðili sem skráður er fyrir herberginu fær punktana. 
Framvísa þarf Sagakortinu við innritun á hótel.

Einnig geta félagar í Radisson Rewards klúbbnum sem eiga Radisson RewardsTM punkta flutt þá í Saga Club á genginu 8 punktar = 1 Vildarpunktur.

Nánari upplýsingar á www.radissonhotels.com/rewards

Ef Vildarpunktar fyrir hótelgistingu á Park Plaza hótelum skila sér ekki á Saga Club reikninginn þarf að senda afrit af hótelreikningi ásamt Sagakortsnúmeri til Saga Club, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík.

Radisson Blu og Park Inn by Radisson

Radisson Blu hótelin 
Saga Club félagar sem skráðir eru fyrir herberginu fá 500 Vildarpunkta fyrir hverja dvöl á Radisson Blu hótelum.

Park Inn® by Radisson hótelin
Saga Club félagar fá 250 Vildarpunkta fyrir hverja dvöl á öllum þeim Park Inn by Radisson hótelum sem eru í samstarfi við Icelandair Saga Club. 
Einnig geta þeir sem skráðir eru í Radisson RewardsTM  klúbbinn og eiga Radisson RewardsTM  punkta flutt þá í Saga Club á genginu 8 punktar = 1 Vildarpunktur.

Til þess að Vildarpunktar skili sér á viðkomandi reikning þarf að framvísa Sagakortinu við innritun á hótelunum.

Ef Vildarpunktar fyrir hótelgistingu á Radisson Blu eða Park Inn hótelum skila sér ekki á Saga Club reikninginn þinn, þarf að senda afrit af hótelreikningi ásamt Sagakortsnúmeri til Icelandair Saga Club, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík.

 

Safnaðu Vildarpunktum í hvert sinn sem þú leigir bíl

Icelandair Saga Club félagar safna Vildarpunktum þegar þeir leiga bíl í gegnum bílaleiguleit Icelandair, carrental.icelandair.com, sem er í boði Rentalcars.com.

Fyrir hverja evru sem þú greiðir færðu 2 Vildarpunkta sem verða skráðir á Saga Club reikninginn þinn um 60 dögum eftir skil.

Rentalcars.com er leiðandi bílaleiguþjónusta á netinu:

 • 900 fyrirtæki á fleiri en 53,000 stöðum.
 • Besta verð tryggt
 • Engin breytingagjöld
 • Ókeypis afpöntun
 • 3,5 milljón einkunnagjafir frá viðskiptavinum
 • Þjónustuver sem er opið allan sólarhringinn

Þetta er svona einfalt:

 1. Farðu inn á carrental.icelandair.com
 2. Veldu staðsetningu og leitaðu eftir bíl
 3. Sláðu inn Sagakortsnúmerið þitt þegar þú bókar
 4. Njóttu Vildarpunktanna þinna eftir leigutímann

Bóka bíl

Ertu ekki Saga Club félagi? Skráðu þig hér.

Ef Vildarpunktar fyrir bílaleigu sem bókuð er á bílaleiguleit Icelandair skila sér ekki á Saga Club reikninginn þinn, vinsamlega sendu okkur afrit af reikningnum. Athugið að fjöldi Vildarpunkta sem safnast eru reiknaðir í evrum og miðast þess vegna við upphæð leigunnar í evrum.

Hertz

Safnaðu Vildarpunktum hjá Hertz

Félagar í Saga Club safna Vildarpunktum í hvert skipti sem þeir leigja bíl hjá Hertz bílaleigu. Félagar safna annaðhvort 1.000 eða 2.000 Vildarpunktum fyrir hverja leigu, allt eftir því hvaða bílaflokk þeir leigja. Félagar sem leigja í langtímaleigu fá leigusamninginn endurnýjaðan hver mánaðarmót og fá þá nýja Vildarpunkta í hvert skipti. Allar nánari upplýsingar um Hertz

 • Minni bílar: 1.000 Vildarpunktar fyrir hverja leigu
 • Stærri bílar: 2.000 Vildarpunktar fyrir hverja leigu

Lesa nánar söfnun hvers bílaflokks

Það er einfalt að safna Vildarpunktum hjá Hertz:

 1. Þú bókar bílaleigubíl með hlekknum að neðan eða í síma 5224400.
 2. Þú setur Sagakortsnúmerið þitt í greiðsluupplýsingarnar.
 3. Þú nýtur þess að fá 1.000 eða 2.000 Vildarpunkta lagða inn á þig.

Bóka núnaVildarpunktasöfnun erlendis

Icelandair Saga Club félagar safna einnig 1.000 eða 2.000 Vildarpunktum með hverri bílaleigu í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Vildarpunktafjöldinn sem safnast fer eftir stærð bíla. Mikilvægt er að muna að setja inn Sagakortsnúmerið í bókuninni til þess að safna Vildarpunktunum. 

Bóka núnaSkilmálar

 • Nauðsynlegt er að skrá Sagakortsnúmer við bókun svo Vildarpunktar skili sér á Saga Club reikning.
 • Hjá Hertz á Íslandi fást ekki Vildarpunktar fyrir bílaleigu á starfsmannaverði, tryggingafélagsverði né fyrir bílaleigu á sértilboðum sem tekið er fram að gefi ekki Vildarpunkta.
 • Ef Vildarpunktar skila sér ekki þá gæti hafa gleymst að skrá Sagakortsnúmerið við bókun á hjá Hertz. Þá er hægt að óska eftir punktaskráningu 12 mánuði aftur í tímann með því að senda okkur línu. Einnig er hægt að senda beiðnina til Saga Club, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík. Nauðsynlegt er að afrit af bílaleigusamningnum og Sagakortsnúmer fylgi slíkri beiðni. 
 • Hægt er að óska eftir punktaskráningu 12 mánuði aftur í tímann.

Safnaðu Vildarpunktum í hvert sinn sem þú leigir bíl hjá Sixt

Nauðsynlegt er að framvísa Sagakortinu á leigustað til að Vildarpunktar skili sér á Saga Club reikning viðkomandi. Ekki er hægt að óska eftir punktaskráningu eftirá.  

Bókaðu Sixt bílaleigubíl á heimasíðu Sixt


Félagar í Saga Club safna Vildarpunktum hjá Sixt Car Rental sem hér segir:

Fyrir hefðbundna leigu eru veittir eftirfarandi Vildarpunktar:

 • 500 Vildarpunkta fyrir hverja leigu.
 • 1000 Vildarpunkta fyrir Sixt Limousine þjónustu.

Fyrir langtímaleigu hjá Sixt á Íslandi eru veittir eftirfarandi Vildarpunktar:

 • 2.500 Vildarpunkta leigu sem er lengri en þrír mánuðir en skemmri en 9 mánuðir. 
 • 5.000 Vildarpunkta fyrir leigu sem er lengri en 9 mánuðir.

Nánari upplýsingar í síma 540-2222.

 

Eimskip

Viðskiptavinir Eimskips geta safnað Vildarpunktum Icelandair þegar þeir útbúa þjónustubeiðnir vegna inn- og útflutnings í gegnum ePort, þjónustuvef Eimskips. Hægt er að safna allt að 200 Vildarpunktum fyrir hverja þjónustubeiðni.

Til þess að geta hafið Vildarpunktasöfnun verða notendur ePort þjónustuvefsins að tengja Sagakortsnúmerið sitt við ePort aðganginn sinn. Þeir viðskiptavinir Eimskips sem eru ekki Icelandair Saga Club félagar nú þegar og vilja safna Vildarpunktum geta sótt um aðild að Saga Club hér.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um samstarfið hér.

GetYourGuide

Félagar í Icelandair Saga Club safna Vildarpunktum þegar þeir bóka ferð í gegnum ferðaleit Icelandair sem er í boði GetYourGuide.

Fyrir hverja evru sem þú greiðir færðu 2 Vildarpunktar sem skráðir verða á Saga Club reikninginn þinn.

Hjá GetYourGuide getur þú bókað yfir 30 þúsund spennandi hluti til að gera á ferðalögum þínum um heiminn og fyrirtækið tryggir lægsta mögulega verð.

Icedistribution

Viðskiptavinir Icedistribution geta safnað Vildarpunktum með kaupum á Microsoft skýjalausnum. 

Vildarpunktasöfnunin fer þannig fram að söluráðgjafi hjá Icedistribution fær upplýsingar um Sagakortsnúmerið þitt við kaup og Vildarpunktarnir eru svo lagðir inn á Saga Club reikninginn þinn í byrjun næsta mánaðar. Þeir viðskiptavinir Icedistrubution sem eru ekki Saga Club félagar nú þegar og vilja safna Vildarpunktum verða skráðir Saga Club félagar. 

Nánari upplýsingar um Icedistribution er hægt að nálgast hér

Íslandsbanki

Að breyta Íslandbankapunktum í Vildarpunkta

Viðskiptavinir í Vildarklúbbi Íslandsbanka geta breytt Íslandsbankapunktum í Vildarpunkta hjá Icelandair. Þessi þjónusta er einungis í boði í netbanka Íslandsbanka, hjá þjónustufulltrúum í útibúum Íslandsbanka eða þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. 
Íslandsbankapunktar eru ávallt fluttir á Sagakortsnúmer sem er kennitala viðkomandi.  
 
Ég er búin/n að flytja Íslandsbankapunkta en punktastaðan mín er núll?
Líklega ertu tvískráð(ur) með tvö Sagakortsnúmer undir tveimur netföngum. Endilega hafðu samband við okkur og við skoðum þetta með þér. 

Það tókst ekki að innleysa Íslandsbankapunktana mína?
Vinsamlega farðu eftir leiðbeiningum í kaupferlinu hjá Íslandsbanka. 

Hvernig get ég séð Vildarpunktastöðuna mína?
Hægt er að skoða Vildarpunktastöðu með því að skrá sig inn með notendanafni og lykilorði á síðum Saga Club. Ef þig vantar notendanafn eða lykilorð getur þú fengið þau send á netfang þitt með því að smella hér.
Ef þú ert ekki með skráð netfang hjá Saga Club bendum við þér að hafa samband við okkur.

Þarf viðskiptavinur að vera með Vildarkort VISA og Icelandair til að geta innleyst í Vildarpunkta Icelandair? 
Nei, alls ekki. Það skiptir engu máli hvernig kort viðkomandi er með vegna þess að punktarnir fara inn á punktareikning viðkomandi hjá Icelandair og er sá reikningur tengdur kennitölu viðskiptavinar en ekki kortanúmeri. Það gildir einu hvort viðkomandi kaupir ferðir hjá Icelandair með VISA eða MasterCard korti.

Er hægt að bakfæra millifærslu á Íslandsbankapunktum yfir í Vildarpunkta Icelandair? 
Millifærsla á Íslandsbankapunktum yfir í Vildarpunkta Icelandair er endanleg og óafturkræf. 
Einu undantekningarnar eru ef um er að ræða gáleysisleg mistök starfsmanna við kaup á ferðaávísun eða Vildarpunktum því ekki er hægt að láta viðskiptavini líða fyrir okkar mistök en þetta er síður en svo einföld aðgerð og því ber starfsfólki að gæta sín þegar verið er að innleysa fyrir viðskiptavini. Verið er að vinna í ferli fyrir svona undantekningar.

Hvað líður langur tími frá því Vildarpunktar eru keyptir þangað til hægt er að nota þá? 
Kaupin gerast samstundis. Á sama tíma og punktarnir eru keyptir þá birtast þeir á punktareikningi viðskiptavinar hjá Icelandair og þar af leiðandi geta viðskiptavinir nýtt sér punktakaupin samstundis til að kaupa ferð hjá Icelandair.

Hvað ef viðskiptavinur hefur aldrei safnað Vildarpunktum Icelandair áður? 
Ef viðskiptavinur er ekki félagi í Icelandair Saga Club og hefur aldrei safnað Vildarpunktum áður stofnast nýr punktareikningur á viðkomandi um leið og punktarnir eru keyptir.

*Athugið: Hvert netfang getur bara verið skráð hjá einum félaga hjá Saga Club Icelandair. Þar sem upplýsingarnar sem um er að ræða eru viðkvæmar persónulegar upplýsingar er gerð til okkar sú krafa af hendi persónuverndar að við förum afar gætilega með þessar upplýsingar. Af þeim sökum verðum við að krefjast þess að ekki sé notað sama netfang fyrir fleiri en eina persónu.
Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Icelandair í síma 5050 100 og fá sent í pósti útprentað yfirlit. Ekki er heimilt að fá punktastöðu uppgefna í gegnum síma.

Olís

Í hverjum mánuði safna tugir þúsunda félagar okkar Vildarpunktum á Olís og ÓB enda eru þeir á meðal okkar vinsælustu samstarfsaðila. 

Saga Club félagar safna 15 Vildarpunktum fyrir hverjar 1.000 krónur á öllum Olís og ÓB stöðvum og fá þeir punkta fyrir alla verslun

Félagar safna Vildarpunktum Icelandair á öllum þjónustustöðvum Olís og ÓB, hvort sem þeir greiða með korti eða peningum. Þannig að í hvert sinn sem þú átt í viðskiptum við Olís og ÓB safnar þú Vildarpunktum.

Ef greitt er með kreditkorti sem safnar Vildarpunktum Icelandair skrást Vildarpunktar sjálfkrafa þess vegna er sniðugt að tengja ÓB lykilinn við Vildarpunkta kreditkortið þitt.  Ef greitt er með öðrum kreditkortum eða peningum - Þá þarf að framvísa Sagakorti Icelandair.  

Þú færð líka Vildarpunkta þegar þú notar sjálfsalann

Á öllum þjónustustöðvum Olís/ÓB liggja fyrir upplýsingar um hvernig þú getur safnað Vildarpunktum þegar þú notar sjálfsalann

VÍS

Nú geta viðskiptavinir VÍS með F plús tryggingu safnað Vildarpunktum Icelandair af öllum greiddum iðgjöldum hjá tryggingafélaginu. F plús viðskiptavinir safna tíu Vildarpunktum fyrir hverjar 1.000 krónur sem greiddar eru í iðgjöld, eða 1%, og færast Vildarpunktarnir inn á reikning þess sem skráður er fyrir tryggingunum.

Vildarpunktana má nýta hjá Icelandair Saga Club á margvíslegan hátt, svo sem í flugferðir, hótelgistingar, bílaleigubíl og gjafabréf.

Svona safnarðu Vildarpunktum hjá VÍS

 1. Til að virkja punktasöfnunina í gegnum VÍS þurfa viðskiptavinir að skrá sig á svæðinu Mitt VÍS, samþykkja þar viðeigandi skilmála ásamt því að vera skráðir í Icelandair Saga Club.
 2. Ef viðskiptavinur VÍS er ekki skráður félagi í Saga Club, er hægt að skrá sig með einföldum hætti með því að samþykkja skilmála á Mitt VÍS á vef VÍS um Vildarpunktasöfnunina.
 3. Vildarpunktarnir eru svo lagðir inn á reikning viðskiptavinar í byrjun næsta mánaðar, eftir greiðslu á iðgjöldum.

Byrja að safna

 

Toyota

Allir félagar í Icelandair Saga Club safna Vildarpunktum við kaup á nýjum bíl hjá Toyota. 

Fjöldi Vildarpunkta fer eftir tegund bifreiðar og getur söfnunin verið allt upp í 25.000 Vildarpunkta fyrir hvern bíl. Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir tegund bifreiðar og fjölda punkta sem safnast við kaup. 

Tegund bifreiðar Fjöldi punkta
Aygo 5.000
Yaris  7.500
Corolla  10.000
Auris 10.000
Prius  12.500
Verso  12.500
Avensis  12.500
Proace  12.500
RAV4  15.000
Hilux 15.000
Land Cruiser 150 20.000
Land Cruiser 200 25.000
Lexus 25.000Vildarpunktasöfnunin fer þannig fram að söluráðgjafi hjá Toyota fær upplýsingar um Sagakortsnúmerið þitt þegar þú kaupir nýjan bíl og Vildarpunktarnir eru svo lagðir inn á Saga Club reikninginn þinn í byrjun næsta mánaðar. 

Nánari upplýsingar um Toyota er hægt að nálgast hér.