Pingdom Check

Félagar í Icelandair Saga Club safna bæði Vildarpunktum og Kortastigum. Félagar safna jafn mörgum Vildarpunktum og Kortastigum fyrir flogin flug með Icelandair. 

Munurinn er einfaldur.

Vildarpunktar eru til að nota

Vildarpunktum safna félagar hjá Icelandair og hjá samstarfsaðilum okkar um allan heim. Vildarpunktana geta félagar svo notað til kaupa á vörum og þjónustu hjá Icelandair og samstarfsaðilum um allan heim.

Kortastig eru til að njóta

Kortastig safnast aðeins fyrir flug með Icelandair, Air Iceland Connect, Alaska Airlines og JetBlue. Kortastigin segja til um hvers konar aðild félaginn á rétt á og þar með hvaða fríðindi hann nýtur. Þegar félagar hafa náð 40.000 Kortastigum fá þeir Saga Silver aðild og þegar þeir hafa náð 80.000 Kortastigum fá þeir Saga Gold aðild. 
Þegar félagar hafa náð Saga Gold aðild fá þeir 20% álag á Kortastig og félagar í Saga Silver fá 10% álag á Kortastig ásamt því að þurfa aðeins 30.000 Kortastig fyrir Saga Silver endurnýjun og 70.000 Kortastig fyrir Saga Gold endurnýjun sem auðveldar þeim að halda kortunum sínum.